Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Tindastóll 92-95 | Pétur Rúnar hetja Stólanna Sindri Ágústsson í Þorlákshöfn skrifar 25. nóvember 2016 23:00 Pétur Rúnar skoraði sigurkörfuna sekúndu fyrir leikslok. Vísir/Anton Það var háspenna í Icelandic Glacial Höllinni þegar viðureign Þórs Þorlákshafnar og Tindastóls fór fram fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 92-95, gestunum frá Sauðarkróki í vil eftir mjög jafnan leik. Leikurinn var allan tíman jafn alveg þangað til að Pétur Rúnar Birgisson setti niður risa þrist í lokin og kom sínum mönnum þremur stigum yfir. Tobin Carberry fékk svo boltann í lokasókn heimamanna en var langt frá því að hitta úr sínu skoti og sjötti sigur Tindastóls orðin að veruleika.Hetjan? Pétur Rúnar Birgisson var án nokkurs vafa hetja kvöldsins. Pétur skoraði 16 sig í kvöld og stjórnaði sóknarleiknum vel fyrir sína liðsfélaga í kvöld. Aðal ástæðan fyrir að hann var hetja kvöldsins var auðvitað lokasókn Tindastóls. Emil Karel var nýbúinn að jafna í 92–92 eftir að hafa sett mjög stóran þrist niður fyrir heimamenn og stefndi allt í það að Emil væri hetja heimamanna og hann væri að tryggja þeim framlengingu. Pétri leist nú ekki vel á það að fara í framlengingu svo hann tók lokasókn gestanna í sínar hendur og setti niður risa þrist. Með þessum þrist frá Pétri tryggði hann að Tindastólsmenn færu með 2 stig og bros á vör aftur heim til Sauðarkróks.Hvað gekk illa? Varnarleikurinn hjá báðum liðum var ekkert til að hrópa húrra fyrir og sést það á stiga skorun leiksins. Vörnin er það sem bæði lið þurfa að fínpússa fyrir næstu leiki. Vítanýting heimamann var ekki frábær í seinni hálfleik og klúðruðu þeir nokkrum mikilvægum vítum á tímum sem þeir þurftu að fá stigin öll af línuni. Þórsarar verða að laga vítaskotin sín því að þeir eru búnir að vera að skjóta illa af vítalínunni í allan vetur.Bestu menn vallarins? Bestu menn heimamanna voru þeir Maciej Baginski og Tobin Carberry. Maciej átti fínasta leik og var hann með 27 stig sem er gott að sjá fyrir Þórsara að hann sé að finna sig. Tobin skilaði sínu eins og alltaf og var hann með 31 stig sem dugði samt ekki í kvöld til sigurs. Bestu menn Tindastóls voru þeir Pétur Rúnar, Cristopher Caird og Antonio Hester. Pétur var hetja kvöldsins eins og áður hefur komið fram. Caird var frábær og setti hann niður 24 stig. Hester var hinsvegar atkvæðamestur í kvöld hjá gestunum með 26 stig, flottur leikur hjá honum.Þór Þ.-Tindastóll 92-95 (26-25, 23-31, 27-15, 16-24)Þór Þ.: Tobin Carberry 31/8 fráköst/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 27, Ólafur Helgi Jónsson 11/12 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Erlendur Ágúst Stefánsson 2, Grétar Ingi Erlendsson 2, Halldór Garðar Hermannsson 1/5 fráköst.Tindastóll: Antonio Hester 26/12 fráköst, Cristopher Caird 24/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 10, Helgi Freyr Margeirsson 5, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 4, Finnbogi Bjarnason 3, Helgi Rafn Viggósson 2.Bein textalýsing: Þór Þorl. - TindastóllEinar: Vonbrigði að tapa tveimur heimaleikjum Einar Árni, þjálfari heimamanna í Þorlákshöfn, var ekkert að svekkja sig of mikið á þessu tapi í kvöld og sagðist hann hafa séð jákvæða hluti frá sínum mönnum en margt sem þarf að laga líka. „Það er fullt af hlutum sem ég er sáttur með, við vorum að spila á móti mjög sterku liði. Ég er ánægður með hvernig við tækluðum síðari hálfleikinn,“ sagði Einar. Hann sagðist ekkert geta verið ósáttur þrátt fyrir tap. „Ég get ekkert verið ósáttur með hvernig við spiluðum, við vorum bara að spila á móti mjög góðu liði. Við fengum samt 56 stig á okkur í fyrri hálfleik sem var kannski full mikið af því góða og sama tíma vinnum við okkur sterkt til baka og vorum í hörku séns í restina.“ Þrátt fyrir að vera búnir að tapa fjórum leikjum í upphafi tímabils þá er Einar bjartsýnn. „Við erum ekkert að bugast yfir þessu. Við vissum það að við vorum að fara inn í erfiðan Nóvember mánuð en ég ætla samt ekkert að leyna því að það er vonbrigði að tapa tvem heimaleikjum,“ sagði Einar.Pétur: Ætlaði bara að klára þennan leik Pétur Rúnar Birgisson, hetja Tindastóls, var sáttur með sigurinn en fannst samt varnarleikurinn vera slappur hjá sínu liði. „Ég er ánægðastur með karakterinn, það er kannski eina sem er hægt að vera sáttur með og líka sóknarleikinn. Varnarleikurinn var ekki góður og við fáum á okkur 92 stig, þetta er hlutur sem þarf að laga hjá okkur,“ sagði Pétur um hvað var gott og hvað var slæmt í þeirra leik í dag. Pétur var harð ákveðinn í að taka loka skotið og hann ætlaði sér að setja niður skotið til að bæta upp fyrir mistök sín í seinustu tvem sóknum fyrir lokasóknina. „Síðustu tvær sókninar fyrir lokasóknina þá var ég búinn að missa boltann tvisar og var orðinn frekar pirraður af því að í bæði skiptin fannst mér vera brotið á mér. Þannig að pirringurinn tók bara yfir og ég hugsaði bara að ég ætlaði að klára þennan leik sama hvort eitthver myndi biðja um boltann, ég hefði ekkert hlustað á hann,“ sagði Pétur um lokasóknina dramatísku. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Það var háspenna í Icelandic Glacial Höllinni þegar viðureign Þórs Þorlákshafnar og Tindastóls fór fram fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 92-95, gestunum frá Sauðarkróki í vil eftir mjög jafnan leik. Leikurinn var allan tíman jafn alveg þangað til að Pétur Rúnar Birgisson setti niður risa þrist í lokin og kom sínum mönnum þremur stigum yfir. Tobin Carberry fékk svo boltann í lokasókn heimamanna en var langt frá því að hitta úr sínu skoti og sjötti sigur Tindastóls orðin að veruleika.Hetjan? Pétur Rúnar Birgisson var án nokkurs vafa hetja kvöldsins. Pétur skoraði 16 sig í kvöld og stjórnaði sóknarleiknum vel fyrir sína liðsfélaga í kvöld. Aðal ástæðan fyrir að hann var hetja kvöldsins var auðvitað lokasókn Tindastóls. Emil Karel var nýbúinn að jafna í 92–92 eftir að hafa sett mjög stóran þrist niður fyrir heimamenn og stefndi allt í það að Emil væri hetja heimamanna og hann væri að tryggja þeim framlengingu. Pétri leist nú ekki vel á það að fara í framlengingu svo hann tók lokasókn gestanna í sínar hendur og setti niður risa þrist. Með þessum þrist frá Pétri tryggði hann að Tindastólsmenn færu með 2 stig og bros á vör aftur heim til Sauðarkróks.Hvað gekk illa? Varnarleikurinn hjá báðum liðum var ekkert til að hrópa húrra fyrir og sést það á stiga skorun leiksins. Vörnin er það sem bæði lið þurfa að fínpússa fyrir næstu leiki. Vítanýting heimamann var ekki frábær í seinni hálfleik og klúðruðu þeir nokkrum mikilvægum vítum á tímum sem þeir þurftu að fá stigin öll af línuni. Þórsarar verða að laga vítaskotin sín því að þeir eru búnir að vera að skjóta illa af vítalínunni í allan vetur.Bestu menn vallarins? Bestu menn heimamanna voru þeir Maciej Baginski og Tobin Carberry. Maciej átti fínasta leik og var hann með 27 stig sem er gott að sjá fyrir Þórsara að hann sé að finna sig. Tobin skilaði sínu eins og alltaf og var hann með 31 stig sem dugði samt ekki í kvöld til sigurs. Bestu menn Tindastóls voru þeir Pétur Rúnar, Cristopher Caird og Antonio Hester. Pétur var hetja kvöldsins eins og áður hefur komið fram. Caird var frábær og setti hann niður 24 stig. Hester var hinsvegar atkvæðamestur í kvöld hjá gestunum með 26 stig, flottur leikur hjá honum.Þór Þ.-Tindastóll 92-95 (26-25, 23-31, 27-15, 16-24)Þór Þ.: Tobin Carberry 31/8 fráköst/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 27, Ólafur Helgi Jónsson 11/12 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Erlendur Ágúst Stefánsson 2, Grétar Ingi Erlendsson 2, Halldór Garðar Hermannsson 1/5 fráköst.Tindastóll: Antonio Hester 26/12 fráköst, Cristopher Caird 24/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 10, Helgi Freyr Margeirsson 5, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 4, Finnbogi Bjarnason 3, Helgi Rafn Viggósson 2.Bein textalýsing: Þór Þorl. - TindastóllEinar: Vonbrigði að tapa tveimur heimaleikjum Einar Árni, þjálfari heimamanna í Þorlákshöfn, var ekkert að svekkja sig of mikið á þessu tapi í kvöld og sagðist hann hafa séð jákvæða hluti frá sínum mönnum en margt sem þarf að laga líka. „Það er fullt af hlutum sem ég er sáttur með, við vorum að spila á móti mjög sterku liði. Ég er ánægður með hvernig við tækluðum síðari hálfleikinn,“ sagði Einar. Hann sagðist ekkert geta verið ósáttur þrátt fyrir tap. „Ég get ekkert verið ósáttur með hvernig við spiluðum, við vorum bara að spila á móti mjög góðu liði. Við fengum samt 56 stig á okkur í fyrri hálfleik sem var kannski full mikið af því góða og sama tíma vinnum við okkur sterkt til baka og vorum í hörku séns í restina.“ Þrátt fyrir að vera búnir að tapa fjórum leikjum í upphafi tímabils þá er Einar bjartsýnn. „Við erum ekkert að bugast yfir þessu. Við vissum það að við vorum að fara inn í erfiðan Nóvember mánuð en ég ætla samt ekkert að leyna því að það er vonbrigði að tapa tvem heimaleikjum,“ sagði Einar.Pétur: Ætlaði bara að klára þennan leik Pétur Rúnar Birgisson, hetja Tindastóls, var sáttur með sigurinn en fannst samt varnarleikurinn vera slappur hjá sínu liði. „Ég er ánægðastur með karakterinn, það er kannski eina sem er hægt að vera sáttur með og líka sóknarleikinn. Varnarleikurinn var ekki góður og við fáum á okkur 92 stig, þetta er hlutur sem þarf að laga hjá okkur,“ sagði Pétur um hvað var gott og hvað var slæmt í þeirra leik í dag. Pétur var harð ákveðinn í að taka loka skotið og hann ætlaði sér að setja niður skotið til að bæta upp fyrir mistök sín í seinustu tvem sóknum fyrir lokasóknina. „Síðustu tvær sókninar fyrir lokasóknina þá var ég búinn að missa boltann tvisar og var orðinn frekar pirraður af því að í bæði skiptin fannst mér vera brotið á mér. Þannig að pirringurinn tók bara yfir og ég hugsaði bara að ég ætlaði að klára þennan leik sama hvort eitthver myndi biðja um boltann, ég hefði ekkert hlustað á hann,“ sagði Pétur um lokasóknina dramatísku.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira