Íslenska Evrópuævintýrið ekki nóg til að fá tilnefningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 10:00 Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í sigrinum á Englendingum. Vísir/Getty Joe Allen, miðjumaður Stoke City, er einn þeirra sem koma til greina í úrvalslið UEFA fyrir árið 2016. Enginn Íslendingur er aftur á móti á 40 manna listanum. Íslenska fótboltalandsliðið var spútnikliðið á EM í Frakklandi síðasta sumar ásamt landsliði Wales. Ísland komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá karlalandsliðum og Wales fór í undanúrslit á fyrsta stórmóti sínu frá HM 1958. Velsku landsliðsmennirnir Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale eru allir tilnefndir en hvergi má sjá nafn Gylfa Þórs Sigurðsson, Ragnars Sigurðssonar eða Kára Árnasonar. Íslensku landsliðsmennirnir fóru þetta mikið á liðsheildinni og það má líta á þessar tilnefningar sem enn frekari sönnun þess. Íslensku strákarnir eru heldur ekki að spila með bestu liðunum í bestu deildunum og það hjálpar heldur ekki til. Málið er bara að ef það var einhvern tímann von um að sjá íslenskan leikmann koma til greina í lið ársins hjá UEFA þá var það núna. Allen og Ramsey eru tveir af tólf leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem komast á þennan 40 manna lista og besta deildin í Evrópu er því ekki að skila alltof mörgum mönnum inn. Hinir eru Riyad Mahrez, N'Golo Kante, Toby Alderweireld, Laurent Koscielny, Paul Pogba, Kevin de Bruyne, Dimitri Payet, Sergio Aguero, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic. Evrópumeistarar Real Madrid eiga flesta menn á listanum eða alls átta leikmenn. Þeir eru Keylor Navas, Sergio Ramos, Dani Carvajal, Pepe, Luka Modric, Toni Kroos, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Barcelona er með fimm leikmenn eða þá Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar, Andres Iniesta og Gerard Pique. Real Madrid og Barcelona eiga þar með fleiri leikmenn sem koma til greina í lið ársins hjá UEFA heldur en öll ensku úrvalsdeildarliðin til samans.Tilnefningar fyrir lið ársins 2016 hjá UEFA:Markmenn: Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid), Jan Oblak (Atletico Madrid) Rui Patricio (Sporting Lisbon).Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hostspur) Jerome Boateng (Bayern Munich), Leonardo Bonnuci (Juventus), Dani Carvajal (Real Madrid), Diego Godin (Atletico Madrid), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Juanfran (Atletico Madrid), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Laurent Koscielny (Arsenal), Pepe (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).Miðjumenn: Joe Allen (Stoke), Kevin De Bruyne (Man City), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Andres Iniesta (Barcelona), N'Golo Kante (Chelsea), Toni Kroos (Real Madrid), Grzegorz Krychowiak (PSG), Riyad Mahrez (Leicester), Luka Modric (Real Madrid), Dimitri Payet (West Ham), Paul Pogba (Man Utd), Aaron Ramsey (Arsenal).Sóknarmenn: Sergio Aguero (Man City), Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund), Gareth Bale (Real Madrid), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Gonzalo Higuain (Juventus), Zlatan Ibrahimovic (Man Utd), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Lionel Messi (Barcelona), Neymar (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Alexis Sanchez (Arsenal), Luis Suarez (Barcelona). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira
Joe Allen, miðjumaður Stoke City, er einn þeirra sem koma til greina í úrvalslið UEFA fyrir árið 2016. Enginn Íslendingur er aftur á móti á 40 manna listanum. Íslenska fótboltalandsliðið var spútnikliðið á EM í Frakklandi síðasta sumar ásamt landsliði Wales. Ísland komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá karlalandsliðum og Wales fór í undanúrslit á fyrsta stórmóti sínu frá HM 1958. Velsku landsliðsmennirnir Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale eru allir tilnefndir en hvergi má sjá nafn Gylfa Þórs Sigurðsson, Ragnars Sigurðssonar eða Kára Árnasonar. Íslensku landsliðsmennirnir fóru þetta mikið á liðsheildinni og það má líta á þessar tilnefningar sem enn frekari sönnun þess. Íslensku strákarnir eru heldur ekki að spila með bestu liðunum í bestu deildunum og það hjálpar heldur ekki til. Málið er bara að ef það var einhvern tímann von um að sjá íslenskan leikmann koma til greina í lið ársins hjá UEFA þá var það núna. Allen og Ramsey eru tveir af tólf leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem komast á þennan 40 manna lista og besta deildin í Evrópu er því ekki að skila alltof mörgum mönnum inn. Hinir eru Riyad Mahrez, N'Golo Kante, Toby Alderweireld, Laurent Koscielny, Paul Pogba, Kevin de Bruyne, Dimitri Payet, Sergio Aguero, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic. Evrópumeistarar Real Madrid eiga flesta menn á listanum eða alls átta leikmenn. Þeir eru Keylor Navas, Sergio Ramos, Dani Carvajal, Pepe, Luka Modric, Toni Kroos, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Barcelona er með fimm leikmenn eða þá Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar, Andres Iniesta og Gerard Pique. Real Madrid og Barcelona eiga þar með fleiri leikmenn sem koma til greina í lið ársins hjá UEFA heldur en öll ensku úrvalsdeildarliðin til samans.Tilnefningar fyrir lið ársins 2016 hjá UEFA:Markmenn: Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid), Jan Oblak (Atletico Madrid) Rui Patricio (Sporting Lisbon).Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hostspur) Jerome Boateng (Bayern Munich), Leonardo Bonnuci (Juventus), Dani Carvajal (Real Madrid), Diego Godin (Atletico Madrid), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Juanfran (Atletico Madrid), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Laurent Koscielny (Arsenal), Pepe (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).Miðjumenn: Joe Allen (Stoke), Kevin De Bruyne (Man City), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Andres Iniesta (Barcelona), N'Golo Kante (Chelsea), Toni Kroos (Real Madrid), Grzegorz Krychowiak (PSG), Riyad Mahrez (Leicester), Luka Modric (Real Madrid), Dimitri Payet (West Ham), Paul Pogba (Man Utd), Aaron Ramsey (Arsenal).Sóknarmenn: Sergio Aguero (Man City), Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund), Gareth Bale (Real Madrid), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Gonzalo Higuain (Juventus), Zlatan Ibrahimovic (Man Utd), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Lionel Messi (Barcelona), Neymar (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Alexis Sanchez (Arsenal), Luis Suarez (Barcelona).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira