Angela Merkel vill fjórða kjörtímabilið Una Sighvatsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 19:00 Enginn vafi er á því að Angela Merkel er einn merkasti stjórnmálaleiðtogi seinni tíma í Evrópu. Hún hefur nú verið kanslari Þýskalands í ellefu ár og höfðu lengi verið vangaveltur um hvort þessi valdamesta kona heims myndi bjóða sig fram enn á ný í komandi kosningum í Þýskalandi 2017. Í dag batt hún endi á óvissuna þegar hún tilkynnti, fyrst samstarfsfólki sínu í Kristilega demókrataflokknum og loks fjölmiðlum, að hún sækist eftir endurkjöri. Engin mörk eru á því hve mörg kjörtímabil þýskir kanslarar geta setið. Bæti Merkel því fjórða við mun hún jafna met Helmut Kohl sem var kanslari í 16 ár.Nýtur enn mikils persónufylgis Merkel hefur í stjórnartíð sinni glímt við risavaxnar áskoranir eins og kreppuna á evrusvæðinu og mestu fjölgun flóttafólks í álfunni frá Síðari heimsstyrjöld. Sagan mun dæma um hvort ákvörðun hennar um að opna landamæri Þýskalands fyrir fólki í neyð var rétt en til skamms tíma hefur það reynst Kristilegum demókrötum dýrkeypt í fylgi. En þótt vinsældir Merkel hafi dalað nýtur hún enn ótrúlega mikils persónufylgis. Samkvæmt skoðanakönnun sem þýska blaðið Bild am Sonntag birti í dag styðja 55 prósent Þjóðverja, meira en helmingur kjósenda, fjórða kjörtímabil Merkel sem kanslara, en 39% vilja sjá hana hverfa á braut.Merkel í fylkingabrjósti frjálslyndis Margir líta nú Merkel sem helsta leiðtoga frjálslyndis og stöðugleika á Vesturöndum í dag, en ljóst er að á brattann verður að sækja fyrir hana á næsta kjörtímabili, haldi hún völdum. Merkel hefur þegar misst einn sinn helsta bandamann á alþjóðasviðinu, Barack Obama, og kjör Donald Trump er talið geta gefið hægriflokkum Evrópu byr undir báða vængi. Þar á meðal eru Alternativ für Deutscland í heimalandi hennar og Front National í Frakklandi.Franska þjóðfylkingin sækir fram Þar í landi fer verður einnig kjörinn þjóðarleiðtogi á næsta ári og er Francoise Holland talinn eiga llitla möguleika á endurkjöri. Skoðanakannanir til þess að valið muni standa milli Marine Le Pen, leiðtoga hægri öfgamanna, og frambjóðanda Lýðveldisflokksins, en fyrri hluti forkosninga Lýðveldisflokksins fer fram í dag og í framboði eru meðal annars Nicolas Sarkozy og Alain Juppe fyrrverandi forsætisráðherra. Úrslitin í Frakklandi gætu haft mikið að segja um framhald stjórnartíðar Merkel, og um leið stefnu Evrópu allrar næstu árin. Donald Trump Tengdar fréttir Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Enginn vafi er á því að Angela Merkel er einn merkasti stjórnmálaleiðtogi seinni tíma í Evrópu. Hún hefur nú verið kanslari Þýskalands í ellefu ár og höfðu lengi verið vangaveltur um hvort þessi valdamesta kona heims myndi bjóða sig fram enn á ný í komandi kosningum í Þýskalandi 2017. Í dag batt hún endi á óvissuna þegar hún tilkynnti, fyrst samstarfsfólki sínu í Kristilega demókrataflokknum og loks fjölmiðlum, að hún sækist eftir endurkjöri. Engin mörk eru á því hve mörg kjörtímabil þýskir kanslarar geta setið. Bæti Merkel því fjórða við mun hún jafna met Helmut Kohl sem var kanslari í 16 ár.Nýtur enn mikils persónufylgis Merkel hefur í stjórnartíð sinni glímt við risavaxnar áskoranir eins og kreppuna á evrusvæðinu og mestu fjölgun flóttafólks í álfunni frá Síðari heimsstyrjöld. Sagan mun dæma um hvort ákvörðun hennar um að opna landamæri Þýskalands fyrir fólki í neyð var rétt en til skamms tíma hefur það reynst Kristilegum demókrötum dýrkeypt í fylgi. En þótt vinsældir Merkel hafi dalað nýtur hún enn ótrúlega mikils persónufylgis. Samkvæmt skoðanakönnun sem þýska blaðið Bild am Sonntag birti í dag styðja 55 prósent Þjóðverja, meira en helmingur kjósenda, fjórða kjörtímabil Merkel sem kanslara, en 39% vilja sjá hana hverfa á braut.Merkel í fylkingabrjósti frjálslyndis Margir líta nú Merkel sem helsta leiðtoga frjálslyndis og stöðugleika á Vesturöndum í dag, en ljóst er að á brattann verður að sækja fyrir hana á næsta kjörtímabili, haldi hún völdum. Merkel hefur þegar misst einn sinn helsta bandamann á alþjóðasviðinu, Barack Obama, og kjör Donald Trump er talið geta gefið hægriflokkum Evrópu byr undir báða vængi. Þar á meðal eru Alternativ für Deutscland í heimalandi hennar og Front National í Frakklandi.Franska þjóðfylkingin sækir fram Þar í landi fer verður einnig kjörinn þjóðarleiðtogi á næsta ári og er Francoise Holland talinn eiga llitla möguleika á endurkjöri. Skoðanakannanir til þess að valið muni standa milli Marine Le Pen, leiðtoga hægri öfgamanna, og frambjóðanda Lýðveldisflokksins, en fyrri hluti forkosninga Lýðveldisflokksins fer fram í dag og í framboði eru meðal annars Nicolas Sarkozy og Alain Juppe fyrrverandi forsætisráðherra. Úrslitin í Frakklandi gætu haft mikið að segja um framhald stjórnartíðar Merkel, og um leið stefnu Evrópu allrar næstu árin.
Donald Trump Tengdar fréttir Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent