Fjárlagafrumvarpið boðar styrjaldarástand Sveinn arnarsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Fjárlagafrumvarpið mun að óbreyttu hafa gríðarlega mikil áhrif á starfsemi Landspítalans að mati stjórnenda spítalans. Mælt var fyrir frumvarpinu á þingi í gær. vísir/vilhelm Verði frumvarp til fjárlaga samþykkt frá Alþingi óbreytt mun það þýða að Landspítalinn þurfi að skera niður um 5,3 milljarða króna til að mæta því. „Þessi fjárlög eru hamfarir fyrir okkur, það er ekkert öðruvísi,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjórum milljörðum verði bætt við hjá Landspítalanum. María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að rúmir þrír milljarðar færu í hækkun launa og því yrðu um 800 milljónir eftir inn í reksturinn.Páll MatthíassonPáll segir síðan meira koma til sem breyti stöðunni umtalsvert. „Þegar tekinn er til greina halli á þessu ári og því næsta, vangoldnar launahækkanir lækna og eftirspurnaraukning sem er ein og sér um 2,1 milljarður króna, sjáum við að við þurfum að skera niður um 5,3 milljarða króna á næsta ári,“ segir Páll. „Það eru einfaldlega um tíu prósent af rekstri stofnunarinnar. Þetta þýðir styrjaldarástand og fjöldauppsagnir og að við höggvum niður þjónustu. Það er síðan þeirra sem lögðu frumvarpið fram að taka afstöðu til þeirra.“Umræðan í þingsalUm 5.200 manns vinna á Landspítalanum. Stofnunin er langstærsti opinberi vinnustaðurinn og slaga fjárframlög til hans á næsta ári í sextíu milljarða króna. Ef til uppsagna kemur á stofnuninni gæti það haft áhrif á fjölda manns. Að mati Páls er hér um að ræða gífurleg vonbirgði. Spítalinn hafi talað skýrt um að þörfin væri um 12 milljarðar króna. Með þessum tölum sé ekki hægt að fara í flatan niðurskurð. Nú þyrfti að fara í forgangsröðun og hætta að veita einhverja þjónustu sem nú er fyrir hendi innan spítalans. „Ef við skoðum nýlega OECD-skýrslu erum við í neðsta sæti meðal Evrópulanda þegar innviðauppbygging er skoðuð. McKinsey-skýrslan sýndi okkur að við erum að reka spítala með miklu minna fjármagn en löndin í kringum okkur. Allt helst þetta í hendur og nú erum við að sjá niðurskurð eins og hann gerðist verstur eftir kreppuna 2008,“ segir Páll. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Verði frumvarp til fjárlaga samþykkt frá Alþingi óbreytt mun það þýða að Landspítalinn þurfi að skera niður um 5,3 milljarða króna til að mæta því. „Þessi fjárlög eru hamfarir fyrir okkur, það er ekkert öðruvísi,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjórum milljörðum verði bætt við hjá Landspítalanum. María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að rúmir þrír milljarðar færu í hækkun launa og því yrðu um 800 milljónir eftir inn í reksturinn.Páll MatthíassonPáll segir síðan meira koma til sem breyti stöðunni umtalsvert. „Þegar tekinn er til greina halli á þessu ári og því næsta, vangoldnar launahækkanir lækna og eftirspurnaraukning sem er ein og sér um 2,1 milljarður króna, sjáum við að við þurfum að skera niður um 5,3 milljarða króna á næsta ári,“ segir Páll. „Það eru einfaldlega um tíu prósent af rekstri stofnunarinnar. Þetta þýðir styrjaldarástand og fjöldauppsagnir og að við höggvum niður þjónustu. Það er síðan þeirra sem lögðu frumvarpið fram að taka afstöðu til þeirra.“Umræðan í þingsalUm 5.200 manns vinna á Landspítalanum. Stofnunin er langstærsti opinberi vinnustaðurinn og slaga fjárframlög til hans á næsta ári í sextíu milljarða króna. Ef til uppsagna kemur á stofnuninni gæti það haft áhrif á fjölda manns. Að mati Páls er hér um að ræða gífurleg vonbirgði. Spítalinn hafi talað skýrt um að þörfin væri um 12 milljarðar króna. Með þessum tölum sé ekki hægt að fara í flatan niðurskurð. Nú þyrfti að fara í forgangsröðun og hætta að veita einhverja þjónustu sem nú er fyrir hendi innan spítalans. „Ef við skoðum nýlega OECD-skýrslu erum við í neðsta sæti meðal Evrópulanda þegar innviðauppbygging er skoðuð. McKinsey-skýrslan sýndi okkur að við erum að reka spítala með miklu minna fjármagn en löndin í kringum okkur. Allt helst þetta í hendur og nú erum við að sjá niðurskurð eins og hann gerðist verstur eftir kreppuna 2008,“ segir Páll. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira