Vill ekkert við nýnasistana kannast Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fólks fylgdist með þegar Donald Trump yfirgaf skrifstofur dagblaðsins The New York Times að loknu viðtali á þriðjudaginn. Nordicphotos/AFP „Ég afneita þessum hópi fólks,“ segir Donald Trump um hóp bandarískra nýnasista, alt-right-hreyfinguna eða „hitt hægrið“ svonefnda, sem hefur fagnað sigri hans í forsetakosningunum með nasistakveðjum og grímulausum yfirlýsingum um yfirburði hvítra manna gagnvart öðru fólki. Þetta sagði hann í ítarlegu viðtali við dagblaðið The New York Times, þar sem hann var spurður hvort hann hafi hvatt þennan hóp til dáða með málflutningi sínum í kosningabaráttunni. „Ég vil ekki ýta undir þennan hóp, og ef ég gerði það þá vil ég skoða málið og komast að því hvers vegna það var,“ sagði hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna. Hins vegar sagðist Trump ekki sjá neitt athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Bannon er fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttasíðunnar, sem hefur verið einn helsti vettvangur alt-right-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Bannon hefur fyrir vikið verið í hávegum hafður meðal liðsmanna „hins hægrisins“. Og hann hefur sjálfur verið sakaður um að aðhyllast hugmyndir þessarar hreyfingar, þar á meðal kynþáttahatur hennar, en Trump vildi alls ekki kannast við það.Steve Bannon, aðalráðgjafi Trumps og fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttavefsins, sem hefur verið einn helsti vettvangur hægri þjóðernissinna.Nordicphotos/AFP„Ég hef þekkt Steve Bannon lengi. Ef ég héldi að hann væri rasisti, eða alt-right-maður,“ sagði Trump, „þá hefði mér ekki dottið í hug að ráða hann.“ „Og ef ég héldi að skoðanir hans væru í þessum flokki, þá myndi ég strax láta hann fara,“ bætti Trump við. Í sama viðtali staðfesti hann að hann ætli sér ekki að gera neitt úr hótunum sínum um að draga Hillary Clinton fyrir dómara.„Ég vil ekki valda Clinton-hjónunum tjóni. Í alvöru. Hún hefur mátt þola margt,“ sagði hann. „Kosningabaráttan var illskeytt.“ Breitbart-fréttavefurinn hefur til þessa staðið nokkuð þétt við bakið á Trump, en sló því upp að nú hafi hann svikið þetta kosningaloforð sitt um að lögsækja Clinton. Í viðtalinu við The New York Times ítrekar Trump síðan kvartanir sínar undan fjölmiðlum, þar á meðal New York Times, sem hann sagði hafa fjallað um sig með afar neikvæðum hætti. „Ég myndi segja að The New York Times hafi verið verst af þeim öllum,“ sagði hann, en tók jafnframt fram að hann bæri mikla virðingu fyrir blaðinu. Hins vegar vildi hann gjarnan geta knúið fram breytta afstöðu hjá því: „Ég held að það myndi létta mér störfin mikið.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar.vísir/AFPBorgarstjóri New York býst til varnarBill de Blasio, borgarstjóri í New York, segist ætla að fara í mál við alríkisstjórn Donalds Trump verði þess krafist að allir múslimar láti skrá sig sérstaklega, eins og Trump hefur boðað. „Við munum beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að verja fólkið okkar,“ sagði de Blasio í ræðu, sem hann flutti á mánudag í sal Cooper Union skólans í New York. Þar í sama sal flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1860 þar sem hann færði rök fyrir því að alríkið í Washington hafi vald til að skipta sér af þrælahaldi í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Í ræðu sinni kom Blasio ekki einungis múslimum til varnar, heldur einnig innflytjendum og öðrum íbúum sem telja sér ógnað vegna kosningaloforða Trumps. „Ef alríkisstjórnin vill að lögregluþjónarnir okkar slíti í sundur innflytjendafjölskyldur, þá munum við neita að verða við því,“ sagði hann. Meðal annars muni hann tryggja að konur fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu ætli stjórn Trumps að hætta að fjármagna kynferðis- og fjölskyldufræðslu. „Ef gyðingar, eða múslimar eða félagar í LGBT-samfélaginu, eða hvaða samfélagshóp sem er, verða fyrir árásum eða eru hafðir að skotspæni, þá munum við finna árásármennina, handtaka þá og lögsækja,“ sagði de Blasio enn fremur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
„Ég afneita þessum hópi fólks,“ segir Donald Trump um hóp bandarískra nýnasista, alt-right-hreyfinguna eða „hitt hægrið“ svonefnda, sem hefur fagnað sigri hans í forsetakosningunum með nasistakveðjum og grímulausum yfirlýsingum um yfirburði hvítra manna gagnvart öðru fólki. Þetta sagði hann í ítarlegu viðtali við dagblaðið The New York Times, þar sem hann var spurður hvort hann hafi hvatt þennan hóp til dáða með málflutningi sínum í kosningabaráttunni. „Ég vil ekki ýta undir þennan hóp, og ef ég gerði það þá vil ég skoða málið og komast að því hvers vegna það var,“ sagði hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna. Hins vegar sagðist Trump ekki sjá neitt athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Bannon er fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttasíðunnar, sem hefur verið einn helsti vettvangur alt-right-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Bannon hefur fyrir vikið verið í hávegum hafður meðal liðsmanna „hins hægrisins“. Og hann hefur sjálfur verið sakaður um að aðhyllast hugmyndir þessarar hreyfingar, þar á meðal kynþáttahatur hennar, en Trump vildi alls ekki kannast við það.Steve Bannon, aðalráðgjafi Trumps og fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttavefsins, sem hefur verið einn helsti vettvangur hægri þjóðernissinna.Nordicphotos/AFP„Ég hef þekkt Steve Bannon lengi. Ef ég héldi að hann væri rasisti, eða alt-right-maður,“ sagði Trump, „þá hefði mér ekki dottið í hug að ráða hann.“ „Og ef ég héldi að skoðanir hans væru í þessum flokki, þá myndi ég strax láta hann fara,“ bætti Trump við. Í sama viðtali staðfesti hann að hann ætli sér ekki að gera neitt úr hótunum sínum um að draga Hillary Clinton fyrir dómara.„Ég vil ekki valda Clinton-hjónunum tjóni. Í alvöru. Hún hefur mátt þola margt,“ sagði hann. „Kosningabaráttan var illskeytt.“ Breitbart-fréttavefurinn hefur til þessa staðið nokkuð þétt við bakið á Trump, en sló því upp að nú hafi hann svikið þetta kosningaloforð sitt um að lögsækja Clinton. Í viðtalinu við The New York Times ítrekar Trump síðan kvartanir sínar undan fjölmiðlum, þar á meðal New York Times, sem hann sagði hafa fjallað um sig með afar neikvæðum hætti. „Ég myndi segja að The New York Times hafi verið verst af þeim öllum,“ sagði hann, en tók jafnframt fram að hann bæri mikla virðingu fyrir blaðinu. Hins vegar vildi hann gjarnan geta knúið fram breytta afstöðu hjá því: „Ég held að það myndi létta mér störfin mikið.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar.vísir/AFPBorgarstjóri New York býst til varnarBill de Blasio, borgarstjóri í New York, segist ætla að fara í mál við alríkisstjórn Donalds Trump verði þess krafist að allir múslimar láti skrá sig sérstaklega, eins og Trump hefur boðað. „Við munum beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að verja fólkið okkar,“ sagði de Blasio í ræðu, sem hann flutti á mánudag í sal Cooper Union skólans í New York. Þar í sama sal flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1860 þar sem hann færði rök fyrir því að alríkið í Washington hafi vald til að skipta sér af þrælahaldi í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Í ræðu sinni kom Blasio ekki einungis múslimum til varnar, heldur einnig innflytjendum og öðrum íbúum sem telja sér ógnað vegna kosningaloforða Trumps. „Ef alríkisstjórnin vill að lögregluþjónarnir okkar slíti í sundur innflytjendafjölskyldur, þá munum við neita að verða við því,“ sagði hann. Meðal annars muni hann tryggja að konur fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu ætli stjórn Trumps að hætta að fjármagna kynferðis- og fjölskyldufræðslu. „Ef gyðingar, eða múslimar eða félagar í LGBT-samfélaginu, eða hvaða samfélagshóp sem er, verða fyrir árásum eða eru hafðir að skotspæni, þá munum við finna árásármennina, handtaka þá og lögsækja,“ sagði de Blasio enn fremur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira