Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2016 19:57 Ef einhversstaðar finnast skyldmenni Donalds Trump á Íslandi væri nærtækast að hefja leitina á Akranesi og nærsveitum. Þar voru talin sterkustu tengslin til forna við æskuslóðir móður Donalds Trump á Suðureyjum. Örnefnin í kringum Akrafjall hafa vakið forvitni manna og spurningar um keltneskar tengingar, eins og bæjarheitið Bekansstaðir. Sagnfræðingurinn Magnús Jónsson bendir á að sömu örnefni finnast á Suðureyjum og á svæðunum í kringum Kjalarnes, Kjós og Akranes. „Og ákveðinn svona klasi sem nær yfir sömu svæði með sömu örnefnum; Laxá, Melar, Akranes, Akurnes, Kross, Sandvík og fleira,“ segir Magnús.Bærinn Bekansstaðir stendur undir norðanverðu Akrafjalli.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Oddviti Hvalfjarðarsveitar, Björgvin Helgason, segir íbúa meðvitaða um tengslin. „Þessi tengsl eru skemmtileg við Suðureyjar. Og til dæmis á Akranesi er haldið upp á írska daga til að halda þessari tengingu á lofti. Þetta er áhugavert mjög hvernig sagan tengist Suðureyjum,“ segir Björgvin. Móðir Donalds Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu á eynni Ljóðhúsum á Suðureyjum. Í sveitunum við Akranes finnst auðvitað örnefnið Tunga, - í Svínadal. Þá er Vogatunga við ósa Laxár í Leirársveit.Bærinn Tunga er í Svínadal. Móðir Donalds Trump er frá Tungu á Suðureyjum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Linda Samúelsdóttir, húsmóðir í Tungu, hlær þegar hún er spurð hvort henni þyki þessi tenging skemmtileg. „Jú, Jú, en það er bara svo langt í burtu, er það ekki?“ -Er nokkuð fólk í sveitinni sem líkist Donald Trump, heldurðu? „Nei... en nú þarf ég að fara að hugsa.“ Linda Samúelsdóttir í Tungu í Svínadal.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Björgvin oddviti svaraði spurningunni svona: „Ég man nú ekki eftir neinum íbúa sem ber keim af Donald Trump, eða svipar til hans.“ -Það væri kannski einhver á Akranesi? „Það væri frekar,“ svarar oddvitinn og hlær. Donald Trump með foreldrum sínum. Er einhver sem líkist honum eða móður hans á Akranesi eða nærsveitum?En vilji menn virkilega finna þá Íslendinga sem væru skyldastir Trump þá væri sennilega nærtækast að hefja leitina á Akranesi og nærsveitum. Til að bera saman erfðaefni væri fyrsta skrefið kannski að fá lokk úr hári Donalds. Donald Trump Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Forfaðir Donalds Trump hét Þormóður Ljótsson Móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. 21. nóvember 2016 19:02 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Ef einhversstaðar finnast skyldmenni Donalds Trump á Íslandi væri nærtækast að hefja leitina á Akranesi og nærsveitum. Þar voru talin sterkustu tengslin til forna við æskuslóðir móður Donalds Trump á Suðureyjum. Örnefnin í kringum Akrafjall hafa vakið forvitni manna og spurningar um keltneskar tengingar, eins og bæjarheitið Bekansstaðir. Sagnfræðingurinn Magnús Jónsson bendir á að sömu örnefni finnast á Suðureyjum og á svæðunum í kringum Kjalarnes, Kjós og Akranes. „Og ákveðinn svona klasi sem nær yfir sömu svæði með sömu örnefnum; Laxá, Melar, Akranes, Akurnes, Kross, Sandvík og fleira,“ segir Magnús.Bærinn Bekansstaðir stendur undir norðanverðu Akrafjalli.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Oddviti Hvalfjarðarsveitar, Björgvin Helgason, segir íbúa meðvitaða um tengslin. „Þessi tengsl eru skemmtileg við Suðureyjar. Og til dæmis á Akranesi er haldið upp á írska daga til að halda þessari tengingu á lofti. Þetta er áhugavert mjög hvernig sagan tengist Suðureyjum,“ segir Björgvin. Móðir Donalds Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu á eynni Ljóðhúsum á Suðureyjum. Í sveitunum við Akranes finnst auðvitað örnefnið Tunga, - í Svínadal. Þá er Vogatunga við ósa Laxár í Leirársveit.Bærinn Tunga er í Svínadal. Móðir Donalds Trump er frá Tungu á Suðureyjum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Linda Samúelsdóttir, húsmóðir í Tungu, hlær þegar hún er spurð hvort henni þyki þessi tenging skemmtileg. „Jú, Jú, en það er bara svo langt í burtu, er það ekki?“ -Er nokkuð fólk í sveitinni sem líkist Donald Trump, heldurðu? „Nei... en nú þarf ég að fara að hugsa.“ Linda Samúelsdóttir í Tungu í Svínadal.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Björgvin oddviti svaraði spurningunni svona: „Ég man nú ekki eftir neinum íbúa sem ber keim af Donald Trump, eða svipar til hans.“ -Það væri kannski einhver á Akranesi? „Það væri frekar,“ svarar oddvitinn og hlær. Donald Trump með foreldrum sínum. Er einhver sem líkist honum eða móður hans á Akranesi eða nærsveitum?En vilji menn virkilega finna þá Íslendinga sem væru skyldastir Trump þá væri sennilega nærtækast að hefja leitina á Akranesi og nærsveitum. Til að bera saman erfðaefni væri fyrsta skrefið kannski að fá lokk úr hári Donalds.
Donald Trump Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Forfaðir Donalds Trump hét Þormóður Ljótsson Móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. 21. nóvember 2016 19:02 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Forfaðir Donalds Trump hét Þormóður Ljótsson Móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. 21. nóvember 2016 19:02
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00