Trump setti fram þessa staðhæfingu á Twitter-síðu sinni, líkt og sjá má hér fyrir neðan, en færði ekki frekari sannanir fyrir því að milljónir manna hefðu kosið ólöglega.
Þrátt fyrir að hafa fengið færri atkvæði en Clinton hlaut Trump fleiri kjörmenn sem ákvarðar hver verður forseti Bandaríkjanna. Clinton fékk um tveimur milljónum fleiri atkvæða en Trump.
Trump heldur því einnig fram að alvarleg kosningasvindl hafi verið framin í Virginíu, New Hampshire og Kaliforníu en Clinton bar sigur úr býtum í þessum ríkjum.
Framundan er endurtalning í Wisconsin-ríki þar sem afar mjótt var á munum milli Trump og Clinton, Trump í vil, og hefur Clinton sagt að hún styðji endurtalninguna. Talsmaður hennar segir þó að ekkert liggi fyrir sem styðji kenningar um kosningasvindl.