Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2016 18:06 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. Þetta segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar í samtali við fréttastofu. Á fundinum í dag stóð til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru með tillögu inn á fundinn sem byggir á hugmyndum þessara flokka um uppboð 3-4 prósent aflaheimilda í sjávarútvegi og sérstökum nýtingarsamningum eftir uppboð sem myndu gilda í 25-33 ár. Benedikt segir að ekki hafi tekist að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þar sem mestur tími hafi farið í ríkisfjármálin. „Við tókum saman okkar skoðanir í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum og dreifðum því á fundinum en það var ekki rætt sérstaklega. Við vorum aðallega að ræða ríkisfjármálin.“Þið hafið ekki fengið viðbrögð hinna flokkanna við tillögu ykkar í Viðreisn og Bjartri framtíð um uppboðsleið og nýtingarsamninga til 25-33 ára? „Nei, við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Við ákváðum núna að halda þessu spjalli áfram um helgina. Þetta hafa verið gagnlegar viðræður og menn hafa komið mjög lausnamiðaðir að borðinu. Það hefur haft mikið að segja að flokkarnir fjórir voru búnir að ræða saman í síðustu viku og voru komnir á svipaðar slóðir varðandi þessar kerfisumbætur.“Ertu vongóður um að þessi ríkisstjórn verði mynduð? „Það er of snemmt að segja til um það en fólk væri ekki að halda áfram spjallinu nema það héldi í alvöru að það væri einhver meining með því,“ segir Benedikt Jóhanneson formaður Viðreisnar. Uppfært: 19:24 Flokkarnir fimm hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um gang viðræðanna. Þar segir að næsti fundur flokkanna verði fyrir hádegi á morgun. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðnaFöstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Með vísan til fyrri yfirlýsingar var strax leitast eftir að ná samstöðu um að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð, Viðreisn, Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna.Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum.Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.Við munum upplýsa um niðurstöður þeirra funda með sameiginlegri yfirlýsingu þegar tilefni er til.Benedikt Jóhannesson, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson og Óttarr Proppé. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. Þetta segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar í samtali við fréttastofu. Á fundinum í dag stóð til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru með tillögu inn á fundinn sem byggir á hugmyndum þessara flokka um uppboð 3-4 prósent aflaheimilda í sjávarútvegi og sérstökum nýtingarsamningum eftir uppboð sem myndu gilda í 25-33 ár. Benedikt segir að ekki hafi tekist að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þar sem mestur tími hafi farið í ríkisfjármálin. „Við tókum saman okkar skoðanir í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum og dreifðum því á fundinum en það var ekki rætt sérstaklega. Við vorum aðallega að ræða ríkisfjármálin.“Þið hafið ekki fengið viðbrögð hinna flokkanna við tillögu ykkar í Viðreisn og Bjartri framtíð um uppboðsleið og nýtingarsamninga til 25-33 ára? „Nei, við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Við ákváðum núna að halda þessu spjalli áfram um helgina. Þetta hafa verið gagnlegar viðræður og menn hafa komið mjög lausnamiðaðir að borðinu. Það hefur haft mikið að segja að flokkarnir fjórir voru búnir að ræða saman í síðustu viku og voru komnir á svipaðar slóðir varðandi þessar kerfisumbætur.“Ertu vongóður um að þessi ríkisstjórn verði mynduð? „Það er of snemmt að segja til um það en fólk væri ekki að halda áfram spjallinu nema það héldi í alvöru að það væri einhver meining með því,“ segir Benedikt Jóhanneson formaður Viðreisnar. Uppfært: 19:24 Flokkarnir fimm hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um gang viðræðanna. Þar segir að næsti fundur flokkanna verði fyrir hádegi á morgun. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðnaFöstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Með vísan til fyrri yfirlýsingar var strax leitast eftir að ná samstöðu um að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð, Viðreisn, Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna.Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum.Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.Við munum upplýsa um niðurstöður þeirra funda með sameiginlegri yfirlýsingu þegar tilefni er til.Benedikt Jóhannesson, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson og Óttarr Proppé.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira