Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Sveinn Arnarsson skrifar 29. nóvember 2016 05:00 Guðmundur Jörundsson segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við Artikolo ehf. vísir Ekkert varð af kaupum Björns Inga Hrafnssonar og tengdra aðila á fatahönnunarfyrirtækinu Jör. Ekki var staðið við skuldbindingar að mati Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar en fyrirtækið hefur gengið í gegn um erfiða tíma upp á síðkastið. Artikolo ehf., fyrirtæki í eigu Kolfinnu Vonar Arnardóttur, eiginkonu Björns Inga Hrafnssonar, og Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, var að sögn langt komið með að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu Jör. Þetta sagði Kolfinna Von þann 9. júní síðastliðinn í samtali við Vísi. Ljóst er að ekkert varð af þeim kaupum.Guðmundur Jörundsson fatahönnuðurVísir/ErnirGuðmundur Jörundsson, stofnandi fatavörumerkisins Jör, segir að Artikolo hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og því ekkert orðið af sölunni. „Síðastliðið vor hófust viðræður félaganna um stóra fjárfestingu í sóknarverkefni félagsins á erlendan markað. Settar voru upp forsendur milli Artikolo og Jör fyrir mánuðina sem fylgdu. En þar sem ekki var staðið við þau atriði varð ekkert af þeirri fjárfestingu, þrátt fyrir fréttir um annað. Félagið er því nú alfarið í eigu stofnanda Jör,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið sé nú í endurskipulagningu, komið á ákveðinn byrjunarreit og stefnir á bjartari tíma framundan.Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði.vísir/ernir„Við erum að vinna að því að opna verslun Jör í gamla Karnabæ, á horni Týsgötu og Skólavörðustígs, í lok næstu viku. Þá munum við opna aðra verslun ásamt vinnustofu í febrúar en hún verður í verbúð við Gömlu höfnina í Reykjavík. Það er því mjög margt spennandi í gangi en það er óneitanlega ánægjulegt að þessum óvissukafla sé lokið,“ bætir Guðmundur við. Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, það hafi aldrei gerst. „Artikolo hefur aldrei fest kaup á hlut í Jör. Fyrirtækið Artikolo er í eigu konu minnar. Það fyrirtæki hefur hins vegar lánað Jör fjármagn og ef gengur vel er hægt í fyllingu tímans að breyta því í hlutafé,“ segir Björn Ingi Hrafnsson. Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sjá meira
Ekkert varð af kaupum Björns Inga Hrafnssonar og tengdra aðila á fatahönnunarfyrirtækinu Jör. Ekki var staðið við skuldbindingar að mati Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar en fyrirtækið hefur gengið í gegn um erfiða tíma upp á síðkastið. Artikolo ehf., fyrirtæki í eigu Kolfinnu Vonar Arnardóttur, eiginkonu Björns Inga Hrafnssonar, og Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, var að sögn langt komið með að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu Jör. Þetta sagði Kolfinna Von þann 9. júní síðastliðinn í samtali við Vísi. Ljóst er að ekkert varð af þeim kaupum.Guðmundur Jörundsson fatahönnuðurVísir/ErnirGuðmundur Jörundsson, stofnandi fatavörumerkisins Jör, segir að Artikolo hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og því ekkert orðið af sölunni. „Síðastliðið vor hófust viðræður félaganna um stóra fjárfestingu í sóknarverkefni félagsins á erlendan markað. Settar voru upp forsendur milli Artikolo og Jör fyrir mánuðina sem fylgdu. En þar sem ekki var staðið við þau atriði varð ekkert af þeirri fjárfestingu, þrátt fyrir fréttir um annað. Félagið er því nú alfarið í eigu stofnanda Jör,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið sé nú í endurskipulagningu, komið á ákveðinn byrjunarreit og stefnir á bjartari tíma framundan.Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði.vísir/ernir„Við erum að vinna að því að opna verslun Jör í gamla Karnabæ, á horni Týsgötu og Skólavörðustígs, í lok næstu viku. Þá munum við opna aðra verslun ásamt vinnustofu í febrúar en hún verður í verbúð við Gömlu höfnina í Reykjavík. Það er því mjög margt spennandi í gangi en það er óneitanlega ánægjulegt að þessum óvissukafla sé lokið,“ bætir Guðmundur við. Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, það hafi aldrei gerst. „Artikolo hefur aldrei fest kaup á hlut í Jör. Fyrirtækið Artikolo er í eigu konu minnar. Það fyrirtæki hefur hins vegar lánað Jör fjármagn og ef gengur vel er hægt í fyllingu tímans að breyta því í hlutafé,“ segir Björn Ingi Hrafnsson.
Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sjá meira
Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12
Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent