„Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar eru ósáttir. Vísir/Ernir Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu. Ef að það er þannig að kennari getur ekki lifað af launum sínum, ef að sveitarfélögin eru ekki samkeppnisfær við ríkið þá verður bara að skila þessu yfir á ríkið,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið 1996 var kennsla í grunnskólum og rekstur sérskóla færð frá ríkinu til sveitarfélaganna og frá þeim tíma báru sveitarfélögin ein ábyrgð á rekstri þeirra.Grunnskólakennarar ræða við borgarstjóra í síðustu viku.vísir/eyþórÁkvörðun kjararáðs um hækku launa ráðamanna var kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum kennurum og hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Hafa minnst ellefu uppsagnir borist frá kennurum í skólum Reykjavíkurborgar. Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur og segir Ólafur að það sé ekki boðlegt að kennarar þurfi að taka sér aukavinnu til að ná endum saman. „Þetta er spurning um að þú getir lifað af vinunni þinni. Þú átt ekki að þurfa að vera í þremur til fjórum vinnum til að ná endum saman. Við erum með mjög mikið af fólki sem vinnur aukavinnu og helgarvinnu,“ sagði Ólafur. Ljóst sé að mörg önnur störf en kennarastörfin séu í boði í samfélaginu í dag, mörg mun betur borguð en kennaralaunin og því sé freistandi fyrir kennara að yfirgefa kennarastarfið og sækja á ný mið. Ólafur gagnrýnir sveitarfélögin fyrir að greiða lægri laun en ríkið fyrir sambærileg störf. „Í dag held ég að meðallaun í framhaldsskóla séu 560 þúsund, þau eru rúmlega 480 þúsund í grunnskóla. Þetta eru sambærileg störf. Það gengur ekki að sveitarfélögin séu alltaf að borga minna en ríkið. Þetta er ekkert bara hjá kennurum, almennt er það þannig að starfsmenn sveitarfélaga eru á lélegri launum en starfsmenn ríkisins,“ sagði Ólafur.Hafa sveitarfélögin efni á að borga betri laun?„Ef þú spyrð sveitarfélögin segja þau væntanlega nei. Ef að þú ræður ekki við verkefnið þarftu að finna annan til að sinna því.“ Kjaramál Tengdar fréttir Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30 Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45 Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36 Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu. Ef að það er þannig að kennari getur ekki lifað af launum sínum, ef að sveitarfélögin eru ekki samkeppnisfær við ríkið þá verður bara að skila þessu yfir á ríkið,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið 1996 var kennsla í grunnskólum og rekstur sérskóla færð frá ríkinu til sveitarfélaganna og frá þeim tíma báru sveitarfélögin ein ábyrgð á rekstri þeirra.Grunnskólakennarar ræða við borgarstjóra í síðustu viku.vísir/eyþórÁkvörðun kjararáðs um hækku launa ráðamanna var kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum kennurum og hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Hafa minnst ellefu uppsagnir borist frá kennurum í skólum Reykjavíkurborgar. Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur og segir Ólafur að það sé ekki boðlegt að kennarar þurfi að taka sér aukavinnu til að ná endum saman. „Þetta er spurning um að þú getir lifað af vinunni þinni. Þú átt ekki að þurfa að vera í þremur til fjórum vinnum til að ná endum saman. Við erum með mjög mikið af fólki sem vinnur aukavinnu og helgarvinnu,“ sagði Ólafur. Ljóst sé að mörg önnur störf en kennarastörfin séu í boði í samfélaginu í dag, mörg mun betur borguð en kennaralaunin og því sé freistandi fyrir kennara að yfirgefa kennarastarfið og sækja á ný mið. Ólafur gagnrýnir sveitarfélögin fyrir að greiða lægri laun en ríkið fyrir sambærileg störf. „Í dag held ég að meðallaun í framhaldsskóla séu 560 þúsund, þau eru rúmlega 480 þúsund í grunnskóla. Þetta eru sambærileg störf. Það gengur ekki að sveitarfélögin séu alltaf að borga minna en ríkið. Þetta er ekkert bara hjá kennurum, almennt er það þannig að starfsmenn sveitarfélaga eru á lélegri launum en starfsmenn ríkisins,“ sagði Ólafur.Hafa sveitarfélögin efni á að borga betri laun?„Ef þú spyrð sveitarfélögin segja þau væntanlega nei. Ef að þú ræður ekki við verkefnið þarftu að finna annan til að sinna því.“
Kjaramál Tengdar fréttir Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30 Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45 Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36 Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30
Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45
Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36
Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48