Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2016 12:00 Mike Pence og eiginkona hans Karen. Vísir/GEtty Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og Mike Pence verður varaforseti hans. Mikið hefur verið skrifað um Donald Trump, en hann hefur verið í sviðljósinu í marga áratugi, en hins vegar er ekki víst að margir Íslendingar viti hver Mike Pence er.Mike Pence er 57 ára gamall og ríkisstjóri í Indiana. Hann hefur lengi komið að stjórnmálum en hefur verið lítið þekktur utan Repúblikanaflokksins og Indiana. Foreldrar hans skilgreindu sig sem demókrata en seinna á ævinni frelsaðist Pence og færði sig til hægri á stjórnmálaskalanum og hann fór nánast eins langt til hægri og hann gat. Hann reyndi tvisvar sinnum að komast á þing árin 1988 og 1990 en það tókst ekki. Þá varð hann þáttastjórnandi í útvarpi og líkti sjálfum sér við Rush Limbaugh. Hann komst svo á þing árið 2001. Hann er íhaldssamur og hefur lengi talað fyrir því að draga úr útgjöldum ríkisins.Utangarðs í fyrstu Í byrjun var Pence utangarðsmaður innan Repúblikanaflokksins. Hann var einn af fyrstu stuðningsmönnum Teflokksins og gagnrýndi forystu flokksins harðlega. Árið 2006 bauð hann sig fram til embættis forseta þingsins en tapaði illa gegn John Boehner. Skoðanir hans hafa ekki breyst frá frelsun hans en hins vegar hefur viðhorf Repúblikanaflokksins færst lengra til hægri með upprisu teflokksins og sífellt meiri andstöðu gegn Barack Obama. Pence er ekki lengur utangarðsmaður innan flokksins. Í byrjun kosningabaráttunnar lýsti Pence yfir stuðningi við Ted Cruz og sagði tillögur Trump að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna vera „móðgandi og gegn stjórnarskránni“.Seeker Daily um Pence Mike Pence er verulega andvígur fóstureyðingum og hefur ítrekað lýst sig andvígan Planned Parenthood (PP), sem framkvæma fóstureyðingar og útvega konum margskonar heilbrigðisþjónustu. PP hefur verið styrkt af ríkinu, en Pence hefur eytt miklu púðri frá árinu 2007 í að reyna að stöðva fjárveitingarnar. Á endanum fylgdu aðrir þingmenn og árið 2011 var frumvarp um stöðvun fjárveitinga til Planned Parenthood samþykkt á þinginu. Það varð þó aldrei að lögum vegna mótstöðu demókrata. Í byrjun þessa árs skrifaði Pence undir umdeild lög í Indiana þar sem fóstureyðingar, vegna litningagalla voru bannaðar og var greftrun eða brennsla látinna fóstra skilyrt.Umdeild lagasetning Pence hefur einnig barist gegn réttindum LGBT-fólks. Hann skrifaði undir lög í fyrra sem gerðu verslunareigendum í Indiana kleift að neita LGBT-fólki um afgreiðslu. Lögin leiddu til mikilla mótmæla og hótuðu jafnvel heilu fyrirtækin að sniðganga ríkið vegna laganna. Á endanum bætti Pence við lögin að ekki mætti nota þau til að mismuna fólki. Árið 2000, þegar Pence var að bjóða sig fram til þingsetu í þriðja sinn, birti hann lista yfir helstu málefni sín á vefsvæði sínu. Þar kemur fram að hann vildi meðal annars að dómarar sem tilnefndir væru af yfirvöldum myndu styðja „hefðbundin fjölskyldugildi“ og helgi lífs. Hann vildi að líf fóstra yrði tryggt í stjórnarskrá Bandaríkjanna.Á móti hjónaböndum samkynhneigðra Það sem hann vildi einnig var að þing Bandaríkjanna myndi beita sér fyrir því að draga úr óléttu ógiftra kvenna og styrkja stoðir hjónabanda. Hin hefðbundna tveggja foreldra fjölskylda væri kjarni bandarískrar siðmenningar. Þingið ætti að beita sér fyrir því að gera fjölskyldum auðveldara að lifa á tekjum eins aðila, svo annað foreldrið gæti valið að vinna heima fyrir. Pence vildi þó einnig að þingið stæði í vegi fyrir öllum tilraunum til að gefa hjónaböndum samkynhneigðra sömu lagastöðu og hjónabandi konu og karls. Þingið ætti einnig að koma í veg fyrir að samkynhneigt fólk yrði skilgreint sem minnihluti og fengi þar með vernd mismununar- og hatursglæpalaga í Bandaríkjunum. Þá sagði Pence að ríkið ætti ekki að styðja endurupptöku Ryan White Care Act, án breytinga. RWCA snýr að styrkveitingum til að bæta heilbrigðisþjónustu einstaklinga með HIV. Meðal þeirra breytinga sem Pence fór fram á var að engir fjármunir yrðu veittir til samtaka sem „fagna og ýta undir þá tegund hegðunar sem auðveldar dreifingu HIV veirunnar“. Þess í stað ætti að nota fjármunina til að aðstoða fólk sem vilji „breyta kynhegðun sinni“.Sagði reykingar ekki drepa Sama ár, 2000, birti Pence grein þar sem hann sagðist ekki trúa því að reykingar drægju fólk til dauða. „Þrátt fyrir alla móðursýkina meðal stjórnmálamanna og fjölmiðla, drepa reykingar ekki. Staðreyndin er sú að tveir af hverjum þremur reykingamönnum deyja ekki vegna veikinda sem tengjast reykingum og níu af hverjum tíu reykingamönnum fá ekki lungnakrabbamein,“ skrifaði Pence. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna segir hins vegar að rúmlega 480 þúsund manns deyji árlega þar í landi vegna reykinga og lífstími þeirra sem reykja eru að meðaltali tíu árum styttri en annars.Brúar bilið á milli flokksins og Trump Mike Pence er, samkvæmt New York Times, allt sem Donald Trump er ekki. Hann hefur varið mörgum árum innan stjórnmála og verið þingmaður og ríkisstjóri. Íhaldsmenn líta upp til hans vegna sterkrar trúar hans og mótspyrnu hans gegn auknu samfélagslegu frjálslyndi. Þeir Pence og Trump eru sammála um margt, eins og fóstureyðingar og byssueign. Hins vegar hefur Pence talað fyrir aukinni valdbeitingu gegn Rússlandi og eins og áður hefur komið fram var hann á móti uppástungu Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Pence hefur varið undanförnum mánuðum í að reyna að sameina Repúblikanaflokkinn í kringum Donald Trump þar sem sambandið hefur verið stirt og hefur einnig fengið það verkefni að vera rödd skynseminnar í framboði Trump. Þeir félagar munu funda með Paul Ryan leiðtoga flokksins í dag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og Mike Pence verður varaforseti hans. Mikið hefur verið skrifað um Donald Trump, en hann hefur verið í sviðljósinu í marga áratugi, en hins vegar er ekki víst að margir Íslendingar viti hver Mike Pence er.Mike Pence er 57 ára gamall og ríkisstjóri í Indiana. Hann hefur lengi komið að stjórnmálum en hefur verið lítið þekktur utan Repúblikanaflokksins og Indiana. Foreldrar hans skilgreindu sig sem demókrata en seinna á ævinni frelsaðist Pence og færði sig til hægri á stjórnmálaskalanum og hann fór nánast eins langt til hægri og hann gat. Hann reyndi tvisvar sinnum að komast á þing árin 1988 og 1990 en það tókst ekki. Þá varð hann þáttastjórnandi í útvarpi og líkti sjálfum sér við Rush Limbaugh. Hann komst svo á þing árið 2001. Hann er íhaldssamur og hefur lengi talað fyrir því að draga úr útgjöldum ríkisins.Utangarðs í fyrstu Í byrjun var Pence utangarðsmaður innan Repúblikanaflokksins. Hann var einn af fyrstu stuðningsmönnum Teflokksins og gagnrýndi forystu flokksins harðlega. Árið 2006 bauð hann sig fram til embættis forseta þingsins en tapaði illa gegn John Boehner. Skoðanir hans hafa ekki breyst frá frelsun hans en hins vegar hefur viðhorf Repúblikanaflokksins færst lengra til hægri með upprisu teflokksins og sífellt meiri andstöðu gegn Barack Obama. Pence er ekki lengur utangarðsmaður innan flokksins. Í byrjun kosningabaráttunnar lýsti Pence yfir stuðningi við Ted Cruz og sagði tillögur Trump að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna vera „móðgandi og gegn stjórnarskránni“.Seeker Daily um Pence Mike Pence er verulega andvígur fóstureyðingum og hefur ítrekað lýst sig andvígan Planned Parenthood (PP), sem framkvæma fóstureyðingar og útvega konum margskonar heilbrigðisþjónustu. PP hefur verið styrkt af ríkinu, en Pence hefur eytt miklu púðri frá árinu 2007 í að reyna að stöðva fjárveitingarnar. Á endanum fylgdu aðrir þingmenn og árið 2011 var frumvarp um stöðvun fjárveitinga til Planned Parenthood samþykkt á þinginu. Það varð þó aldrei að lögum vegna mótstöðu demókrata. Í byrjun þessa árs skrifaði Pence undir umdeild lög í Indiana þar sem fóstureyðingar, vegna litningagalla voru bannaðar og var greftrun eða brennsla látinna fóstra skilyrt.Umdeild lagasetning Pence hefur einnig barist gegn réttindum LGBT-fólks. Hann skrifaði undir lög í fyrra sem gerðu verslunareigendum í Indiana kleift að neita LGBT-fólki um afgreiðslu. Lögin leiddu til mikilla mótmæla og hótuðu jafnvel heilu fyrirtækin að sniðganga ríkið vegna laganna. Á endanum bætti Pence við lögin að ekki mætti nota þau til að mismuna fólki. Árið 2000, þegar Pence var að bjóða sig fram til þingsetu í þriðja sinn, birti hann lista yfir helstu málefni sín á vefsvæði sínu. Þar kemur fram að hann vildi meðal annars að dómarar sem tilnefndir væru af yfirvöldum myndu styðja „hefðbundin fjölskyldugildi“ og helgi lífs. Hann vildi að líf fóstra yrði tryggt í stjórnarskrá Bandaríkjanna.Á móti hjónaböndum samkynhneigðra Það sem hann vildi einnig var að þing Bandaríkjanna myndi beita sér fyrir því að draga úr óléttu ógiftra kvenna og styrkja stoðir hjónabanda. Hin hefðbundna tveggja foreldra fjölskylda væri kjarni bandarískrar siðmenningar. Þingið ætti að beita sér fyrir því að gera fjölskyldum auðveldara að lifa á tekjum eins aðila, svo annað foreldrið gæti valið að vinna heima fyrir. Pence vildi þó einnig að þingið stæði í vegi fyrir öllum tilraunum til að gefa hjónaböndum samkynhneigðra sömu lagastöðu og hjónabandi konu og karls. Þingið ætti einnig að koma í veg fyrir að samkynhneigt fólk yrði skilgreint sem minnihluti og fengi þar með vernd mismununar- og hatursglæpalaga í Bandaríkjunum. Þá sagði Pence að ríkið ætti ekki að styðja endurupptöku Ryan White Care Act, án breytinga. RWCA snýr að styrkveitingum til að bæta heilbrigðisþjónustu einstaklinga með HIV. Meðal þeirra breytinga sem Pence fór fram á var að engir fjármunir yrðu veittir til samtaka sem „fagna og ýta undir þá tegund hegðunar sem auðveldar dreifingu HIV veirunnar“. Þess í stað ætti að nota fjármunina til að aðstoða fólk sem vilji „breyta kynhegðun sinni“.Sagði reykingar ekki drepa Sama ár, 2000, birti Pence grein þar sem hann sagðist ekki trúa því að reykingar drægju fólk til dauða. „Þrátt fyrir alla móðursýkina meðal stjórnmálamanna og fjölmiðla, drepa reykingar ekki. Staðreyndin er sú að tveir af hverjum þremur reykingamönnum deyja ekki vegna veikinda sem tengjast reykingum og níu af hverjum tíu reykingamönnum fá ekki lungnakrabbamein,“ skrifaði Pence. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna segir hins vegar að rúmlega 480 þúsund manns deyji árlega þar í landi vegna reykinga og lífstími þeirra sem reykja eru að meðaltali tíu árum styttri en annars.Brúar bilið á milli flokksins og Trump Mike Pence er, samkvæmt New York Times, allt sem Donald Trump er ekki. Hann hefur varið mörgum árum innan stjórnmála og verið þingmaður og ríkisstjóri. Íhaldsmenn líta upp til hans vegna sterkrar trúar hans og mótspyrnu hans gegn auknu samfélagslegu frjálslyndi. Þeir Pence og Trump eru sammála um margt, eins og fóstureyðingar og byssueign. Hins vegar hefur Pence talað fyrir aukinni valdbeitingu gegn Rússlandi og eins og áður hefur komið fram var hann á móti uppástungu Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Pence hefur varið undanförnum mánuðum í að reyna að sameina Repúblikanaflokkinn í kringum Donald Trump þar sem sambandið hefur verið stirt og hefur einnig fengið það verkefni að vera rödd skynseminnar í framboði Trump. Þeir félagar munu funda með Paul Ryan leiðtoga flokksins í dag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent