Nýr skemmtiþáttur fer af stað á Stöð 2 í janúar á næsta árið og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You.
Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar.
Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.
Hér geta áhugasamir skráð sig hjá SAGAFILM sem framleiðir þættina fyrir Stöð 2 og geta því fengið boð um að vera áhorfendur í sal þegar þættirnir fara í tökur.
Léttar veitingar verða í boði en 12 ára aldurstakmark er á skráningunni.

