Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 15:07 Tsai Ing-wen og Donald Trump V'isir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varði í nótt umdeilt símtal hans og Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Er þetta í fyrsta sinn sem forseti eða verðandi forseti Bandaríkjanna ræðir beint við leiðtoga Taívan frá árinu 1979. Kínversk stjórnvöld sendu bandarískum yfirvöldum í kjölfarið formlega kvörtun þar sem farið var þess á leit að Bandaríkin héldu sig við stefnu sína í málefnum ríkjanna, sem alla jafna hefur gengið undir nafninu „Eitt Kína.“ Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár.Sjá einnig: Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllastÁrið 1972 tóku Bandaríkin upp „Eitt Kína“-stefnu sína eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979 en Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.„Ég ítreka að það er einungis eitt Kína í heiminum og að Taívan er óaðskiljanlegur hluti kínversks landssvæðis. Stefnan um „Eitt Kína“- er grunnur samskipta Kína og Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni kínverska utanríkisráðuneytsins. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. Þá hefur Trump ítrekað skammast yfir yfirvöldum í Kína í kosningabaráttunni í ár. Trump hefur verið duglegur við að svara fyrir sig á samskiptamiðlinum Twitter, bæði áður sem og eftir að ljóst var að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Það varð engin breyting á því í nótt. Þar sagði hann að frumkvæðið að samtalinu hafi komið frá forseta Taívans og að honum þætti furðulegt hvernig „Bandaríkin seldu Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en mættu síðan ekki taka við heillaóskum.“Interesting how the U.S. sells Taiwan billions of dollars of military equipment but I should not accept a congratulatory call.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016 Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varði í nótt umdeilt símtal hans og Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Er þetta í fyrsta sinn sem forseti eða verðandi forseti Bandaríkjanna ræðir beint við leiðtoga Taívan frá árinu 1979. Kínversk stjórnvöld sendu bandarískum yfirvöldum í kjölfarið formlega kvörtun þar sem farið var þess á leit að Bandaríkin héldu sig við stefnu sína í málefnum ríkjanna, sem alla jafna hefur gengið undir nafninu „Eitt Kína.“ Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár.Sjá einnig: Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllastÁrið 1972 tóku Bandaríkin upp „Eitt Kína“-stefnu sína eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979 en Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.„Ég ítreka að það er einungis eitt Kína í heiminum og að Taívan er óaðskiljanlegur hluti kínversks landssvæðis. Stefnan um „Eitt Kína“- er grunnur samskipta Kína og Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni kínverska utanríkisráðuneytsins. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. Þá hefur Trump ítrekað skammast yfir yfirvöldum í Kína í kosningabaráttunni í ár. Trump hefur verið duglegur við að svara fyrir sig á samskiptamiðlinum Twitter, bæði áður sem og eftir að ljóst var að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Það varð engin breyting á því í nótt. Þar sagði hann að frumkvæðið að samtalinu hafi komið frá forseta Taívans og að honum þætti furðulegt hvernig „Bandaríkin seldu Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en mættu síðan ekki taka við heillaóskum.“Interesting how the U.S. sells Taiwan billions of dollars of military equipment but I should not accept a congratulatory call.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016
Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira