Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 12:04 Það var nóg að gera hjá Conor McGregor í gær. Vísir/Getty Þó svo að Conor McGregor sé að fara að berjast við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn í UFC hefur hann síðustu klukkutímana staðið í taugastríði við veltivigtarmeistarann Tyron Woodley. Allt byrjaði þetta eftir vigtunina í gær en Woodley er að fara að berjast við Stephen Thompson í titilbardaga á UFC 205 í New York í kvöld. UFC 205 bardagakvöldið í kvöld er með þrjá titilbardaga en auk þess að titillinn verður undir í léttvigt og veltivigt munu þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz berjast um titilinn í strávigt. Woodley og McGregor eru þó komnir í hár saman þrátt fyrir að þeir séu ekki að mætast í hringnum í kvöld. Eftir vigtunina í gær hittust þeir Woodley og Conor baksviðs þar sem sá fyrrnefndi ætlaði að ná sér í vatn. Hann heilsaði Conor, sem virtist engan áhuga á að svara honum og gaf honum dauðalvarlega störu. Myndband af því má sjá hér fyrir ofan.@arielhelwani I said what's up then he tried to flex. Quickly he realized it was a NO FLEX ZONE Pretty much made him say what's up! JS — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram á Twitter-síðum þeirra félaga þar sem Conor virtist leggja sig fram við það að móðga Woodley.@TWooodley@arielhelwani Twitter bitch you'll do nothing — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 @TheNotoriousMMA Dude Im not them guys u deal w Homie! I'll forget the fight & go Ferguson! Focus on Eddie & never call me a Bitch again. — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 @TWooodley bitch — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram þegar þeir hittust aftur baksviðs í nótt og þá skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum. Til að bæta gráu á svart skipti Khabib Nurmagomedov sér af öllu saman og virtist eiga óuppgerðar sakir við McGregor. Upptökur af þessu má sjá hér fyrir neðan.antes de salir ya hay problemas atrás entre @TheNotoriousMMA y @TWooodley#UFC205pic.twitter.com/sVu3DCF2dJ — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Y también entre @TeamKhabib y @TheNotoriousMMA hay palabras y los separan! #UFC205pic.twitter.com/gT1uyBALdU — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Þess má geta að Nurmagomedov er léttvigtarbardagamaður og mætir Michael Johnson í kvöld. Titilbardagi Alvarez og Mcgregor er einnig í léttvigt. McGregor virtist hafa upphaflega verið ósáttur við að Alvarez hafi myndað hatrömm samskipti þeirra Conors og Alvarez á blaðamannafundi UFC á fimmtudagskvöld. Sá fundur var afar skrautlegur. How you act when u know somebody gone break it up! @thenotoriousmma @ealvarezfight #ufc #ufcpresser #ufc205 #ufc205 A video posted by Tyron Woodley (@twooodley) on Nov 10, 2016 at 1:27pm PST Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Það má gera ráð fyrir að Conor sé að hita upp fyrir mögulega bardaga við þá Woodley og Nurmagomedov. Woodley er ríkjandi meistari í veltivigt, sem Conor hefur áður barist í, og ef að Numagomedov vinnur Johnson í kvöld gæti hann fengið titilbardaga í léttvigt - mögulega gegn Conor ef hann vinnur í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Arial Helwani við Woodley um uppákomuna með McGregor en bein útsending frá UFC 205 hefst á Stöð 2 Sport klukkan 03.00 í nótt. MMA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Þó svo að Conor McGregor sé að fara að berjast við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn í UFC hefur hann síðustu klukkutímana staðið í taugastríði við veltivigtarmeistarann Tyron Woodley. Allt byrjaði þetta eftir vigtunina í gær en Woodley er að fara að berjast við Stephen Thompson í titilbardaga á UFC 205 í New York í kvöld. UFC 205 bardagakvöldið í kvöld er með þrjá titilbardaga en auk þess að titillinn verður undir í léttvigt og veltivigt munu þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz berjast um titilinn í strávigt. Woodley og McGregor eru þó komnir í hár saman þrátt fyrir að þeir séu ekki að mætast í hringnum í kvöld. Eftir vigtunina í gær hittust þeir Woodley og Conor baksviðs þar sem sá fyrrnefndi ætlaði að ná sér í vatn. Hann heilsaði Conor, sem virtist engan áhuga á að svara honum og gaf honum dauðalvarlega störu. Myndband af því má sjá hér fyrir ofan.@arielhelwani I said what's up then he tried to flex. Quickly he realized it was a NO FLEX ZONE Pretty much made him say what's up! JS — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram á Twitter-síðum þeirra félaga þar sem Conor virtist leggja sig fram við það að móðga Woodley.@TWooodley@arielhelwani Twitter bitch you'll do nothing — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 @TheNotoriousMMA Dude Im not them guys u deal w Homie! I'll forget the fight & go Ferguson! Focus on Eddie & never call me a Bitch again. — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 @TWooodley bitch — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram þegar þeir hittust aftur baksviðs í nótt og þá skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum. Til að bæta gráu á svart skipti Khabib Nurmagomedov sér af öllu saman og virtist eiga óuppgerðar sakir við McGregor. Upptökur af þessu má sjá hér fyrir neðan.antes de salir ya hay problemas atrás entre @TheNotoriousMMA y @TWooodley#UFC205pic.twitter.com/sVu3DCF2dJ — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Y también entre @TeamKhabib y @TheNotoriousMMA hay palabras y los separan! #UFC205pic.twitter.com/gT1uyBALdU — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Þess má geta að Nurmagomedov er léttvigtarbardagamaður og mætir Michael Johnson í kvöld. Titilbardagi Alvarez og Mcgregor er einnig í léttvigt. McGregor virtist hafa upphaflega verið ósáttur við að Alvarez hafi myndað hatrömm samskipti þeirra Conors og Alvarez á blaðamannafundi UFC á fimmtudagskvöld. Sá fundur var afar skrautlegur. How you act when u know somebody gone break it up! @thenotoriousmma @ealvarezfight #ufc #ufcpresser #ufc205 #ufc205 A video posted by Tyron Woodley (@twooodley) on Nov 10, 2016 at 1:27pm PST Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Það má gera ráð fyrir að Conor sé að hita upp fyrir mögulega bardaga við þá Woodley og Nurmagomedov. Woodley er ríkjandi meistari í veltivigt, sem Conor hefur áður barist í, og ef að Numagomedov vinnur Johnson í kvöld gæti hann fengið titilbardaga í léttvigt - mögulega gegn Conor ef hann vinnur í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Arial Helwani við Woodley um uppákomuna með McGregor en bein útsending frá UFC 205 hefst á Stöð 2 Sport klukkan 03.00 í nótt.
MMA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira