Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2016 16:00 Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs afgangi sem nemi 28,4 milljörðum krónum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 sem nú er lagt fyrir Alþingi. Í kynningu á frumvarpinu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag kom fram að áfram sé byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Er talað um að afkoma ríkissjóðs hafi batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum ársins 2014 og því fullyrt að fjárlagafrumvarpið árið 2017 sé það fjórða í röð þar sem ger er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Framlag til heilbrigðismála verður til að mynda aukið um 7,3 milljarða. Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 milljörðum króna í 13,7 milljarða króna á næsta ári.Helstu útgjaldamál í fjárlagafrumvarpi 2017:Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri og fleira - samtals 11,1 milljarðar króna.Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 milljarðar króna og 1,5 milljarðar vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila. Samtals 7,3 milljarðar.Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR úr 11,5 prósentum í 15,1 prósent frá og með næstu áramótum, samtals 4,5 milljarðar króna.Aukning útgjalda til mennta- og menningarmála, svo sem vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlistarfræðslu, samtals 2,5 milljarðar.Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, samtals 1,1 milljarður króna.Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum. Heildarumfang kerfisins verður um 6,5 milljarðar króna en aukin framlög nema 785 milljónir króna, samtals 0,8 milljarðar króna.Byggðar- og sóknaráætlanir landshluta, samtals 0,5 milljarðar króna.Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignarmörkum vegna vaxtabóta hækkun þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt.Ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni í frumvarpinu eru til dæmis:Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016 til 2018.Byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - samtals 1,1 milljarður króna (4,4 milljarðar í heildarkostnað)Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda - samtals einn milljarður. Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs afgangi sem nemi 28,4 milljörðum krónum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 sem nú er lagt fyrir Alþingi. Í kynningu á frumvarpinu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag kom fram að áfram sé byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Er talað um að afkoma ríkissjóðs hafi batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum ársins 2014 og því fullyrt að fjárlagafrumvarpið árið 2017 sé það fjórða í röð þar sem ger er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Framlag til heilbrigðismála verður til að mynda aukið um 7,3 milljarða. Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 milljörðum króna í 13,7 milljarða króna á næsta ári.Helstu útgjaldamál í fjárlagafrumvarpi 2017:Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri og fleira - samtals 11,1 milljarðar króna.Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 milljarðar króna og 1,5 milljarðar vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila. Samtals 7,3 milljarðar.Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR úr 11,5 prósentum í 15,1 prósent frá og með næstu áramótum, samtals 4,5 milljarðar króna.Aukning útgjalda til mennta- og menningarmála, svo sem vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlistarfræðslu, samtals 2,5 milljarðar.Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, samtals 1,1 milljarður króna.Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum. Heildarumfang kerfisins verður um 6,5 milljarðar króna en aukin framlög nema 785 milljónir króna, samtals 0,8 milljarðar króna.Byggðar- og sóknaráætlanir landshluta, samtals 0,5 milljarðar króna.Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignarmörkum vegna vaxtabóta hækkun þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt.Ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni í frumvarpinu eru til dæmis:Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016 til 2018.Byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - samtals 1,1 milljarður króna (4,4 milljarðar í heildarkostnað)Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda - samtals einn milljarður.
Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00