Nautn – Erótík og tengsl við munúð efnisins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 11:30 Inga Jónsdóttir safnstjóri, Jóhann Ludwig, Helgi Hjaltalín, Birgir, Anna, Eygló og Guðný. Lengst til hægri er Hlynur Hallsson safnstjóri. Mynd/Daníel Starrrason Nautn / Conspiracy of Pleasure er samstarfssýning Listasafns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri. Hún var sett upp fyrir norðan í sumar en er nú komin suður yfir heiðar og verður opnuð í Hveragerði klukkan 14 á morgun, laugardag. Inga Jónsdóttir safnstjóri þar segir hana hafa tekið smá breytingum við flutninginn. Bæði hafi ný verk bæst við og hver sýning sé aðlöguð því rými sem hún er sýnd í. „Það er alltaf blæbrigðamunur því hver staður kallar á breytta útfærslu,“ útskýrir hún. Inga segir ánægjulegt að eiga samstarf þvert á hálendið. „Það eru listamenn bæði að norðan og sunnan sem sýna og þeir taka þátt í uppsetningunni. Fimm þeirra eru með innsetningar sem þeir þurfa að aðlaga nýjum stað. Hluti af verki Jóhanns Torfasonar er til dæmis silkiþrykk á vegg.“ Nautn er marglaga sýning að sögn Ingu. „Þar eru margar tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun og neyslu. Upphaflega ætlaði ég að hafa sýninguna hér á næsta ári en ákvað svo að opna hana núna fyrir jól þegar neysluhyggjan er í hámarki. Myndlist er gott tjáningarform og það er margt í samfélaginu sem kallast á við það sem sýningin fjallar um,“ fullyrðir hún og nefnir dæmi. „Helgi Hjaltalín tekur svolítið á lýðskrumi og auglýsingum þar sem allt er sett í fallegan búning án þess að hugað sé að innihaldinu. Jóhann Ludwig Torfason er með svartan húmor, gráglettin verk sem nístir undan um leið og brosað er út í annað. Birgir Sigurðsson er einn sýnenda og hann verður með gjörning við opnunina klukkan 14 á morgun.“ Sú af listakonunum sem er beintengdust við erótíkina í sínum verkum er Guðný Kristmannsdóttir sem bæði fjallar um sköp og sköpun, að því er Inga lýsir. „Anna Hallin er líka með erótískar tilvísanir en allar eru þær Guðný, Anna og Eygló Harðardóttir með sterk tengsl við munúð efnisins ef svo má segja.“ Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, opnar sýninguna Nautn á morgun. „Ég opnaði sýninguna fyrir norðan og við skiptum svona með okkur verkum,“ segir Inga og tekur fram að sýningin sé opin öllum aldurshópum, það sé alltaf ókeypis inn og allir velkomnir. „Nautnin er samofin manninum og alltaf spurning hvernig farið er með hana. Ég tel að sýningin geti kveikt spurningar og umræðugrundvöll. Hún getur verið áhugaverður og náttúrulegur hvati til að fjalla um ýmislegt sem hugsanlega væri viðkvæmara að fjalla um annars staðar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nautn / Conspiracy of Pleasure er samstarfssýning Listasafns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri. Hún var sett upp fyrir norðan í sumar en er nú komin suður yfir heiðar og verður opnuð í Hveragerði klukkan 14 á morgun, laugardag. Inga Jónsdóttir safnstjóri þar segir hana hafa tekið smá breytingum við flutninginn. Bæði hafi ný verk bæst við og hver sýning sé aðlöguð því rými sem hún er sýnd í. „Það er alltaf blæbrigðamunur því hver staður kallar á breytta útfærslu,“ útskýrir hún. Inga segir ánægjulegt að eiga samstarf þvert á hálendið. „Það eru listamenn bæði að norðan og sunnan sem sýna og þeir taka þátt í uppsetningunni. Fimm þeirra eru með innsetningar sem þeir þurfa að aðlaga nýjum stað. Hluti af verki Jóhanns Torfasonar er til dæmis silkiþrykk á vegg.“ Nautn er marglaga sýning að sögn Ingu. „Þar eru margar tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun og neyslu. Upphaflega ætlaði ég að hafa sýninguna hér á næsta ári en ákvað svo að opna hana núna fyrir jól þegar neysluhyggjan er í hámarki. Myndlist er gott tjáningarform og það er margt í samfélaginu sem kallast á við það sem sýningin fjallar um,“ fullyrðir hún og nefnir dæmi. „Helgi Hjaltalín tekur svolítið á lýðskrumi og auglýsingum þar sem allt er sett í fallegan búning án þess að hugað sé að innihaldinu. Jóhann Ludwig Torfason er með svartan húmor, gráglettin verk sem nístir undan um leið og brosað er út í annað. Birgir Sigurðsson er einn sýnenda og hann verður með gjörning við opnunina klukkan 14 á morgun.“ Sú af listakonunum sem er beintengdust við erótíkina í sínum verkum er Guðný Kristmannsdóttir sem bæði fjallar um sköp og sköpun, að því er Inga lýsir. „Anna Hallin er líka með erótískar tilvísanir en allar eru þær Guðný, Anna og Eygló Harðardóttir með sterk tengsl við munúð efnisins ef svo má segja.“ Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, opnar sýninguna Nautn á morgun. „Ég opnaði sýninguna fyrir norðan og við skiptum svona með okkur verkum,“ segir Inga og tekur fram að sýningin sé opin öllum aldurshópum, það sé alltaf ókeypis inn og allir velkomnir. „Nautnin er samofin manninum og alltaf spurning hvernig farið er með hana. Ég tel að sýningin geti kveikt spurningar og umræðugrundvöll. Hún getur verið áhugaverður og náttúrulegur hvati til að fjalla um ýmislegt sem hugsanlega væri viðkvæmara að fjalla um annars staðar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira