Fjársvelti mun lama Landhelgisgæsluna Svavar Hávarðsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Að óbreyttu mun sú staða koma upp að ekki verður hægt að koma nauðstöddum til aðstoðar, segir forstjóri LHG. vísir/vilhelm „Afleiðingar þessa, verði frumvarpið að lögum, eru að skila þarf þyrlu, ekki verður unnt að gera út nema eitt varðskip og aðeins hluta úr ári og segja þarf upp tugum starfsmanna sem hafa hlotið verðmæta þjálfun og reynslu. Fari svo er um að ræða mikið tjón sem erfitt verður að bæta. Ljóst er að sú staða mun koma upp á einhverjum tímapunkti að Landhelgisgæslan getur ekki siglt varðskipi á strandstaði, flogið þyrlu út á sjó að sækja sjómenn í vanda eða komið týndum og slösuðum til aðstoðar á landi þegar kallið berst.“ Þetta eru viðbrögð forstjóra Landhelgisgæslunnar, Georgs Lárussonar, þegar hann er spurður um nýframlagt fjárlagafrumvarp. Í texta frumvarpsins er með skýrum hætti farið í gegnum þarfir Gæslunnar til næstu ára, og hversu gríðarleg þörf er á að bæta stöðu stofnunarinnar umtalsvert – bæði með tilliti til löggæslu á hafi og leitar- og björgunarþjónustu. Þrátt fyrir þá upptalningu er það tekið fram að „ekki gefst tækifæri til að auka fjárveitingar“ hvað báða þessa þætti varðar árið 2017.Georg LárussonGeorg segir jafnframt að í ljósi framlagðs fjárlagafrumvarps sé staða Landhelgisgæslunnar grafalvarleg og verði það að lögum sé „allt sem bendir til þess að Landhelgisgæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands“, eins og segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjárframlög til Landhelgisgæslu Íslands hafa verið skorin niður um 30 prósent frá árinu 2009 sem nemur um 1.200 milljónum króna. Á sama tíma hafa verkefni Landhelgisgæslunnar stóraukist, meðal annars vegna gífurlegrar fjölgunar ferðamanna og mikillar aukningar í siglingum á leitar- og björgunarsvæði Íslands. Gæslan hefur allt frá árinu 2010 aflað sértekna í útlöndum til að mæta þessum niðurskurði að hluta. „Með því móti tókst að halda uppi lágmarks björgunar- og öryggisþjónustu, mannskap í þjálfun og viðhalda verðmætum tækjum. Nú er svo komið að skip Landhelgisgæslunnar sem notuð hafa verið til þeirra verkefna eru orðin of gömul og því ekki lengur gjaldgeng á erlendum markaði. Af þeim sökum verður Landhelgisgæslan af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári. Til að bæta það upp og leita leiða til að rétt halda í horfinu með lágmarks viðbragði vegna leitar og björgunar, óskaði Landhelgisgæslan eftir hækkuðu fjárframlagi sem nemur 300 milljónum króna.Stöðumat Gæslunnar í frumvarpi til fjárlagaSamkvæmt framlögðu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir þeirri hækkun,“ segir Georg og bætir við að Gæslan leggi traust sitt á nýkjörið þing. Að óbreyttu sé verið að kasta gríðarlegum verðmætum í grunnstoðum samfélagsins fyrir róða í skiptum fyrir tiltölulega litlar upphæðir. „Það er nauðsynlegt að hér sé lágmarks björgunargeta og Íslendingar sem sjálfstæð þjóð geta ekki látið það um sig spyrjast að hún geti ekki bjargað sér sjálf né þeim gestum sem koma til landsins eða sigla á hafsvæðum okkar,“ segir Georg. Í fjárlagafrumvarpinu sjálfu kemur fram að aðhaldskrafa milli áranna 2009 og 2015 nemur um það bil 1,2 milljörðum króna. Því má ætla að til að ná sama stað og Landhelgisgæslan var á fyrir hrun vanti að minnsta kosti sömu upphæð inn í reksturinn – og er þá ekki tekið tillit til stóraukinna verkefna Gæslunnar vegna ferðamannastraumsins til landsins og fleiri þátta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
„Afleiðingar þessa, verði frumvarpið að lögum, eru að skila þarf þyrlu, ekki verður unnt að gera út nema eitt varðskip og aðeins hluta úr ári og segja þarf upp tugum starfsmanna sem hafa hlotið verðmæta þjálfun og reynslu. Fari svo er um að ræða mikið tjón sem erfitt verður að bæta. Ljóst er að sú staða mun koma upp á einhverjum tímapunkti að Landhelgisgæslan getur ekki siglt varðskipi á strandstaði, flogið þyrlu út á sjó að sækja sjómenn í vanda eða komið týndum og slösuðum til aðstoðar á landi þegar kallið berst.“ Þetta eru viðbrögð forstjóra Landhelgisgæslunnar, Georgs Lárussonar, þegar hann er spurður um nýframlagt fjárlagafrumvarp. Í texta frumvarpsins er með skýrum hætti farið í gegnum þarfir Gæslunnar til næstu ára, og hversu gríðarleg þörf er á að bæta stöðu stofnunarinnar umtalsvert – bæði með tilliti til löggæslu á hafi og leitar- og björgunarþjónustu. Þrátt fyrir þá upptalningu er það tekið fram að „ekki gefst tækifæri til að auka fjárveitingar“ hvað báða þessa þætti varðar árið 2017.Georg LárussonGeorg segir jafnframt að í ljósi framlagðs fjárlagafrumvarps sé staða Landhelgisgæslunnar grafalvarleg og verði það að lögum sé „allt sem bendir til þess að Landhelgisgæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands“, eins og segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjárframlög til Landhelgisgæslu Íslands hafa verið skorin niður um 30 prósent frá árinu 2009 sem nemur um 1.200 milljónum króna. Á sama tíma hafa verkefni Landhelgisgæslunnar stóraukist, meðal annars vegna gífurlegrar fjölgunar ferðamanna og mikillar aukningar í siglingum á leitar- og björgunarsvæði Íslands. Gæslan hefur allt frá árinu 2010 aflað sértekna í útlöndum til að mæta þessum niðurskurði að hluta. „Með því móti tókst að halda uppi lágmarks björgunar- og öryggisþjónustu, mannskap í þjálfun og viðhalda verðmætum tækjum. Nú er svo komið að skip Landhelgisgæslunnar sem notuð hafa verið til þeirra verkefna eru orðin of gömul og því ekki lengur gjaldgeng á erlendum markaði. Af þeim sökum verður Landhelgisgæslan af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári. Til að bæta það upp og leita leiða til að rétt halda í horfinu með lágmarks viðbragði vegna leitar og björgunar, óskaði Landhelgisgæslan eftir hækkuðu fjárframlagi sem nemur 300 milljónum króna.Stöðumat Gæslunnar í frumvarpi til fjárlagaSamkvæmt framlögðu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir þeirri hækkun,“ segir Georg og bætir við að Gæslan leggi traust sitt á nýkjörið þing. Að óbreyttu sé verið að kasta gríðarlegum verðmætum í grunnstoðum samfélagsins fyrir róða í skiptum fyrir tiltölulega litlar upphæðir. „Það er nauðsynlegt að hér sé lágmarks björgunargeta og Íslendingar sem sjálfstæð þjóð geta ekki látið það um sig spyrjast að hún geti ekki bjargað sér sjálf né þeim gestum sem koma til landsins eða sigla á hafsvæðum okkar,“ segir Georg. Í fjárlagafrumvarpinu sjálfu kemur fram að aðhaldskrafa milli áranna 2009 og 2015 nemur um það bil 1,2 milljörðum króna. Því má ætla að til að ná sama stað og Landhelgisgæslan var á fyrir hrun vanti að minnsta kosti sömu upphæð inn í reksturinn – og er þá ekki tekið tillit til stóraukinna verkefna Gæslunnar vegna ferðamannastraumsins til landsins og fleiri þátta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira