Vladimir Putin, forseti Rússlands, er ekki jafn ánægður með rússneska fótboltalandsliðið og kjörið á Donald Trump sem næsta forseta Bandaríkjanna.
Rússneska liðið hefur verið í lægð undanfarin ár og lítið getað. Á fimmtudaginn tapaði Rússland t.a.m. fyrir Katar í vináttulandsleik á milli þjóðanna sem halda HM 2018 og 2022.
Putin var ekki sáttur með sína menn og fór ekkert hljótt með það.
„Ef ég á að vera hreinskilinn hef ég ekki séð fallegan fótbolta hjá landsliðinu í langan tíma,“ sagði Putin ósáttur.
Rússland komst ekki upp úr sínum riðli á EM í Frakklandi í sumar. Að mótinu loknu sagði Leonid Slutsky starfi sínu lausu og Stanislav Cherchesov tók við sem landsliðsþjálfari.
Rússland hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum undir stjórn Cherchesovs og fékk m.a. á sig fjögur mörk í tapi fyrir Kosta Ríku í síðasta mánuði.
Rússar halda HM eftir tvö ár og yfirlýst markmið þeirra er að komast í undanúrslit á heimavelli. Eins og staðan er í dag er það fjarlægur draumur.
Putin lætur rússneska fótboltalandsliðið heyra það
Tengdar fréttir

Putin býst við þíðu í samskiptum við Bandaríkin
Utanríkisráðherra túlkar sigur Trump sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum.

Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo
Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands.

Rússar vonast til betra sambands við Bandaríkin
Putin sendi Trump skeyti þar sem hann óskaði honum til hamingju með sigurinn.

Hvað er í kollinum á Trump?
Hvað er í kollinum á Trump og hvað er í kolli bandarískra kjósenda? Sérfræðingar og listamenn rýna í kosningaúrslitin og nýjan forseta Bandaríkjanna.

10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti
Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.