Bólubasl prinsessunnar Elín Albertsdóttir skrifar 9. desember 2016 10:15 Viggó er himinglaður með nýju barnabókina sína, Konungborna bólubaslið, enda finnst krökkunum hún ofboðslega skemmtileg. MYND/VILHELM Viggó I. Jónasson var að gefa út sína fyrstu bók, barnabókina Konungborna bólubaslið, ásamt teiknaranum Ara Yates. Bókin er skemmtilega myndskreytt saga af fagurri prinsessu sem er elskuð og dáð en er samt með stórt vandamál. Viggó segist lengi hafa verið skúffurithöfundur. „Ég hef alltaf haft gaman af því að segja sögur, skrifa þær gjarnan niður og set þær síðan ofan í skúffu. Þessi saga varð til fyrir dóttur mína sem er sjö ára. Ég þurfti að finna upp á einhverju uppátæki með henni. Það byrjaði á bullsögu sem ég teiknaði myndir með og þetta hélt henni hugfanginni,“ útskýrir Viggó. „Ég er reyndar slæmur teiknari en það kom ekki að sök því að úr þessu fæddist grunnurinn að þessari sögu. Bókin er um prinsessu en er þó ekki hefðbundin prinsessubók. Þar sem dóttir mín þurfti gjarnan að prófa nokkur dress áður en hún ákvað hverju hún vildi klæðast ákvað ég að nota söguna til að koma í veg fyrir útlitsdýrkun. Sagan hefur því þann boðskap að útlitið skipti ekki öllu máli,“ greinir Viggó frá.Teikningarnar skipta máli Viggó á þrjú börn, 12, 7 og 3 ára. Hann segist alltaf hafa haft gaman af því að segja börnunum sögur en aldrei hugsað út í að gefa þær út fyrr en þessi varð til. „Áður en börnin mín fæddust sagði ég öðrum börnum í fjölskyldunni sögur. Ég hef hins vegar aldrei klárað sögurnar fullkomlega þar sem þær lentu alltaf ofan í skúffu. Prinsessan hitti hins vegar ekki í skúffuna,“ segir Viggó glettinn. Hann fékk Ara Yates til að teikna söguna með mjög góðum árangri. „Mér var einu sinni sagt að teiknistíllinn minn væri eins og hjá risavöxnu barni sem samt væri með augu fullorðins manns,“ segir Viggó og hlær. „Ari er hins vegar þvílíkt fær listamaður og myndirnar gera bókina að því sem hún er. Sjálfur skrifaði ég bókina meðfram vinnu minni á kvöldin og um helgar. Það gat stundum verið erfitt að fá næði frá þremur börnum en hver mínúta sem gafst var vel notuð. Þetta er hjá mér eins og öðrum, þegar vinnupakkinn er búinn tekur fjölskyldupakkinn við,“ segir Viggó sem er þjónustufulltrúi hjá Tryggingamiðlun. Hann starfaði um tveggja ára skeið sem blaðamaður hjá Blaðinu og 24 stundum en í hruninu réðst hann í að setja upp tölvuleikjafyrirtæki ásamt fleirum sem nú hefur hætt rekstri.Les upp á leikskólum Viggó segir að bókin sé fyrir börn frá tveggja, þriggja upp í átta ára. Hann hefur fengið góð viðbrögð frá fólki, sérstaklega börnum, en hann og Ari hafa lesið upp úr bókinni á leikskólum. „Ég er óþekktur höfundur og það getur verið erfitt að koma sér á framfæri í jólabókaflóðinu. Bókaútgáfan Hringur gefur bókina út og þetta er annað starfsárið hennar. Í fyrra gaf Hringur út bók um sögu Bítlanna. Mér fannst ótrúlega gaman að fá bókina í hendur en ég hafði engum sagt frá henni nema mínum allra nánustu. Ég er svartsýnn að eðlisfari og var alltaf viss um að eitthvað myndi klúðrast í ferlinu. Þess vegna trúði ég ekki að bókin kæmi út fyrr en ég hélt á henni. Það var ljúf tilfinning,“ segir Viggó. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Viggó I. Jónasson var að gefa út sína fyrstu bók, barnabókina Konungborna bólubaslið, ásamt teiknaranum Ara Yates. Bókin er skemmtilega myndskreytt saga af fagurri prinsessu sem er elskuð og dáð en er samt með stórt vandamál. Viggó segist lengi hafa verið skúffurithöfundur. „Ég hef alltaf haft gaman af því að segja sögur, skrifa þær gjarnan niður og set þær síðan ofan í skúffu. Þessi saga varð til fyrir dóttur mína sem er sjö ára. Ég þurfti að finna upp á einhverju uppátæki með henni. Það byrjaði á bullsögu sem ég teiknaði myndir með og þetta hélt henni hugfanginni,“ útskýrir Viggó. „Ég er reyndar slæmur teiknari en það kom ekki að sök því að úr þessu fæddist grunnurinn að þessari sögu. Bókin er um prinsessu en er þó ekki hefðbundin prinsessubók. Þar sem dóttir mín þurfti gjarnan að prófa nokkur dress áður en hún ákvað hverju hún vildi klæðast ákvað ég að nota söguna til að koma í veg fyrir útlitsdýrkun. Sagan hefur því þann boðskap að útlitið skipti ekki öllu máli,“ greinir Viggó frá.Teikningarnar skipta máli Viggó á þrjú börn, 12, 7 og 3 ára. Hann segist alltaf hafa haft gaman af því að segja börnunum sögur en aldrei hugsað út í að gefa þær út fyrr en þessi varð til. „Áður en börnin mín fæddust sagði ég öðrum börnum í fjölskyldunni sögur. Ég hef hins vegar aldrei klárað sögurnar fullkomlega þar sem þær lentu alltaf ofan í skúffu. Prinsessan hitti hins vegar ekki í skúffuna,“ segir Viggó glettinn. Hann fékk Ara Yates til að teikna söguna með mjög góðum árangri. „Mér var einu sinni sagt að teiknistíllinn minn væri eins og hjá risavöxnu barni sem samt væri með augu fullorðins manns,“ segir Viggó og hlær. „Ari er hins vegar þvílíkt fær listamaður og myndirnar gera bókina að því sem hún er. Sjálfur skrifaði ég bókina meðfram vinnu minni á kvöldin og um helgar. Það gat stundum verið erfitt að fá næði frá þremur börnum en hver mínúta sem gafst var vel notuð. Þetta er hjá mér eins og öðrum, þegar vinnupakkinn er búinn tekur fjölskyldupakkinn við,“ segir Viggó sem er þjónustufulltrúi hjá Tryggingamiðlun. Hann starfaði um tveggja ára skeið sem blaðamaður hjá Blaðinu og 24 stundum en í hruninu réðst hann í að setja upp tölvuleikjafyrirtæki ásamt fleirum sem nú hefur hætt rekstri.Les upp á leikskólum Viggó segir að bókin sé fyrir börn frá tveggja, þriggja upp í átta ára. Hann hefur fengið góð viðbrögð frá fólki, sérstaklega börnum, en hann og Ari hafa lesið upp úr bókinni á leikskólum. „Ég er óþekktur höfundur og það getur verið erfitt að koma sér á framfæri í jólabókaflóðinu. Bókaútgáfan Hringur gefur bókina út og þetta er annað starfsárið hennar. Í fyrra gaf Hringur út bók um sögu Bítlanna. Mér fannst ótrúlega gaman að fá bókina í hendur en ég hafði engum sagt frá henni nema mínum allra nánustu. Ég er svartsýnn að eðlisfari og var alltaf viss um að eitthvað myndi klúðrast í ferlinu. Þess vegna trúði ég ekki að bókin kæmi út fyrr en ég hélt á henni. Það var ljúf tilfinning,“ segir Viggó.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira