Coutinho með sködduð liðbönd? Smári Jökull Jónsson skrifar 27. nóvember 2016 14:45 Coutinho sárþjáður á Anfield í gær. Það kemur í ljós á morgun hversu alvarleg meiðslin eru. vísir/getty Philippe Coutinho fór meiddur af velli í leiknum gegn Sunderland á Anfield í gær. Óttast er að liðbönd í ökkla hafi skaddast en það gæti þýtt langa fjarveru. Coutinho mun fara í nánari skoðun á morgun og þá mun betur koma í ljós hversu alvarleg meiðsli hans eru. Brasilíumaðurinn hefur verið frábær á tímabilinu og skorað fimm mörk auk þess að gefa sex stoðsendingar. Coutinho yfirgaf Melwood, æfingasvæði Liverpool, á hækjum í dag og með umbúðir um hægri ökklann. Séu liðböndin sködduð er ólíklegt að Coutinho spili meira fyrr en á nýju ári og það yrði mikið áfall fyrir Liverpool. Meiðslin koma á slæmum tíma fyrir Jurgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool enda fjölmargir leikir framundan í desember. Klopp vonast eftir betri fréttum af Adam Lallana, Roberto Firmino og Daniel Sturridge en þeir eiga allir við meiðsli að stríða. Firmino var tekinn af velli í gær eftir að hafa fengið spark í kálfann. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg og vonast Klopp eftir að geta notað Firmino í næsta leik í deildinni. Lallana er á ágætis batavegi eftir nárameiðsli en verður líklega ekki tilbúinn fyrir leikinn gegn Leeds í deildarbikarnum á þriðjudag. Ólíklegt er að Sturridge verði með í þeim leik en hann er meiddur á kálfa líkt og Firmino. Klopp og stuðningsmenn Liverpool bíða því eflaust með öndina í hálsinum eftir frekari fregnum af meiðslum leikmanna liðsins. Coutinho er þó sá sem mest óvissa er um og má Liverpool illa við því að missa Brasilíumanninn í lengri tíma. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Philippe Coutinho fór meiddur af velli í leiknum gegn Sunderland á Anfield í gær. Óttast er að liðbönd í ökkla hafi skaddast en það gæti þýtt langa fjarveru. Coutinho mun fara í nánari skoðun á morgun og þá mun betur koma í ljós hversu alvarleg meiðsli hans eru. Brasilíumaðurinn hefur verið frábær á tímabilinu og skorað fimm mörk auk þess að gefa sex stoðsendingar. Coutinho yfirgaf Melwood, æfingasvæði Liverpool, á hækjum í dag og með umbúðir um hægri ökklann. Séu liðböndin sködduð er ólíklegt að Coutinho spili meira fyrr en á nýju ári og það yrði mikið áfall fyrir Liverpool. Meiðslin koma á slæmum tíma fyrir Jurgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool enda fjölmargir leikir framundan í desember. Klopp vonast eftir betri fréttum af Adam Lallana, Roberto Firmino og Daniel Sturridge en þeir eiga allir við meiðsli að stríða. Firmino var tekinn af velli í gær eftir að hafa fengið spark í kálfann. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg og vonast Klopp eftir að geta notað Firmino í næsta leik í deildinni. Lallana er á ágætis batavegi eftir nárameiðsli en verður líklega ekki tilbúinn fyrir leikinn gegn Leeds í deildarbikarnum á þriðjudag. Ólíklegt er að Sturridge verði með í þeim leik en hann er meiddur á kálfa líkt og Firmino. Klopp og stuðningsmenn Liverpool bíða því eflaust með öndina í hálsinum eftir frekari fregnum af meiðslum leikmanna liðsins. Coutinho er þó sá sem mest óvissa er um og má Liverpool illa við því að missa Brasilíumanninn í lengri tíma.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira