Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2016 18:06 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. Þetta segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar í samtali við fréttastofu. Á fundinum í dag stóð til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru með tillögu inn á fundinn sem byggir á hugmyndum þessara flokka um uppboð 3-4 prósent aflaheimilda í sjávarútvegi og sérstökum nýtingarsamningum eftir uppboð sem myndu gilda í 25-33 ár. Benedikt segir að ekki hafi tekist að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þar sem mestur tími hafi farið í ríkisfjármálin. „Við tókum saman okkar skoðanir í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum og dreifðum því á fundinum en það var ekki rætt sérstaklega. Við vorum aðallega að ræða ríkisfjármálin.“Þið hafið ekki fengið viðbrögð hinna flokkanna við tillögu ykkar í Viðreisn og Bjartri framtíð um uppboðsleið og nýtingarsamninga til 25-33 ára? „Nei, við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Við ákváðum núna að halda þessu spjalli áfram um helgina. Þetta hafa verið gagnlegar viðræður og menn hafa komið mjög lausnamiðaðir að borðinu. Það hefur haft mikið að segja að flokkarnir fjórir voru búnir að ræða saman í síðustu viku og voru komnir á svipaðar slóðir varðandi þessar kerfisumbætur.“Ertu vongóður um að þessi ríkisstjórn verði mynduð? „Það er of snemmt að segja til um það en fólk væri ekki að halda áfram spjallinu nema það héldi í alvöru að það væri einhver meining með því,“ segir Benedikt Jóhanneson formaður Viðreisnar. Uppfært: 19:24 Flokkarnir fimm hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um gang viðræðanna. Þar segir að næsti fundur flokkanna verði fyrir hádegi á morgun. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðnaFöstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Með vísan til fyrri yfirlýsingar var strax leitast eftir að ná samstöðu um að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð, Viðreisn, Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna.Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum.Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.Við munum upplýsa um niðurstöður þeirra funda með sameiginlegri yfirlýsingu þegar tilefni er til.Benedikt Jóhannesson, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson og Óttarr Proppé. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. Þetta segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar í samtali við fréttastofu. Á fundinum í dag stóð til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru með tillögu inn á fundinn sem byggir á hugmyndum þessara flokka um uppboð 3-4 prósent aflaheimilda í sjávarútvegi og sérstökum nýtingarsamningum eftir uppboð sem myndu gilda í 25-33 ár. Benedikt segir að ekki hafi tekist að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þar sem mestur tími hafi farið í ríkisfjármálin. „Við tókum saman okkar skoðanir í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum og dreifðum því á fundinum en það var ekki rætt sérstaklega. Við vorum aðallega að ræða ríkisfjármálin.“Þið hafið ekki fengið viðbrögð hinna flokkanna við tillögu ykkar í Viðreisn og Bjartri framtíð um uppboðsleið og nýtingarsamninga til 25-33 ára? „Nei, við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Við ákváðum núna að halda þessu spjalli áfram um helgina. Þetta hafa verið gagnlegar viðræður og menn hafa komið mjög lausnamiðaðir að borðinu. Það hefur haft mikið að segja að flokkarnir fjórir voru búnir að ræða saman í síðustu viku og voru komnir á svipaðar slóðir varðandi þessar kerfisumbætur.“Ertu vongóður um að þessi ríkisstjórn verði mynduð? „Það er of snemmt að segja til um það en fólk væri ekki að halda áfram spjallinu nema það héldi í alvöru að það væri einhver meining með því,“ segir Benedikt Jóhanneson formaður Viðreisnar. Uppfært: 19:24 Flokkarnir fimm hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um gang viðræðanna. Þar segir að næsti fundur flokkanna verði fyrir hádegi á morgun. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðnaFöstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Með vísan til fyrri yfirlýsingar var strax leitast eftir að ná samstöðu um að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð, Viðreisn, Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna.Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum.Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.Við munum upplýsa um niðurstöður þeirra funda með sameiginlegri yfirlýsingu þegar tilefni er til.Benedikt Jóhannesson, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson og Óttarr Proppé.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira