Gjöld fyrir útgáfu vegabréfa hækka um 20 prósent samkvæmt frumvarpi til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps næsta árs.
Almennt gjald fyrir þá sem eru á aldrinum 18 til 66 ára fer úr 10.250 krónum í 12.300 krónur en önnur gjöld vegna útgáfu vegabréfa hækka einnig. Þannig hækkar gjaldið fyrir skyndiútgáfu vegabréfa úr 20.250 krónum í 24.300 krónur og gjaldið fyrir neyðarvegabréfið fer úr 5.150 krónum í 6.200 krónur.
Gjöldin fyrir öryrkja, útgáfu diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa og aðra hækka einnig en þau gjöld eru lægri en almenna gjaldið.
Í frumvarpinu segir að þessar hækkanir séu lagðar á til að mæta viðbótarframlagi til Þjóðskrár Íslands á næsta ári.
Vegabréf hækka um 20 prósent

Tengdar fréttir

Vantar fimmtán milljarða til að fjármagna samgönguáætlun
Mikið misræmi er á milli þingsályktunar um samgönguáætlun 2015-2018, sem Alþingi samþykkti í október 2016.

Barnabætur hækka
Framlög vegna fæðingarorlofs hækka einnig

Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði
Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna.