Birgitta: Með efnivið í „frábæra ríkisstjórn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 09:08 Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að þeir fimm flokkar sem hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar í dag geti myndað saman „frábæra ríkisstjórn.“ Ljóst sé þó að muni ekki verða auðvelt en flokkarnir búi að þeirri vinnu sem þegar hafi farið fram. Þetta kom fram í máli Birgittu sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. „Það sem mér finnst frábært við það að eiga í samræðum við fimm flokka sem eru mjög ólíkir að allir þessir flokkar hafa styrkleika. Allir þessir flokkar hafa sérhæfingar, ef að maður getur reynt að draga fram værum við með frábæra ríkisstjórn,“ sagði Birgitta. Búist er við því að viðræður Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjist síðar í dag. Birgitta segir að Píratar hafi nýtt helgina í að vinna undirbúningsvinnu. Farið hafi verið yfir viðræður þessarra flokka sem siglu í strand í þarsíðustu viku og á hverju væri hægt að byggja í þeim efnum. „Við erum sammála um það að við náðum saman um mjög marga stóra póla. Við getum mjög vel nýtt okkur þá vinnu sem átti sér stað í þessu ferli síðast og það sem hefur komið fram á meðan allir flokkar voru að tala saman við ólíka flokka,“ sagði Birgitta.Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn.Vísir/ErnirNálgun Pírata geti hjálpað Viðræðurnar strönduðu á skattamálum þar sem kom í ljós að Viðreisn og VG gátu ekki náð saman um leiðir til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs ef standa eigi við kosningaloforð flestra flokka um aukin útgjöld til heilbrigðismála. Birgitta segir að vonir standi til að nálgun Pírata á viðræðurnar geti hjálpað til í þessum málum. „Síðast þegar við fórum í þessa vinnu var það út frá sjónarhorni þeirra sem eru lengst til vinstri í þessari flokkaflóru. Þá var kannski erfiðara fyrir þá sem eru lengst til hægri að koma að ásættanlegri niðurstöðu. Nú reynum við að nálgast þetta út frá miðjunni,“ sagði Birgitta. Hún segir að ákveðin tækifæri séu til þess að ná í fjármuni til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðismála en að allir flokkar þurfi að geta sætt við þær leiðir sem farnar verði til þess. Líkt og fyrr segir hefjast viðræður flokkanna í dag og segir Birgitta að fyrst verði erfiðustu málin rædd, það muni auðvelda frekari viðræður til muna. Flokkarnir séu sammála um margt en að það sem þeir séu ósammála um þurfi að vinna vel. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að þeir fimm flokkar sem hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar í dag geti myndað saman „frábæra ríkisstjórn.“ Ljóst sé þó að muni ekki verða auðvelt en flokkarnir búi að þeirri vinnu sem þegar hafi farið fram. Þetta kom fram í máli Birgittu sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. „Það sem mér finnst frábært við það að eiga í samræðum við fimm flokka sem eru mjög ólíkir að allir þessir flokkar hafa styrkleika. Allir þessir flokkar hafa sérhæfingar, ef að maður getur reynt að draga fram værum við með frábæra ríkisstjórn,“ sagði Birgitta. Búist er við því að viðræður Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjist síðar í dag. Birgitta segir að Píratar hafi nýtt helgina í að vinna undirbúningsvinnu. Farið hafi verið yfir viðræður þessarra flokka sem siglu í strand í þarsíðustu viku og á hverju væri hægt að byggja í þeim efnum. „Við erum sammála um það að við náðum saman um mjög marga stóra póla. Við getum mjög vel nýtt okkur þá vinnu sem átti sér stað í þessu ferli síðast og það sem hefur komið fram á meðan allir flokkar voru að tala saman við ólíka flokka,“ sagði Birgitta.Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn.Vísir/ErnirNálgun Pírata geti hjálpað Viðræðurnar strönduðu á skattamálum þar sem kom í ljós að Viðreisn og VG gátu ekki náð saman um leiðir til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs ef standa eigi við kosningaloforð flestra flokka um aukin útgjöld til heilbrigðismála. Birgitta segir að vonir standi til að nálgun Pírata á viðræðurnar geti hjálpað til í þessum málum. „Síðast þegar við fórum í þessa vinnu var það út frá sjónarhorni þeirra sem eru lengst til vinstri í þessari flokkaflóru. Þá var kannski erfiðara fyrir þá sem eru lengst til hægri að koma að ásættanlegri niðurstöðu. Nú reynum við að nálgast þetta út frá miðjunni,“ sagði Birgitta. Hún segir að ákveðin tækifæri séu til þess að ná í fjármuni til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðismála en að allir flokkar þurfi að geta sætt við þær leiðir sem farnar verði til þess. Líkt og fyrr segir hefjast viðræður flokkanna í dag og segir Birgitta að fyrst verði erfiðustu málin rædd, það muni auðvelda frekari viðræður til muna. Flokkarnir séu sammála um margt en að það sem þeir séu ósammála um þurfi að vinna vel. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54