Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 108-74 | Hólmarar áttu ekki séns Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2016 20:30 Vísir KR vann auðveldan sigur á botnliði Snæfells, 108-74, í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram Í DHL-höllinni vestur í bæ. Snæfellingar héldu aðeins í við Íslandsmeistarana í fyrsta leikhluta en eftir það var leikurinn í raun búinn. KR-ingar með mikið betra lið og unnu sannfærandi sigur. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig en stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna KR.Af hverju vann KR? Það er kannski ekki flókinn ástæða fyrir því, liðið er einfaldlega miklu betra en Snæfell. Skotnýting KR-inga í kvöld var frábær og það gerði lífið ekki auðveldara fyrir Hólmara. Þetta var leikur milli Davíðs og Golíats.Bestu menn vallarins Brynjar Þór Björnsson var magnaður í liði KR, og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Í þeim síðari fengu ungu strákarnir í liði heimamann tækifærið og nýttu það vel.Tölfræði sem vakti athygli KR-liðið var með um 60% skotnýtingu bæði fyrir utan þriggja stig línuna og einnig í tveggja stiga skotum. Það er auðvitað alveg út í hött gott.Hvað gekk illa ? Snæfellingar réðu bara ekki við hraðan og reynsluna hjá KR-liðinu og áttu í raun aldrei séns. Það er erfitt að segja að eitthvað sérstakt hafi gengið illa hjá Snæfellingum, þeir voru almennt ekki nægilega góðir. Ingi: Viljum bara verða betriIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Til að byrja með var þessi leikur spennandi og ég er ánægður með það hvernig mínir menn mættu til leiks,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „Hittni KR-ingar í kvöld var óeðlilega góð, og ég hefði viljað sjá þessa hittni á móti Njarðvík en ekki á móti okkur. Þetta er bara frábært lið og enginn skömm að tapa fyrir KR. Fimmtíu stiga tap hefði ekkert verið óeðlileg úrslit.“ Ingi sagðist alls ekki vera óánægður með liðið, fyrir utan einn mann og það var Sefton Barrett. „KR-ingarnir voru mjög vel tengdir hér í dag og greinilegt að æðiskastið hans Finns hefur kveikt í þeim og þeir hafa verið það stressaðir að þeir hafi ekki viljað klúðra því.“ Hann segir það ekki skipta neinu máli á móti hverjum Snæfell spili, markmiðið sé alltaf að reyna verða betri og betri. „Við erum ekki nægilega sterkir líkamlega séð og það bitnar á varnarleiknum. Stundum vantar líka bara upp á samskiptin.“ Brynjar: Skrítið að gíra sig upp í leik sem þú veist að þú ert að fara vinnaBrynjar í leik með KR„Það er kannski erfitt að taka eitthvað út úr svona ójöfnum leik,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn. „Mér fannst við bara nálgast leikinn á jákvæðan máta, það er erfitt að gíra sig upp í leik við lið sem maður veit í raun og veru að maður er alltaf að fara vinna.“ Brynjar segir að Snæfellingarnir hafi oft á tíðum spilað mjög vel í kvöld og látið KR-inga hafa fyrir hlutunum. „Við treystum aðeins of mikið á stökkskotin í kvöld og við vorum að hitta rosalega vel. Ef við hefðum ekki verið að hitta, þá hefði þetta kannski verið 15-20 stiga sigur. Við verðum að keyra aðeins meira á körfuna.“ Brynjar segir að liðið sé ekkert að fara tapa mörgum leikjum í DHL-höllinni, þó að það hafi gerst í tvígang að undanförnu. „Við ætlum okkur deildarameistaratitilinn en það hefur reynst okkur gríðarlega vel undanfarin ár, að eiga alltaf oddaleikina hér á heimavelli.“ KR-Snæfell 108-74 (31-21, 27-19, 22-14, 28-20) KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Cedrick Taylor Bowen 18/10 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/6 fráköst, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/13 fráköst/14 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 8, Snorri Hrafnkelsson 4/4 fráköst/4 varin skot, Benedikt Lárusson 2, Karvel Ágúst Schram 2, Sigvaldi Eggertsson 2.Snæfell: Sefton Barrett 20/13 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Andrée Fares Michelsson 15, Þorbergur Helgi Sæþórsson 10/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 9, Snjólfur Björnsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 6, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Maciej Klimaszewski 2. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
KR vann auðveldan sigur á botnliði Snæfells, 108-74, í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram Í DHL-höllinni vestur í bæ. Snæfellingar héldu aðeins í við Íslandsmeistarana í fyrsta leikhluta en eftir það var leikurinn í raun búinn. KR-ingar með mikið betra lið og unnu sannfærandi sigur. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig en stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna KR.Af hverju vann KR? Það er kannski ekki flókinn ástæða fyrir því, liðið er einfaldlega miklu betra en Snæfell. Skotnýting KR-inga í kvöld var frábær og það gerði lífið ekki auðveldara fyrir Hólmara. Þetta var leikur milli Davíðs og Golíats.Bestu menn vallarins Brynjar Þór Björnsson var magnaður í liði KR, og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Í þeim síðari fengu ungu strákarnir í liði heimamann tækifærið og nýttu það vel.Tölfræði sem vakti athygli KR-liðið var með um 60% skotnýtingu bæði fyrir utan þriggja stig línuna og einnig í tveggja stiga skotum. Það er auðvitað alveg út í hött gott.Hvað gekk illa ? Snæfellingar réðu bara ekki við hraðan og reynsluna hjá KR-liðinu og áttu í raun aldrei séns. Það er erfitt að segja að eitthvað sérstakt hafi gengið illa hjá Snæfellingum, þeir voru almennt ekki nægilega góðir. Ingi: Viljum bara verða betriIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Til að byrja með var þessi leikur spennandi og ég er ánægður með það hvernig mínir menn mættu til leiks,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „Hittni KR-ingar í kvöld var óeðlilega góð, og ég hefði viljað sjá þessa hittni á móti Njarðvík en ekki á móti okkur. Þetta er bara frábært lið og enginn skömm að tapa fyrir KR. Fimmtíu stiga tap hefði ekkert verið óeðlileg úrslit.“ Ingi sagðist alls ekki vera óánægður með liðið, fyrir utan einn mann og það var Sefton Barrett. „KR-ingarnir voru mjög vel tengdir hér í dag og greinilegt að æðiskastið hans Finns hefur kveikt í þeim og þeir hafa verið það stressaðir að þeir hafi ekki viljað klúðra því.“ Hann segir það ekki skipta neinu máli á móti hverjum Snæfell spili, markmiðið sé alltaf að reyna verða betri og betri. „Við erum ekki nægilega sterkir líkamlega séð og það bitnar á varnarleiknum. Stundum vantar líka bara upp á samskiptin.“ Brynjar: Skrítið að gíra sig upp í leik sem þú veist að þú ert að fara vinnaBrynjar í leik með KR„Það er kannski erfitt að taka eitthvað út úr svona ójöfnum leik,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn. „Mér fannst við bara nálgast leikinn á jákvæðan máta, það er erfitt að gíra sig upp í leik við lið sem maður veit í raun og veru að maður er alltaf að fara vinna.“ Brynjar segir að Snæfellingarnir hafi oft á tíðum spilað mjög vel í kvöld og látið KR-inga hafa fyrir hlutunum. „Við treystum aðeins of mikið á stökkskotin í kvöld og við vorum að hitta rosalega vel. Ef við hefðum ekki verið að hitta, þá hefði þetta kannski verið 15-20 stiga sigur. Við verðum að keyra aðeins meira á körfuna.“ Brynjar segir að liðið sé ekkert að fara tapa mörgum leikjum í DHL-höllinni, þó að það hafi gerst í tvígang að undanförnu. „Við ætlum okkur deildarameistaratitilinn en það hefur reynst okkur gríðarlega vel undanfarin ár, að eiga alltaf oddaleikina hér á heimavelli.“ KR-Snæfell 108-74 (31-21, 27-19, 22-14, 28-20) KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Cedrick Taylor Bowen 18/10 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/6 fráköst, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/13 fráköst/14 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 8, Snorri Hrafnkelsson 4/4 fráköst/4 varin skot, Benedikt Lárusson 2, Karvel Ágúst Schram 2, Sigvaldi Eggertsson 2.Snæfell: Sefton Barrett 20/13 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Andrée Fares Michelsson 15, Þorbergur Helgi Sæþórsson 10/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 9, Snjólfur Björnsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 6, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Maciej Klimaszewski 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira