Landspítali leitar til ráðherra um skerðingu á þjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. desember 2016 19:00 Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningar á þriðjudag. Helsta verkefni þingmanna verður að ná samkomulagi um fjárlög en frumvarpið verður kynnt á þriðjudag.Vantar 12 milljarða en fá tvo Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. „Því miður að þá er það alls ekki í samræmi við þarfir og jafnvel þó við fengum alla þessa tvo milljarða, að þá nægir það varla til þess að svara þeirri eftirspurnaraukningu sem að verður á ári hverju, sem að er að minnsta kosti 1,7 prósent,” segir María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans. Skerðing á þjónustu Það munar því um 10 milljörðum á því sem spítalinn fær og því sem hann vantar til að sinna allri þjónustu. María segir þetta einfaldlega ekki ganga upp en gangi þetta eftir muni Landspítalinn kynna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hvað þetta kæmi til með að þýða fyrir spítalann. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” segir María. Leita til ráðherra ef til skerðingar á þjónustu kemur Hún segir að komi til þess að skerða þurfi þjónustu muni spítalinn leita til heilbrigðisráðherra um hvernig það skuli gert, en það sé í samræmi við ný lög um opinber fjármál. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” segir María. Það sé vissulega rétt að það sé verið að auka fjármagn til heilbrigðismála í ríkisfjármálaáætlun. Hins vegar sé þetta einfaldlega ekki nóg enda Landspítalinn að koma undan löngu og erfiðu tímabili. Til samanburðar megi benda á að spítalinn sé á föstu verðlagi rekinn fyrir sömu fjárhæðir og í byrjun aldarinnar en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað mikið og spítalinn tekið við mörgum nýjum verkefnum. „Þetta er auðvitað mjög mikil ógn við allt heilbrigðiskerfið. Það auðvitað liggur fyrir að það verður breyting á því þjónustuframboði sem að hægt er að halda úti, ef að menn eru ekki tilbúnir að setja inn fjármagn til þess að mæta aukinni eftirspurn. Það er því miður ekki hægt að skilja það á nokkurn annan hátt,” segir María. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningar á þriðjudag. Helsta verkefni þingmanna verður að ná samkomulagi um fjárlög en frumvarpið verður kynnt á þriðjudag.Vantar 12 milljarða en fá tvo Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. „Því miður að þá er það alls ekki í samræmi við þarfir og jafnvel þó við fengum alla þessa tvo milljarða, að þá nægir það varla til þess að svara þeirri eftirspurnaraukningu sem að verður á ári hverju, sem að er að minnsta kosti 1,7 prósent,” segir María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans. Skerðing á þjónustu Það munar því um 10 milljörðum á því sem spítalinn fær og því sem hann vantar til að sinna allri þjónustu. María segir þetta einfaldlega ekki ganga upp en gangi þetta eftir muni Landspítalinn kynna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hvað þetta kæmi til með að þýða fyrir spítalann. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” segir María. Leita til ráðherra ef til skerðingar á þjónustu kemur Hún segir að komi til þess að skerða þurfi þjónustu muni spítalinn leita til heilbrigðisráðherra um hvernig það skuli gert, en það sé í samræmi við ný lög um opinber fjármál. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” segir María. Það sé vissulega rétt að það sé verið að auka fjármagn til heilbrigðismála í ríkisfjármálaáætlun. Hins vegar sé þetta einfaldlega ekki nóg enda Landspítalinn að koma undan löngu og erfiðu tímabili. Til samanburðar megi benda á að spítalinn sé á föstu verðlagi rekinn fyrir sömu fjárhæðir og í byrjun aldarinnar en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað mikið og spítalinn tekið við mörgum nýjum verkefnum. „Þetta er auðvitað mjög mikil ógn við allt heilbrigðiskerfið. Það auðvitað liggur fyrir að það verður breyting á því þjónustuframboði sem að hægt er að halda úti, ef að menn eru ekki tilbúnir að setja inn fjármagn til þess að mæta aukinni eftirspurn. Það er því miður ekki hægt að skilja það á nokkurn annan hátt,” segir María.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira