Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum segir mikla óvissu um framhaldið vegna kjörs Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Una Sighvatsdóttir skrifa 11. nóvember 2016 22:43 Mjög óljóst er hver stefna verðandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, verður í utanríkismálum en ef marka má sumar yfirlýsingar hans síðustu mánuði er hugsanlegt að staða Bandaríkjanna í alþjóða samfélaginu gæti gjörbreyst í forsetatíð hans. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var stödd í sendiráði Íslands í Washington, og ræddi þar við Geir H. Haarde, sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, um stöðuna sem nú er uppi í bandarískum stjórnmálum. Geir sagði að úrslitin hefðu komið sér jafnmikið á óvart og flestum öðrum. „Þetta var þvert á allar skoðanakannanir og spár helstu spekinga sem maður horfir á í sjónvarpi og les eftir í blöðunum þannig að þetta voru mjög óvænt úrslit. Það er líka mikil óvissa um framhaldið, hvað er að marka stóru orðin sem féllu í kosningabaráttunni. Hvað verður til dæmis með Atlantshafsbandalagið og hver eru óbeinu áhrifin af því fyrir Íslendinga? Hvað verður um viðskiptamálin, viðskiptasamningana við Evrópusambandið sem hafa verið í deiglunni og lögð mikil vinna í undanfarin ár? Er þetta allt saman núna fyrir bí?“ sagði Geir. Þá sagði hann jafnframt mikla óvissu um samskipti Bandaríkjanna við ýmis önnur ríki og nefndi Japan og Suður-Kóreu í því sambandi.Viðtal Unu Sighvatsdóttur við Geir má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálin elta Trump í Hvíta húsið Innan fárra vikna þarf Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, að mæta til réttarhalda í Kaliforníu vegna Trump-háskólans svonefnda, sem starfaði á árunum 2005 til 2010. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Mjög óljóst er hver stefna verðandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, verður í utanríkismálum en ef marka má sumar yfirlýsingar hans síðustu mánuði er hugsanlegt að staða Bandaríkjanna í alþjóða samfélaginu gæti gjörbreyst í forsetatíð hans. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var stödd í sendiráði Íslands í Washington, og ræddi þar við Geir H. Haarde, sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, um stöðuna sem nú er uppi í bandarískum stjórnmálum. Geir sagði að úrslitin hefðu komið sér jafnmikið á óvart og flestum öðrum. „Þetta var þvert á allar skoðanakannanir og spár helstu spekinga sem maður horfir á í sjónvarpi og les eftir í blöðunum þannig að þetta voru mjög óvænt úrslit. Það er líka mikil óvissa um framhaldið, hvað er að marka stóru orðin sem féllu í kosningabaráttunni. Hvað verður til dæmis með Atlantshafsbandalagið og hver eru óbeinu áhrifin af því fyrir Íslendinga? Hvað verður um viðskiptamálin, viðskiptasamningana við Evrópusambandið sem hafa verið í deiglunni og lögð mikil vinna í undanfarin ár? Er þetta allt saman núna fyrir bí?“ sagði Geir. Þá sagði hann jafnframt mikla óvissu um samskipti Bandaríkjanna við ýmis önnur ríki og nefndi Japan og Suður-Kóreu í því sambandi.Viðtal Unu Sighvatsdóttur við Geir má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálin elta Trump í Hvíta húsið Innan fárra vikna þarf Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, að mæta til réttarhalda í Kaliforníu vegna Trump-háskólans svonefnda, sem starfaði á árunum 2005 til 2010. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Dómsmálin elta Trump í Hvíta húsið Innan fárra vikna þarf Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, að mæta til réttarhalda í Kaliforníu vegna Trump-háskólans svonefnda, sem starfaði á árunum 2005 til 2010. 11. nóvember 2016 07:00
Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55
Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00