Frumvarpið var lagt fram á þingi í gær en uppi eru nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem ný ríkisstjórn hefur ekki tekið við völdum í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn missti meirihluta sinn í þingkosningum þann 29. október síðastliðinn.
Bjarni leggur frumvarpið því fram fyrir hönd starfsstjórnar þar sem ríkið má ekki inna neitt gjald af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum, að því er stjórnarskráin kveður á um.
Beina útsendingu frá Alþingi má sjá í spilaranum hér að neðan.