Þórsarar með góðan heimasigur gegn ÍR Smári Jökull Jónsson skrifar 27. nóvember 2016 19:00 Benedikt Guðmundsson stýrði sínum mönnum til sigurs í dag. Vísir/Eyþór Þórsarar unnu sinn fjórða sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik þegar þeir lögðu ÍR á Akureyri í dag. Þetta er annar sigurleikur Þórsara í röð. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar með 4 stig í fallsæti en gátu jafnað Þórsara að stigum með sigri. Þórsarar höfðu hins vegar tækifæri til að koma sér í seilingarfjarlægð frá fallsætunum, í bili að minnsta kosti. Heimamenn tóku strax yfirhöndina í leiknum í dag. Þeir voru fljótlega komnir 10 stigum yfir og leiddu eftir fyrsta leikhlutann, 23-15. Þórsarar héldu ÍR-ingum um 10 stigum frá sér út hálfleikinn en gestirnir hittu skelfilega. Staðan í hálfleik var 42-36 og ÍR vel með í leiknum þrátt fyrir slaka hittni. Þeim gekk hins vegar bölvanlega að taka skrefið til fulls og jafna leikinn. Þór hélt svipaðri forystu í síðari hálfleiknum og bættu í ef eitthvað var í síðasta fjórðungnum. Heimamenn náðu mest 20 stiga forystu og unnu að lokum 16 stiga sigur, 78-62. Eins og sést á tölunum var sóknarleikur ÍR-inga ekki burðugur í dag. Þeir voru með 28% nýtingu utan af velli sem er auðvitað ekki vænlegt til árangurs. Heimamenn unnu frákastabaráttuna 46-37 í dag en athyglisvert var að gestirnir tóku fleiri sóknarfráköst auk þess sem heimamenn voru með töluvert fleiri tapaða bolta, 17 á móti 10 hjá ÍR. Hittni gestanna var hins vegar það sem fór illa með þá í dag og þeir sitja því eftir í fallsætinu, tveimur stigum á eftir Keflavík og Haukum sem eru í 9.-10.sæti. Danero Thomas og George Beamon voru stigahæstir í liði Þórs í dag með 22 stig og hirtu auk þess báðir yfir 10 fráköst. Þá var Ragnar góður í dag og skilaði 21 framlagsstigi. Hjá gestunum var fátt um fína drætti sóknarlega. Hákon Örn Hjálmarsson var stigahæstur með 13 stig og Sveinbjörn Claessen skoraði 12. Þeirra nýi erlendi leikmaður, Quincy Hankins-Cole skoraði 10 stig og tók 16 fráköst á 23 mínútum.Þór Ak.-ÍR 78-62 (23-17, 19-19, 15-9, 21-17)Þór Ak.: George Beamon 22/12 fráköst, Danero Thomas 22/11 fráköst, Darrel Keith Lewis 11/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9, Tryggvi Snær Hlinason 9/5 fráköst/4 varin skot, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2/6 fráköst.ÍR: Hákon Örn Hjálmarsson 13, Sveinbjörn Claessen 12/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 10/16 fráköst, Hjalti Friðriksson 8, Matthías Orri Sigurðarson 5, Matthew Hunter 4/8 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Kristinn Marinósson 3, Daði Berg Grétarsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Þórsarar unnu sinn fjórða sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik þegar þeir lögðu ÍR á Akureyri í dag. Þetta er annar sigurleikur Þórsara í röð. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar með 4 stig í fallsæti en gátu jafnað Þórsara að stigum með sigri. Þórsarar höfðu hins vegar tækifæri til að koma sér í seilingarfjarlægð frá fallsætunum, í bili að minnsta kosti. Heimamenn tóku strax yfirhöndina í leiknum í dag. Þeir voru fljótlega komnir 10 stigum yfir og leiddu eftir fyrsta leikhlutann, 23-15. Þórsarar héldu ÍR-ingum um 10 stigum frá sér út hálfleikinn en gestirnir hittu skelfilega. Staðan í hálfleik var 42-36 og ÍR vel með í leiknum þrátt fyrir slaka hittni. Þeim gekk hins vegar bölvanlega að taka skrefið til fulls og jafna leikinn. Þór hélt svipaðri forystu í síðari hálfleiknum og bættu í ef eitthvað var í síðasta fjórðungnum. Heimamenn náðu mest 20 stiga forystu og unnu að lokum 16 stiga sigur, 78-62. Eins og sést á tölunum var sóknarleikur ÍR-inga ekki burðugur í dag. Þeir voru með 28% nýtingu utan af velli sem er auðvitað ekki vænlegt til árangurs. Heimamenn unnu frákastabaráttuna 46-37 í dag en athyglisvert var að gestirnir tóku fleiri sóknarfráköst auk þess sem heimamenn voru með töluvert fleiri tapaða bolta, 17 á móti 10 hjá ÍR. Hittni gestanna var hins vegar það sem fór illa með þá í dag og þeir sitja því eftir í fallsætinu, tveimur stigum á eftir Keflavík og Haukum sem eru í 9.-10.sæti. Danero Thomas og George Beamon voru stigahæstir í liði Þórs í dag með 22 stig og hirtu auk þess báðir yfir 10 fráköst. Þá var Ragnar góður í dag og skilaði 21 framlagsstigi. Hjá gestunum var fátt um fína drætti sóknarlega. Hákon Örn Hjálmarsson var stigahæstur með 13 stig og Sveinbjörn Claessen skoraði 12. Þeirra nýi erlendi leikmaður, Quincy Hankins-Cole skoraði 10 stig og tók 16 fráköst á 23 mínútum.Þór Ak.-ÍR 78-62 (23-17, 19-19, 15-9, 21-17)Þór Ak.: George Beamon 22/12 fráköst, Danero Thomas 22/11 fráköst, Darrel Keith Lewis 11/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9, Tryggvi Snær Hlinason 9/5 fráköst/4 varin skot, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2/6 fráköst.ÍR: Hákon Örn Hjálmarsson 13, Sveinbjörn Claessen 12/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 10/16 fráköst, Hjalti Friðriksson 8, Matthías Orri Sigurðarson 5, Matthew Hunter 4/8 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Kristinn Marinósson 3, Daði Berg Grétarsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti