Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2016 15:15 Enginn augljós leiðtogi er í sjónmáli eftir brotthvarf Obama og tap Clinton. Vísir/Getty Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. Repúblikani mun taka við embætti forseta í janúar á sama tíma og Repúblikanar stýra þinginu, eru með umtalsvert fleiri ríkisstjóra og meirihluta á fleiri ríkisþingum en Demókratar. Ljóst er að það mun taka nokkur ár fyrir Demókrata að rétta úr kútnum sem vanrækt hafa grasrótarstarf sitt undir stjórn Barack Obama að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Augu flestra voru á þing- og forsetakosningnunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn en samhliða kosningunum fóru fram 12 ríkisstjórakosningar og kosningar til ríkisþings í 44 ríkjum Bandaríkjanna. Niðurstöður þeirra urðu á þann veg að Repúblikanar fara nú alfarið með stjórn í 24 ríkjum, það er meirihluta í báðum deildum ríkisþinga auk ríkisstjóraembættis. Repúblikanar eru einnig með meirihluta í báðum deildum 35 ríkisþinga og hafa einnig aldrei haft fleiri ríkisstjóra í sínum röðum, 34.Silja Bára Ómarsdóttir.Fréttablaðið/Hörður Sveinsson„Flokkurinn undir stjórn Obama hefur vanrækt uppbyggingu á ríkisstiginu. Það vantar áherslur á ríkisþingin og ríkisstjórana,“ segir Silja bára en á sama tíma hafa Repúblikanar farið í markvissar aðgerðir á ríkisstiginu til þess einmitt að ná stjórn í sem flestum ríkisþingum.Ríkisþingin gegna mikilvægu hlutverki í lagasetningu í Bandaríkjunum. Segja má að mikilvægi þinganna hafi aukist á sama tíma og þrátefli hefur orðið í samskiptum Obama Bandaríkjaforseta og Repúblikana á Bandaríkjaþingi.Hafa mikil áhrif á gang mála með því að teikna upp kjördæmin á tíu ára frestiRíkisþing undir stjórn Repúblikana hafa mörg hver, frá árinu 2010, samþykkt lög og reglugerðir sem erfitt væri að koma í gegnum Bandaríkjaþing og forsetaembættið, sérstaklega í forsetatíð Barack Obama. Frá árinu 2010 hafa 30 ríkisþing Bandaríkjanna, flest þeirra undir stjórn Repúblikana, meðal annars samþykkt samtals 205 nýjar takmarkanir á fóstureyðingum. Þá hafa 22 ríki, þar af átján undir stjórn Repúblikana samþykkt lög sem gera íbúum ríkjanna erfiðara um vik að kjósa og af 70 nýjum lögum sem sett hafa verið sem gera íbúum auðveldara að nálgast skotvopn, hafa 49 þeirra verið sett í ríkjum þar sem Repúblikanar fara alfarið með stjórn, samanborið við þrjú í ríkjum þar sem Demókratar fara alfarið með stjórnina.Sjá einnig: Mikil mótmæli á götum bandarískra borga vegna kjörs TrumpMikilvægasta hlutverk ríkisþinganna, sé litið til áhrifa á stjórn mála í Washington, er það úrslitavald sem mörg þeirra hafa þegar kemur að því að teikna upp og endurraða kjördæmum eftir manntali sem gert er á tíu ára fresti. Það verður næst gert árið 2020. Fyrir síðasta manntal stóð Repúblikanaflokkurinn fyrir umfangsmiklum aðgerðum sem miðuðu að því að ná stjórn á ríkisþingum sem gegndu lykilhlutverki í þessu ferli. Það virkaði og tókst flokknum í mörgum tilvikum að hafa áhrif á kjördæmaskipan sér í hag. Silja Bára segir að það hafi gert það að verkum að nánast ómögulegt sé fyrir Demókrata að ná meirihluta í fulltrúardeildinni á næstunni. Árið 2012 náði Repúblikanaflokkurin aftur meirihluta í fulltrúardeildinni þrátt fyrir að hafa fengið um 1,2 milljónum færri atkvæða. Að mati Silju Báru hljóti það því að vera forgangsmál fyrir flokkinn að ná eins góðri útkomu og hægt er í næstu þingkosningum sem fara fram árið 2018 en samhliða fara fram kosningar í 42 ríkisþingum. Þar þurfi flokkurinn að bæta sig verulega til þess að geta haft meiri áhrif á endurröðun kjördæmanna fyrir þingkosningarnar sem fer fram 2020.Verður Michelle Obama kannski fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna? Líklega ekki að mati Silju Báru.Vísir/GettyÞurfa að yngja upp Silja nefnir einnig að ekki sé hægt að benda á neinn augljósan kandídat fyrir næstu forsetakosningar. Áhersla flokksins á landsvísu fyrir næstu ár þurfi að vera, fyrir utan að vinna aftur sæti á Bandaríkjaþingi og ríkisþingum, að gera ákveðna kjörna fulltrúa sýnilega á landsvísi og yngja þurfi upp í framvarðarsveitinni. „Bernie Sanders verður að nálgast áttrætt fyrir næstu kosningar, Elizabeth Warren verður komin yfir sjötugt og Clinton mun sennilega ekki leitast eftir því að verða að áhrifamanneskja í flokknum eftir þessa útkomu,“ segir Silja.Sjá einnig: Heimsbyggðin biðlar til Michelle Obama að bjóða sig fram árið 2020 Mikið hefur verið horft til Michelle Obama, eiginkonu Barack Obama, og hafa netverjar meðal annars skorað á hana að bjóða sig fram árið 2020 með því að nota myllumerkið #Michelle2020 á samfélagsmiðlum. Silja Bára segir þó að telja verði framboð Michelle afar ólíklegt. „Fólk er auðvitað mjög skotið í Michelle en hún hefur ekki sýnt neinn áhuga á því að taka þátt í stjórnmálum og er auðvitað ekki með neina reynslu,“ segir Silja Bára. Hún telur líklegt að þau hjónin verði að einhvers konar leiðarljósi fyrir flokkinn í framtíðinni fremur en að þau taki þátt í miklu málefnastarfi innan flokksins. Engin hefð sé fyrir því að fyrrverandi forsetar leiki lykilhlutverk í stjórnmálum eftir að þeir láti af embætti.Lýðfræðileg þróun Demókrötum þó í vil Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, má þakka hvítum verkamönnum í strjálbýlli sýslum sigur sinn ef marka má útgönguspár sem gerðar voru á kjördag. Alls fékk Trump 56 prósent allra atkvæða hvítra kjósenda, sem eru langstærsti markhópurinn. Silja Bára segir að þetta sýni meðal annars að Demókrataflokkurinn hafi misst tengslin við fyrri markhópa sína. „Augljósi vandinn sem birtist í þessu kjöri Trump er hvað Demókrataflokkurinn hefur misst tengslin við verkalýðsstéttina. Flokkurinn hefur alltaf lagt mikla áherslu á að vera í tengslum við verkalýðsfélög sem hafa verið að brotna niður,“ segir Silja Bára.Sjá einnig:Bandalag hinna gleymdu valdi Trump Silja Bára bendir þó á að þrátt fyrir að staðan sé slæm í augnablikinu fyrir Demókrata sé því þó spáð að á næstu árum muni minnihlutahópar í Bandaríkjunum verða að meirihluta á kostnað hvítra þar í landi. Talið sé að sú þróun muni hjálpa Demókrötum til lengri tíma litið. Vísar Silja Bára til þess að Hillary Clinton hafi hlotið fleiri atkvæði en Donald Trump þegar uppi var staðið. Þar muni mestu um Kaliforníu þar sem Clinton vann með yfirburðum. „Í Kaliforníu sést þessi þróun svart á hvítu þar sem er mikil fjölmenning. Það liggur fyrir að fleiri ríki muni fara að einkennast af því en það er ekki endilega í næstu kosningum,“ segir Silja Bára. Flokkurinn þurfi því að koma framtíðarkandítödum til forseta fram á sjónarsviðið og það sé verkefni nánustu framtíðar.Tulsi Gabbard er ein helsta vonarstjarna Demókrata.Vísir/GettyEnginn augljós leiðtogi í sjónmáli Aðspurð hvaða Demókratar teljist líklegir til frama segir Silja Bára að það sé enginn augljós kostur á borð við Barack Obama fyrir kosningarnar 2008. Hann steig nánast fullskapaður fram á svið stjórnmálanna árið 2004 með kraftmikilli ræðu á flokksþingi Demókrata. Hægt sé þó að nefna Kamölu Harris, 52 ára lögfræðing frá Kaliforníu, sem mun taka sæti í öldungadeild bandaríska þingsins í janúar. Þá nefnir Silja Bára fulltrúardeildarþingmanninn Tulsi Gabbard sem er aðeins 35 ára. Hún þykir öflug á þingi og er einnig fyrrum hermaður sem aldrei hefur skaðað í bandarískum stjórnmálum. „Flokkurinn þarf verulega að snúa sér að yngra fólki, að ná ungu kynslóðinni inn í stjórnmálastarf og hætta þessari stjörnudýrkun,“ segir Silja Bára og vísar þar til kosningabaráttu Clinton en frægir leikarar, tónlistarmenn og íþróttamenn voru tíðir gestir í kosningabaráttu hennar. „Þetta byggir upp stemnningu fyrir viðburðum en fæstir tengja við líf og lífskjör þessa einstaklinga. Þetta er ekki það sem segir fólki eitthvað um stjórnmál.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira
Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. Repúblikani mun taka við embætti forseta í janúar á sama tíma og Repúblikanar stýra þinginu, eru með umtalsvert fleiri ríkisstjóra og meirihluta á fleiri ríkisþingum en Demókratar. Ljóst er að það mun taka nokkur ár fyrir Demókrata að rétta úr kútnum sem vanrækt hafa grasrótarstarf sitt undir stjórn Barack Obama að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Augu flestra voru á þing- og forsetakosningnunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn en samhliða kosningunum fóru fram 12 ríkisstjórakosningar og kosningar til ríkisþings í 44 ríkjum Bandaríkjanna. Niðurstöður þeirra urðu á þann veg að Repúblikanar fara nú alfarið með stjórn í 24 ríkjum, það er meirihluta í báðum deildum ríkisþinga auk ríkisstjóraembættis. Repúblikanar eru einnig með meirihluta í báðum deildum 35 ríkisþinga og hafa einnig aldrei haft fleiri ríkisstjóra í sínum röðum, 34.Silja Bára Ómarsdóttir.Fréttablaðið/Hörður Sveinsson„Flokkurinn undir stjórn Obama hefur vanrækt uppbyggingu á ríkisstiginu. Það vantar áherslur á ríkisþingin og ríkisstjórana,“ segir Silja bára en á sama tíma hafa Repúblikanar farið í markvissar aðgerðir á ríkisstiginu til þess einmitt að ná stjórn í sem flestum ríkisþingum.Ríkisþingin gegna mikilvægu hlutverki í lagasetningu í Bandaríkjunum. Segja má að mikilvægi þinganna hafi aukist á sama tíma og þrátefli hefur orðið í samskiptum Obama Bandaríkjaforseta og Repúblikana á Bandaríkjaþingi.Hafa mikil áhrif á gang mála með því að teikna upp kjördæmin á tíu ára frestiRíkisþing undir stjórn Repúblikana hafa mörg hver, frá árinu 2010, samþykkt lög og reglugerðir sem erfitt væri að koma í gegnum Bandaríkjaþing og forsetaembættið, sérstaklega í forsetatíð Barack Obama. Frá árinu 2010 hafa 30 ríkisþing Bandaríkjanna, flest þeirra undir stjórn Repúblikana, meðal annars samþykkt samtals 205 nýjar takmarkanir á fóstureyðingum. Þá hafa 22 ríki, þar af átján undir stjórn Repúblikana samþykkt lög sem gera íbúum ríkjanna erfiðara um vik að kjósa og af 70 nýjum lögum sem sett hafa verið sem gera íbúum auðveldara að nálgast skotvopn, hafa 49 þeirra verið sett í ríkjum þar sem Repúblikanar fara alfarið með stjórn, samanborið við þrjú í ríkjum þar sem Demókratar fara alfarið með stjórnina.Sjá einnig: Mikil mótmæli á götum bandarískra borga vegna kjörs TrumpMikilvægasta hlutverk ríkisþinganna, sé litið til áhrifa á stjórn mála í Washington, er það úrslitavald sem mörg þeirra hafa þegar kemur að því að teikna upp og endurraða kjördæmum eftir manntali sem gert er á tíu ára fresti. Það verður næst gert árið 2020. Fyrir síðasta manntal stóð Repúblikanaflokkurinn fyrir umfangsmiklum aðgerðum sem miðuðu að því að ná stjórn á ríkisþingum sem gegndu lykilhlutverki í þessu ferli. Það virkaði og tókst flokknum í mörgum tilvikum að hafa áhrif á kjördæmaskipan sér í hag. Silja Bára segir að það hafi gert það að verkum að nánast ómögulegt sé fyrir Demókrata að ná meirihluta í fulltrúardeildinni á næstunni. Árið 2012 náði Repúblikanaflokkurin aftur meirihluta í fulltrúardeildinni þrátt fyrir að hafa fengið um 1,2 milljónum færri atkvæða. Að mati Silju Báru hljóti það því að vera forgangsmál fyrir flokkinn að ná eins góðri útkomu og hægt er í næstu þingkosningum sem fara fram árið 2018 en samhliða fara fram kosningar í 42 ríkisþingum. Þar þurfi flokkurinn að bæta sig verulega til þess að geta haft meiri áhrif á endurröðun kjördæmanna fyrir þingkosningarnar sem fer fram 2020.Verður Michelle Obama kannski fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna? Líklega ekki að mati Silju Báru.Vísir/GettyÞurfa að yngja upp Silja nefnir einnig að ekki sé hægt að benda á neinn augljósan kandídat fyrir næstu forsetakosningar. Áhersla flokksins á landsvísu fyrir næstu ár þurfi að vera, fyrir utan að vinna aftur sæti á Bandaríkjaþingi og ríkisþingum, að gera ákveðna kjörna fulltrúa sýnilega á landsvísi og yngja þurfi upp í framvarðarsveitinni. „Bernie Sanders verður að nálgast áttrætt fyrir næstu kosningar, Elizabeth Warren verður komin yfir sjötugt og Clinton mun sennilega ekki leitast eftir því að verða að áhrifamanneskja í flokknum eftir þessa útkomu,“ segir Silja.Sjá einnig: Heimsbyggðin biðlar til Michelle Obama að bjóða sig fram árið 2020 Mikið hefur verið horft til Michelle Obama, eiginkonu Barack Obama, og hafa netverjar meðal annars skorað á hana að bjóða sig fram árið 2020 með því að nota myllumerkið #Michelle2020 á samfélagsmiðlum. Silja Bára segir þó að telja verði framboð Michelle afar ólíklegt. „Fólk er auðvitað mjög skotið í Michelle en hún hefur ekki sýnt neinn áhuga á því að taka þátt í stjórnmálum og er auðvitað ekki með neina reynslu,“ segir Silja Bára. Hún telur líklegt að þau hjónin verði að einhvers konar leiðarljósi fyrir flokkinn í framtíðinni fremur en að þau taki þátt í miklu málefnastarfi innan flokksins. Engin hefð sé fyrir því að fyrrverandi forsetar leiki lykilhlutverk í stjórnmálum eftir að þeir láti af embætti.Lýðfræðileg þróun Demókrötum þó í vil Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, má þakka hvítum verkamönnum í strjálbýlli sýslum sigur sinn ef marka má útgönguspár sem gerðar voru á kjördag. Alls fékk Trump 56 prósent allra atkvæða hvítra kjósenda, sem eru langstærsti markhópurinn. Silja Bára segir að þetta sýni meðal annars að Demókrataflokkurinn hafi misst tengslin við fyrri markhópa sína. „Augljósi vandinn sem birtist í þessu kjöri Trump er hvað Demókrataflokkurinn hefur misst tengslin við verkalýðsstéttina. Flokkurinn hefur alltaf lagt mikla áherslu á að vera í tengslum við verkalýðsfélög sem hafa verið að brotna niður,“ segir Silja Bára.Sjá einnig:Bandalag hinna gleymdu valdi Trump Silja Bára bendir þó á að þrátt fyrir að staðan sé slæm í augnablikinu fyrir Demókrata sé því þó spáð að á næstu árum muni minnihlutahópar í Bandaríkjunum verða að meirihluta á kostnað hvítra þar í landi. Talið sé að sú þróun muni hjálpa Demókrötum til lengri tíma litið. Vísar Silja Bára til þess að Hillary Clinton hafi hlotið fleiri atkvæði en Donald Trump þegar uppi var staðið. Þar muni mestu um Kaliforníu þar sem Clinton vann með yfirburðum. „Í Kaliforníu sést þessi þróun svart á hvítu þar sem er mikil fjölmenning. Það liggur fyrir að fleiri ríki muni fara að einkennast af því en það er ekki endilega í næstu kosningum,“ segir Silja Bára. Flokkurinn þurfi því að koma framtíðarkandítödum til forseta fram á sjónarsviðið og það sé verkefni nánustu framtíðar.Tulsi Gabbard er ein helsta vonarstjarna Demókrata.Vísir/GettyEnginn augljós leiðtogi í sjónmáli Aðspurð hvaða Demókratar teljist líklegir til frama segir Silja Bára að það sé enginn augljós kostur á borð við Barack Obama fyrir kosningarnar 2008. Hann steig nánast fullskapaður fram á svið stjórnmálanna árið 2004 með kraftmikilli ræðu á flokksþingi Demókrata. Hægt sé þó að nefna Kamölu Harris, 52 ára lögfræðing frá Kaliforníu, sem mun taka sæti í öldungadeild bandaríska þingsins í janúar. Þá nefnir Silja Bára fulltrúardeildarþingmanninn Tulsi Gabbard sem er aðeins 35 ára. Hún þykir öflug á þingi og er einnig fyrrum hermaður sem aldrei hefur skaðað í bandarískum stjórnmálum. „Flokkurinn þarf verulega að snúa sér að yngra fólki, að ná ungu kynslóðinni inn í stjórnmálastarf og hætta þessari stjörnudýrkun,“ segir Silja Bára og vísar þar til kosningabaráttu Clinton en frægir leikarar, tónlistarmenn og íþróttamenn voru tíðir gestir í kosningabaráttu hennar. „Þetta byggir upp stemnningu fyrir viðburðum en fæstir tengja við líf og lífskjör þessa einstaklinga. Þetta er ekki það sem segir fólki eitthvað um stjórnmál.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira