Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 09:00 Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor og Bandaríkjamaðurinn Eddie Alvarez settu heldur betur upp flotta sýningu á blaðamannafundi fyrir UFC 205 bardagakvöldið sem fram fer í New York á aðfaranótt sunnudags en það verður það stærsta og flottasta í sögunni. Conor og Alvarez berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt en Bandaríkjamaðurinn er handhafi beltisins í þeim þyngdarflookki. Takist Conor að sigra Alvarez verður hann fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC á sama tíma. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn í gærkvöldi en Alvarez mætti á réttum tíma. Hann stóð upp og fór en kom aftur. Conor mætti á svæðið þegar Alvarez var hvergi sjáanlegur. Hann kom dansandi út á sviðið og byrjaði á því að taka heimsmeistarabelti Alvarez og setja það á borðið hjá sér. „Fyrirgefið hvað ég er seinn en mér er bara alveg drullusama,“ öskraði Conor í hljóðnemann en hann mætti í minkapels og talaði óspart um hvað hann væri glæsilegur eins og svo oft áður. Þegar Alvarez mætti á sviðið skömmu seinna sá hann að beltið sitt var á borðinu hjá Conor en það fannst honum ekkert fyndið. Hann hrifsaði beltið til sín og kastaði svo stól í áttina að Conor. Þá trylltist Írinn. Hann reyndi að kasta stólnum aftur í Alvarez en Dana White, forseti UFC, þurfti að spila körfuboltavörn á Írann til að koma í veg fyrir að einhvern myndi slasa sig. Conor fór svo á kostum á blaðamannafundinum sjálfum eins og hann gerir svo gjarnan en allan fundinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Conor mætir á sviðið eftir 23 mínútur og 50 sekúndur.UFC 205 er stærsta og flottasta bardagakvöld í sögu UFC. Það verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember. MMA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor og Bandaríkjamaðurinn Eddie Alvarez settu heldur betur upp flotta sýningu á blaðamannafundi fyrir UFC 205 bardagakvöldið sem fram fer í New York á aðfaranótt sunnudags en það verður það stærsta og flottasta í sögunni. Conor og Alvarez berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt en Bandaríkjamaðurinn er handhafi beltisins í þeim þyngdarflookki. Takist Conor að sigra Alvarez verður hann fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC á sama tíma. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn í gærkvöldi en Alvarez mætti á réttum tíma. Hann stóð upp og fór en kom aftur. Conor mætti á svæðið þegar Alvarez var hvergi sjáanlegur. Hann kom dansandi út á sviðið og byrjaði á því að taka heimsmeistarabelti Alvarez og setja það á borðið hjá sér. „Fyrirgefið hvað ég er seinn en mér er bara alveg drullusama,“ öskraði Conor í hljóðnemann en hann mætti í minkapels og talaði óspart um hvað hann væri glæsilegur eins og svo oft áður. Þegar Alvarez mætti á sviðið skömmu seinna sá hann að beltið sitt var á borðinu hjá Conor en það fannst honum ekkert fyndið. Hann hrifsaði beltið til sín og kastaði svo stól í áttina að Conor. Þá trylltist Írinn. Hann reyndi að kasta stólnum aftur í Alvarez en Dana White, forseti UFC, þurfti að spila körfuboltavörn á Írann til að koma í veg fyrir að einhvern myndi slasa sig. Conor fór svo á kostum á blaðamannafundinum sjálfum eins og hann gerir svo gjarnan en allan fundinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Conor mætir á sviðið eftir 23 mínútur og 50 sekúndur.UFC 205 er stærsta og flottasta bardagakvöld í sögu UFC. Það verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember.
MMA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira