Verstu bíóskellir ársins 2016 Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2016 10:00 Myndirnar sem eru í efstu fjórum sætunum. Versti skellur ársins í kvikmyndahúsum var ofurhetjumyndin Max Steel. Þetta kemur fram í úttekt bandaríska dagblaðsins Forbes á stærstu skellum ársins, en margir gætu haldið að þar á meðal séu stórmyndirnar Ben-Hur, Zoolander 2 og Gods of Egypt, sem voru undir væntingum þegar kom að tekjum af miðasölu, en svo fór ekki.Í fyrsta sæti yfir verstu skelli ársins er sem fyrr segir kvikmyndin Max Steel sem er byggð á leikföngum frá bandaríska leikfangaframleiðandanum Mattel. Myndin segir frá táningnum Max McGrath og geimverunni Steel sem tengjast böndum og ná þannig að nýta dulræna orku til að verða ofurhetjan Max Steel. Myndin þénaði ekki nema 4,4 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu en myndin kostaði um 10 milljónir dollara í framleiðslu, eða sem nemur 1,1 milljarði íslenskra króna.Í öðru sæti er myndin Free State of Jones með Óskarsverðlaunahafanum Matthew McConaughey í aðalhlutverki. Myndin er byggð að einhverju leyti á lífi Newton Knight, leikinn af McConaughey, og vopnaðrar uppreisnar hans gegn Suðurríkjasambandinu í Bandaríkjunum í þrælastríðinu. Myndin er skáldskapur en sækir þó mikið í í raunverulega atburði. Myndin kostaði 50 milljónir dollara í framleiðslu, eða 5,5 milljarða íslenskra króna, en þénaði aðeins 23,2 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu og voru því endurheimtur ekki nema 46 prósent.Í þriðja sæti er myndin Popstar: Never Stop Stopping. Um er að ræða háðsádeilu í heimildarmyndastíl með grínistanum Andy Samberg í aðalhlutverki en handrit myndarinnar kom frá Lonley Island-þríeykinu sem Samberg tilheyrir. Myndin segir frá tónlistarundrabarninu Connor Friel sem stofnar rapphópinn The Style Boyz ásamt æskuvinum sínum Lawrence og Owen, sem félagar Samberg úr Lonley Island, Akiva Schaffer og Jorma Taccone, leika en úr verður dramatísk atburðarás sem fylgir eftir risi og falli Connors. Myndin kostaði 20 milljónir dollara í framleiðslu en skilaði ekki nema 9,5 milljónum dollara í miðasölu á heimsvísu.Í fjórða sæti er grínhrollvekjan Pride and Prejudice and Zombies. Það eru bandarískir og breskir kvikmyndagerðarmenn sem eiga heiðurinn að þessari mynd sem er byggð á samnefndri skáldsögu sem kom út árið 2009 og gerir grín að, líkt og nafnið gefur til kynna, skáldsögu Jane Austin, Pride and Prejudice. Myndin segir frá ástum og örlögum fimm systra sem eru sendar til Kína af föður þeirra til að læra vopnaburð og bardagalistir. Móðir þeirra vill hins vegar að þær feti aðrar slóðir, finni sér ríka karla til að giftast. Þegar uppvakningar ráðast inn á dansleik tekur líf þeirra óvænta stefnu. Myndin kostaði 28 milljónir dollara í framleiðslu, 3,1 milljarð íslenskra króna, en náði aðeins 58 prósent af framleiðslukostnaðinum til baka í miðasölu á heimsvísu, eða 16,4 milljónir dollara.Í fimmta sæti er teiknimyndin Ratchet & Clank sem er byggð á samnefndum tölvuleikjakarakterum. Myndin kostaði 20 milljónir dollara í framleiðslu en skilaði ekki nema 11,8 milljónum í miðasölu á heimsvísu.Í sjötta sæti er Keeping Up with the Joneses sem segir frá njósnarapari sem flyst í rólegt úthverfi og hefur talsverð áhrif á nýju nágranna sína. Myndin skartaði stjörnum á borð við John Hamm, Zack Galifianakis, Gal Gadot og Isla Fisher í aðalhlutverkum. Kostaði 40 milljónir dollara í framleiðslu en skilaði 26,9 milljónum dollara í gegnum miðasölu á heimsvísu.Í sjöunda sæti er kvikmyndin Whiskey Tango Foxtrot með Tinu Fey í aðalhlutverki. Myndin segir frá sjónvarpskonunni Kim Baker sem er orðin þreytt á að fjalla um léttvægar fréttir og ákveður að taka starfi sem stríðsfréttaritari í Afganistan. Myndin kostaði 35 milljónir dollara en náði einungis að þéna 24,9 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Grínmyndin The Brothers Grimsby er í áttunda sæti en myndin skartar grínistanum Sacha Baron Cohen í aðalhlutverki, sem hefur í gegnum tíðina leikið óborganlega karaktera á borð við Ali G og Borat. Myndin kostaði 35 milljónir dollara í framleiðslu en fékk 28,7 milljónir dollara til baka.Í níunda sæti er Snowden með Joseph Gordon Levitt í aðalhlutverki. Um er að ræða Oliver Stone-kvikmynd um líf og störf uppljóstrarans Edward Snowden. Myndin kostaði 40 milljónir dollara í framleiðslu en þénaði 34,4 milljónir dollara í miðasölu.Í tíunda sæti er myndin Masterminds með Zach Galifianakis, Jason Sudeikis, Kristen Wiig og Kate McKinnon í aðalhlutverkum. Mynd er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá skrautlegum ræningjum í Norður Karólínu. Myndin kostaði 25 milljónir dollara í framleiðslu en þénaði 22 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Stærstu bíósmellir ársins 2016 Ofurhetjumyndir og talandi dýr eru allsráðandi. 12. desember 2016 10:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Versti skellur ársins í kvikmyndahúsum var ofurhetjumyndin Max Steel. Þetta kemur fram í úttekt bandaríska dagblaðsins Forbes á stærstu skellum ársins, en margir gætu haldið að þar á meðal séu stórmyndirnar Ben-Hur, Zoolander 2 og Gods of Egypt, sem voru undir væntingum þegar kom að tekjum af miðasölu, en svo fór ekki.Í fyrsta sæti yfir verstu skelli ársins er sem fyrr segir kvikmyndin Max Steel sem er byggð á leikföngum frá bandaríska leikfangaframleiðandanum Mattel. Myndin segir frá táningnum Max McGrath og geimverunni Steel sem tengjast böndum og ná þannig að nýta dulræna orku til að verða ofurhetjan Max Steel. Myndin þénaði ekki nema 4,4 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu en myndin kostaði um 10 milljónir dollara í framleiðslu, eða sem nemur 1,1 milljarði íslenskra króna.Í öðru sæti er myndin Free State of Jones með Óskarsverðlaunahafanum Matthew McConaughey í aðalhlutverki. Myndin er byggð að einhverju leyti á lífi Newton Knight, leikinn af McConaughey, og vopnaðrar uppreisnar hans gegn Suðurríkjasambandinu í Bandaríkjunum í þrælastríðinu. Myndin er skáldskapur en sækir þó mikið í í raunverulega atburði. Myndin kostaði 50 milljónir dollara í framleiðslu, eða 5,5 milljarða íslenskra króna, en þénaði aðeins 23,2 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu og voru því endurheimtur ekki nema 46 prósent.Í þriðja sæti er myndin Popstar: Never Stop Stopping. Um er að ræða háðsádeilu í heimildarmyndastíl með grínistanum Andy Samberg í aðalhlutverki en handrit myndarinnar kom frá Lonley Island-þríeykinu sem Samberg tilheyrir. Myndin segir frá tónlistarundrabarninu Connor Friel sem stofnar rapphópinn The Style Boyz ásamt æskuvinum sínum Lawrence og Owen, sem félagar Samberg úr Lonley Island, Akiva Schaffer og Jorma Taccone, leika en úr verður dramatísk atburðarás sem fylgir eftir risi og falli Connors. Myndin kostaði 20 milljónir dollara í framleiðslu en skilaði ekki nema 9,5 milljónum dollara í miðasölu á heimsvísu.Í fjórða sæti er grínhrollvekjan Pride and Prejudice and Zombies. Það eru bandarískir og breskir kvikmyndagerðarmenn sem eiga heiðurinn að þessari mynd sem er byggð á samnefndri skáldsögu sem kom út árið 2009 og gerir grín að, líkt og nafnið gefur til kynna, skáldsögu Jane Austin, Pride and Prejudice. Myndin segir frá ástum og örlögum fimm systra sem eru sendar til Kína af föður þeirra til að læra vopnaburð og bardagalistir. Móðir þeirra vill hins vegar að þær feti aðrar slóðir, finni sér ríka karla til að giftast. Þegar uppvakningar ráðast inn á dansleik tekur líf þeirra óvænta stefnu. Myndin kostaði 28 milljónir dollara í framleiðslu, 3,1 milljarð íslenskra króna, en náði aðeins 58 prósent af framleiðslukostnaðinum til baka í miðasölu á heimsvísu, eða 16,4 milljónir dollara.Í fimmta sæti er teiknimyndin Ratchet & Clank sem er byggð á samnefndum tölvuleikjakarakterum. Myndin kostaði 20 milljónir dollara í framleiðslu en skilaði ekki nema 11,8 milljónum í miðasölu á heimsvísu.Í sjötta sæti er Keeping Up with the Joneses sem segir frá njósnarapari sem flyst í rólegt úthverfi og hefur talsverð áhrif á nýju nágranna sína. Myndin skartaði stjörnum á borð við John Hamm, Zack Galifianakis, Gal Gadot og Isla Fisher í aðalhlutverkum. Kostaði 40 milljónir dollara í framleiðslu en skilaði 26,9 milljónum dollara í gegnum miðasölu á heimsvísu.Í sjöunda sæti er kvikmyndin Whiskey Tango Foxtrot með Tinu Fey í aðalhlutverki. Myndin segir frá sjónvarpskonunni Kim Baker sem er orðin þreytt á að fjalla um léttvægar fréttir og ákveður að taka starfi sem stríðsfréttaritari í Afganistan. Myndin kostaði 35 milljónir dollara en náði einungis að þéna 24,9 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Grínmyndin The Brothers Grimsby er í áttunda sæti en myndin skartar grínistanum Sacha Baron Cohen í aðalhlutverki, sem hefur í gegnum tíðina leikið óborganlega karaktera á borð við Ali G og Borat. Myndin kostaði 35 milljónir dollara í framleiðslu en fékk 28,7 milljónir dollara til baka.Í níunda sæti er Snowden með Joseph Gordon Levitt í aðalhlutverki. Um er að ræða Oliver Stone-kvikmynd um líf og störf uppljóstrarans Edward Snowden. Myndin kostaði 40 milljónir dollara í framleiðslu en þénaði 34,4 milljónir dollara í miðasölu.Í tíunda sæti er myndin Masterminds með Zach Galifianakis, Jason Sudeikis, Kristen Wiig og Kate McKinnon í aðalhlutverkum. Mynd er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá skrautlegum ræningjum í Norður Karólínu. Myndin kostaði 25 milljónir dollara í framleiðslu en þénaði 22 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Stærstu bíósmellir ársins 2016 Ofurhetjumyndir og talandi dýr eru allsráðandi. 12. desember 2016 10:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45
Stærstu bíósmellir ársins 2016 Ofurhetjumyndir og talandi dýr eru allsráðandi. 12. desember 2016 10:00