Bein útsending frá setningu Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2016 12:30 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands ganga ásamt fylktu liði frá þinghúsinu í Dómkirkjuna við setningu Alþingis í dag. vísir/vilhelm Vísir er með beina útsendingu frá setningu 146. löggjafarþings Íslendinga og má fylgjast með útsendingunni í spilaranum neðst í fréttinni. Á vef Alþingis kemur fram að þingsetningarathöfnin hefjist klukkan 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, en forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, predikar og sér Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Alþingi, 146. löggjafarþing, og að því loknu tekur Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti, við fundarstjórn og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til klukkan 16. Við framhald þingsetningarfundarins klukkan fjögur verða kjörbréf þingmanna afgreidd, drengskaparheit unnin, kosinn forseti Alþingis og varaforsetar og í nefndir þingsins. Að síðustu verður hlutað um sæti þingmanna. Þá verður fjárlagafrumvarpinu 2017 dreift á fundinum.Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta. Kl. 14.05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. Kl. 14.10 Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Kl. 14.20 Strengjakvartett flytur Hver á sér fegra föðurland. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðlur, Matthías Stefánsson, víóla, og Örnólfur Kristjánsson, selló. Kl. 14.22 Starfsaldursforseti tekur við fundarstjórn. Kl. 14.24 Strengjakvartett flytur Smávinir fagrir. Kl. 14.26 Forseti Íslands gengur úr þingsalnum. Kl. 14.27 Starfsaldursforseti stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Hlé á þingsetningarfundi fram til klukkan 16. Alþingi Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Vísir er með beina útsendingu frá setningu 146. löggjafarþings Íslendinga og má fylgjast með útsendingunni í spilaranum neðst í fréttinni. Á vef Alþingis kemur fram að þingsetningarathöfnin hefjist klukkan 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, en forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, predikar og sér Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Alþingi, 146. löggjafarþing, og að því loknu tekur Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti, við fundarstjórn og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til klukkan 16. Við framhald þingsetningarfundarins klukkan fjögur verða kjörbréf þingmanna afgreidd, drengskaparheit unnin, kosinn forseti Alþingis og varaforsetar og í nefndir þingsins. Að síðustu verður hlutað um sæti þingmanna. Þá verður fjárlagafrumvarpinu 2017 dreift á fundinum.Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta. Kl. 14.05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. Kl. 14.10 Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Kl. 14.20 Strengjakvartett flytur Hver á sér fegra föðurland. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðlur, Matthías Stefánsson, víóla, og Örnólfur Kristjánsson, selló. Kl. 14.22 Starfsaldursforseti tekur við fundarstjórn. Kl. 14.24 Strengjakvartett flytur Smávinir fagrir. Kl. 14.26 Forseti Íslands gengur úr þingsalnum. Kl. 14.27 Starfsaldursforseti stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Hlé á þingsetningarfundi fram til klukkan 16.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira