Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 20:58 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gagnrýninn á ríkisstofnanir í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar var hann sérstaklega harðorður í garð háskólanna og aðila innan heilbrigðiskerfisins sem hann gagnrýndi fyrir að tala í auknum mæli við fjölmiðla um fjárvöntun, í stað þess að gera það við þing og fjárlaganefnd. „Á síðastliðnum árum hefur mér þótt það færast í vöxt að ríkisaðilar fari beint til fjölmiðla með sín mál. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við til dæmis að háskólarnir vörðu talsverðu fé með heilsíðu auglýsingum til að benda á að það skorti á að fjárveitingar væru í samræmi við væntingar þeirra“ sagði Bjarni sem gagnrýndi einnig einstaka ríkisaðila innan heilbrigðiskerfisins fyrir að útlista og sundurliða fjárvöntun sína í fjölmiðlum. „Áður átti þetta samtal sér stað fyrst og fremst við þingið og fjárlaganefnd í tengslum við fjárlagagerðina. Mér þykir þetta ekki mjög heillavænleg þróun“ sagði Bjarni. Þá benti Bjarni jafnframt á að samkvæmt lögum beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur ákveðið. „Það þykir í dag ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm að því fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar.“ „Hér þarf Alþingi að spyrja sig: hver dregur línuna? Hvað ætla menn að gera þegar ríkisaðilar koma fram eins og þeim beri ekki skylda til að hlýta lögum Alþingis í þessu efnum? Í mínum huga er það býsna alvarlegt mál.“ Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gagnrýninn á ríkisstofnanir í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar var hann sérstaklega harðorður í garð háskólanna og aðila innan heilbrigðiskerfisins sem hann gagnrýndi fyrir að tala í auknum mæli við fjölmiðla um fjárvöntun, í stað þess að gera það við þing og fjárlaganefnd. „Á síðastliðnum árum hefur mér þótt það færast í vöxt að ríkisaðilar fari beint til fjölmiðla með sín mál. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við til dæmis að háskólarnir vörðu talsverðu fé með heilsíðu auglýsingum til að benda á að það skorti á að fjárveitingar væru í samræmi við væntingar þeirra“ sagði Bjarni sem gagnrýndi einnig einstaka ríkisaðila innan heilbrigðiskerfisins fyrir að útlista og sundurliða fjárvöntun sína í fjölmiðlum. „Áður átti þetta samtal sér stað fyrst og fremst við þingið og fjárlaganefnd í tengslum við fjárlagagerðina. Mér þykir þetta ekki mjög heillavænleg þróun“ sagði Bjarni. Þá benti Bjarni jafnframt á að samkvæmt lögum beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur ákveðið. „Það þykir í dag ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm að því fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar.“ „Hér þarf Alþingi að spyrja sig: hver dregur línuna? Hvað ætla menn að gera þegar ríkisaðilar koma fram eins og þeim beri ekki skylda til að hlýta lögum Alþingis í þessu efnum? Í mínum huga er það býsna alvarlegt mál.“
Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira