Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2016 15:20 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Ráðherrann leggur það fram fyrir starfsstjórn þar sem ný ríkisstjórn hefur ekki tekið við völdum eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks missti meirihluta sinn í þingkosningunum í október. Þetta er í fjórða sinn sem fjárlög eru lögð fram af starfsstjórn en Bjarni rakti það í upphafi ræðu sinnar að það hefði verið gert árin 1945, 1947 og 1950. Ráðherrann lagði áherslu á það í ræðu sinni að þrátt fyrir að tekist hafi að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á síðustu árum þá sé Ísland sé enn skuldsett land. Eitt helsta meginstefið í stefnu fráfarandi ríkisstjórnar í ríkisfjármálum hafi verið að lækka skuldir ríksins og draga þannig úr vaxtabyrði. Tekist hafi að minnka skuldirnar þó nokkuð en það verður þó enn um hríð eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda að grynnka enn meir á skuldunum, að sögn Bjarna.Vonast til að frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verði samþykkt fyrir jól Hann sagði jafnframt ekki hægt að líta framhjá því að þensla kunni að ógna efnahagslegum stöðugleika. Nefndi Bjarni mikinn vöxt í ferðaþjónustunni sem dæmi um þenslumerki og þá staðreynd að laun hafa hækkað mikið umfram framleiðsluvöxt. Þá væri uppsöfnuð fjárfestingaþörf hins opinbera mikil auk þess sem Bjarni nefndi fyrirhugaða hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR sem mun að óbreyttu kosta ríkið 4,5 milljarða króna á næsta ári. Í haust lagði Bjarni fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda á opinbera og almenna vinnumarkaðnum í kjölfar samkomulags sem undirritað var af hálfu ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Samkomulagið mætti hins vegar mikilli andstöðu ýmissa sérsambanda á opinbera markaðnum en í ræðu sinni í dag sagðist Bjarni vonast til að nýtt frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda yrði samþykkt fyrir jól. Þenslumerki krefjist agðrar hagstjórnar Ráðherrann sagði að á undanförnum dögum og vikum hefði átt sér stað samtal á milli hins opinbera og heildarsamtakanna um það hvernig aðlaga megi frumvarpið að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið eftir að samkomulagið, sem enn er í fullu gildi, var undirritað. Verði slíkt frumvarp samþykkt kemur ekki til þess að ríkið greiði 4,5 milljarða til A-deildar LSR. Bjarni sagði að þessi þenslumerki í hagkerfinu krefjist agaðrar hagstjórnar en við lok ræðu sinnar sagði hann meðal annars: „Það sem við höfum hér í höndunum er fjárlagafrumvarp sem lagt er fram þegar vel árar hjá Íslendingum. Tekjur eru að vaxa, við aukum framlög í heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og aðra mikilvæga innviði. [...] Landsmenn hafa notið verulegrar kaupmáttaraukningar á þessu ári og í fyrra og ef fram heldur sem horfir mun kaupmáttur halda áfram að vaxa. En það þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð. Ég vonast til að umræðan um opinber fjármál verði í auknum mæli tekin með hliðsjón af því hvernig við erum að sinna okkar markmiði að vinna að stöðugleika, sjálfbærni, varkárni og svo framvegis, því frekari styrking velferðarsamfélagsins er í raun og veru undir í þeirri umræðu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp „Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu,“ segir Georg Lárusson. 7. desember 2016 12:05 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Ráðherrann leggur það fram fyrir starfsstjórn þar sem ný ríkisstjórn hefur ekki tekið við völdum eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks missti meirihluta sinn í þingkosningunum í október. Þetta er í fjórða sinn sem fjárlög eru lögð fram af starfsstjórn en Bjarni rakti það í upphafi ræðu sinnar að það hefði verið gert árin 1945, 1947 og 1950. Ráðherrann lagði áherslu á það í ræðu sinni að þrátt fyrir að tekist hafi að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á síðustu árum þá sé Ísland sé enn skuldsett land. Eitt helsta meginstefið í stefnu fráfarandi ríkisstjórnar í ríkisfjármálum hafi verið að lækka skuldir ríksins og draga þannig úr vaxtabyrði. Tekist hafi að minnka skuldirnar þó nokkuð en það verður þó enn um hríð eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda að grynnka enn meir á skuldunum, að sögn Bjarna.Vonast til að frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verði samþykkt fyrir jól Hann sagði jafnframt ekki hægt að líta framhjá því að þensla kunni að ógna efnahagslegum stöðugleika. Nefndi Bjarni mikinn vöxt í ferðaþjónustunni sem dæmi um þenslumerki og þá staðreynd að laun hafa hækkað mikið umfram framleiðsluvöxt. Þá væri uppsöfnuð fjárfestingaþörf hins opinbera mikil auk þess sem Bjarni nefndi fyrirhugaða hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR sem mun að óbreyttu kosta ríkið 4,5 milljarða króna á næsta ári. Í haust lagði Bjarni fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda á opinbera og almenna vinnumarkaðnum í kjölfar samkomulags sem undirritað var af hálfu ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Samkomulagið mætti hins vegar mikilli andstöðu ýmissa sérsambanda á opinbera markaðnum en í ræðu sinni í dag sagðist Bjarni vonast til að nýtt frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda yrði samþykkt fyrir jól. Þenslumerki krefjist agðrar hagstjórnar Ráðherrann sagði að á undanförnum dögum og vikum hefði átt sér stað samtal á milli hins opinbera og heildarsamtakanna um það hvernig aðlaga megi frumvarpið að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið eftir að samkomulagið, sem enn er í fullu gildi, var undirritað. Verði slíkt frumvarp samþykkt kemur ekki til þess að ríkið greiði 4,5 milljarða til A-deildar LSR. Bjarni sagði að þessi þenslumerki í hagkerfinu krefjist agaðrar hagstjórnar en við lok ræðu sinnar sagði hann meðal annars: „Það sem við höfum hér í höndunum er fjárlagafrumvarp sem lagt er fram þegar vel árar hjá Íslendingum. Tekjur eru að vaxa, við aukum framlög í heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og aðra mikilvæga innviði. [...] Landsmenn hafa notið verulegrar kaupmáttaraukningar á þessu ári og í fyrra og ef fram heldur sem horfir mun kaupmáttur halda áfram að vaxa. En það þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð. Ég vonast til að umræðan um opinber fjármál verði í auknum mæli tekin með hliðsjón af því hvernig við erum að sinna okkar markmiði að vinna að stöðugleika, sjálfbærni, varkárni og svo framvegis, því frekari styrking velferðarsamfélagsins er í raun og veru undir í þeirri umræðu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp „Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu,“ segir Georg Lárusson. 7. desember 2016 12:05 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00
Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp „Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu,“ segir Georg Lárusson. 7. desember 2016 12:05
Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53