Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 22:48 Jens Garðar Helgason, formaður SFS. vísir/gva Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það gríðarlega mikil vonbrigði að sjómenn séu á leið í verkfall núna klukkan 23 í kvöld. Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ segir Jens í samtali við Vísi. Jens segir að SFS sé ekki búið að reikna út hversu mikið efnahagslegt tjón verkfallið getur valdið en ljóst er að það mun standa í að minnsta kosti viku þar sem skip eru á leið í land alla leið úr Barentshafi, en siglingin þaðan og hingað tekur um viku. Því á hann von á að Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, muni taka stöðuna á mönnum undir lok næstu viku en hvort hún boði fund veit hann ekki um. Þó að erfitt sé að segja til um efnahagslegt tjón þá er það svo að bæði nóvember og desember eru mjög stórir mánuðir fyrir ferska fiskinn að sögn Jens. „Síðan gerist það eftir áramótin að Norðmenn koma inn á markaðinn, verðin lækka og þá hægist um á markaðnum. Þannig að fyrir sjómenn á bolfiskskipum þá hlýtur þetta að vera mikið högg því þetta eru svona með bestu mánuðum á árinu.“ Samninganefnin situr enn á fundi í Karphúsinu með vélstjórum en Jens segir ekki hægt að segja til um það hvenær eða hvernig þeim viðræðum ljúki. „Ætli maður hafi ekki lært það á þessum degi í dag að segja hvorki af né á.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það gríðarlega mikil vonbrigði að sjómenn séu á leið í verkfall núna klukkan 23 í kvöld. Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ segir Jens í samtali við Vísi. Jens segir að SFS sé ekki búið að reikna út hversu mikið efnahagslegt tjón verkfallið getur valdið en ljóst er að það mun standa í að minnsta kosti viku þar sem skip eru á leið í land alla leið úr Barentshafi, en siglingin þaðan og hingað tekur um viku. Því á hann von á að Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, muni taka stöðuna á mönnum undir lok næstu viku en hvort hún boði fund veit hann ekki um. Þó að erfitt sé að segja til um efnahagslegt tjón þá er það svo að bæði nóvember og desember eru mjög stórir mánuðir fyrir ferska fiskinn að sögn Jens. „Síðan gerist það eftir áramótin að Norðmenn koma inn á markaðinn, verðin lækka og þá hægist um á markaðnum. Þannig að fyrir sjómenn á bolfiskskipum þá hlýtur þetta að vera mikið högg því þetta eru svona með bestu mánuðum á árinu.“ Samninganefnin situr enn á fundi í Karphúsinu með vélstjórum en Jens segir ekki hægt að segja til um það hvenær eða hvernig þeim viðræðum ljúki. „Ætli maður hafi ekki lært það á þessum degi í dag að segja hvorki af né á.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25
„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52