Aron er fyrsti gestur Poppkastsins. Poppkastið er glænýr hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson og Hulda Hólmkelsdóttir. Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin.
Aron Már hefur gengið í gegnum margt og til að mynda missti hann systur sína fyrir nokkrum árum, og var hún aðeins fimm ára gömul þegar hún kvaddi þennan heim. Í kjölfarið tók við virkilega erfiður tími sem mótaði Aron, og það til framtíðar.
Þessi vinsæli Snappchat-ari ætlar sér stóra hluti og er von nýju efni frá honum á næstunni. Aron fór meðal annars til Los Angeles á dögunum og fundaði í höfuðstöðum Snapchat. Í samtali við Poppkastið sagði Aron að von væri á skemmtilegum fréttum í sambandi við framtíð hans á samfélagsmiðlum, og það kæmi heldur betur á óvart.
Hér að neðan má hlusta á fyrsta þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Neðst í fréttinni má lesa allar vinsælustu fréttirnar í Lífinu þessa vikuna.