Dýrafjarðargöng færast nær fyrstu sprengingu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2016 21:15 Vegagerðin hefur tilkynnt bjóðendum að tilboð í Dýrafjarðargöng verði opnuð í janúarbyrjun. Tilboðin verða hins vegar ekki opnuð nema Alþingi verði þá búið að samþykkja fjárlög. Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði er helsta ástæðan fyrir því hversvegna menn vilja Dýrafjarðargöng. Hann nær upp í 550 metra hæð yfir sjávarmáli og er jafnan ófær í fjóra til fimm mánuði yfir vetrartímann og helsti farartálminn í vegi þess að hægt sé að aka allt árið milli byggða á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.Vegurinn upp á Hrafnseyrarheiði liggur um brattar skriður, bæði Dýrafjarðar- og Arnarfjarðarmegin.Mynd/Stöð 2.Dýrafjarðargöng eru stærsta verkefnið á þeirri samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti í haust, talin kosta yfir níu milljarða króna, en þau verða 5,6 kílómetra löng. Þar sem þau verða grafin innarlega í Arnarfirði og Dýrafirði fæst 27 kílómetra stytting Vestfjarðavegar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.Í forvali á evrópska efnahagssvæðinu voru sjö verktakasamsteypur metnar hæfar til að bjóða í verkið. Þær samanstanda af fyrirtækjum frá Íslandi, Danmörku,Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Ítalíu og Spáni en Vegagerðin sendi útboðsgögn til þeirra í dag. Tilboðin á að opna þann 10. janúar, eftir tvo mánuði. Þó er einn fyrirvari, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Ef ekki verður búið að samþykkja fjárlög, þá verður beðið með að opna tilboðin þar til fjárheimild Alþingis liggur fyrir. Stefnt er að því að ljúka samningum við lægstbjóðanda í mars eða apríl og að framkvæmdir hefjist um mitt ár. Áætlað er að verkið taki um þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020.Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð.Mynd/Stöð 2. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Vegagerðin hefur tilkynnt bjóðendum að tilboð í Dýrafjarðargöng verði opnuð í janúarbyrjun. Tilboðin verða hins vegar ekki opnuð nema Alþingi verði þá búið að samþykkja fjárlög. Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði er helsta ástæðan fyrir því hversvegna menn vilja Dýrafjarðargöng. Hann nær upp í 550 metra hæð yfir sjávarmáli og er jafnan ófær í fjóra til fimm mánuði yfir vetrartímann og helsti farartálminn í vegi þess að hægt sé að aka allt árið milli byggða á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.Vegurinn upp á Hrafnseyrarheiði liggur um brattar skriður, bæði Dýrafjarðar- og Arnarfjarðarmegin.Mynd/Stöð 2.Dýrafjarðargöng eru stærsta verkefnið á þeirri samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti í haust, talin kosta yfir níu milljarða króna, en þau verða 5,6 kílómetra löng. Þar sem þau verða grafin innarlega í Arnarfirði og Dýrafirði fæst 27 kílómetra stytting Vestfjarðavegar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.Í forvali á evrópska efnahagssvæðinu voru sjö verktakasamsteypur metnar hæfar til að bjóða í verkið. Þær samanstanda af fyrirtækjum frá Íslandi, Danmörku,Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Ítalíu og Spáni en Vegagerðin sendi útboðsgögn til þeirra í dag. Tilboðin á að opna þann 10. janúar, eftir tvo mánuði. Þó er einn fyrirvari, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Ef ekki verður búið að samþykkja fjárlög, þá verður beðið með að opna tilboðin þar til fjárheimild Alþingis liggur fyrir. Stefnt er að því að ljúka samningum við lægstbjóðanda í mars eða apríl og að framkvæmdir hefjist um mitt ár. Áætlað er að verkið taki um þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020.Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð.Mynd/Stöð 2.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07
Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00
Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35