Modric var lykilskipting hjá þeim Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 14. nóvember 2016 06:30 Luka Modric þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir leikinn. Vísir/Getty Eyjamaðurinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reynir oftar en ekki að líta á björtu hliðarnar og það var vissulega margt jákvætt í leik íslenska liðsins á Maksimir-vellinum þó svo liðið hafi gengið þaðan út stigalaust. „Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik en hans lið mætti geysilega vel stemmt til leiksins og þjarmaði að Króötum í upphafi. „Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik. Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu. Þá vorum við farnir svolítið langt fram og endum með að tapa 2-0 sem er auðvitað ekki gott. Við urðum samt að taka áhættu.“Allt breyttist í síðari hálfleik Íslenska liðið átti í fullu tré og rúmlega við Króatana í fyrri hálfleik og var aðeins minna með boltann. Það breyttist þó allt í síðari hálfleik er Luka Modric kom inn á miðju Króata og tók við stjórn leiksins. „Það er svolítil lykilskipting hjá þeim og við vorum svo sem búnir að undirbúa okkur fyrir hana. Það er samt erfitt að elta svona mikið. Þetta var ekki besti leikur okkar í keppninni en andstæðingurinn var mjög góður,“ segir Heimir en hann gerði ekki breytingar á sínu liði fyrr en 15 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum að hugsa allan leikinn en fyrri hálfleikur var góður og svo sjáum við í seinni hálfleik hvernig þetta spilast. Við vorum allan tímann inni í leiknum og þeir sköpuðu ekki neitt á meðan við vorum að fá föst leikatriði sem við getum alltaf skorað úr. Það hefðu verið mjög góð úrslit að fá stig hér í þessum leik. Við vildum ekki fórna einhverju of snemma með skiptingum.“ Eins og áður segir var margt jákvætt í leik íslenska liðsins en hvað fannst Heimi vanta upp á hjá liðinu í þessum leik?Frekar ógeðslegur staður „Fyrst og fremst mikið af feilum hjá okkur er við unnum boltann. Slakar sendingar fram á við og héldum boltanum ekki nægilega vel. Við eigum eftir að skoða hvort það var slakt hjá okkur eða svona gott hjá Króötunum. Það var löng leið fram á við er við unnum boltann og við vorum ekki klárir í svæðunum sem við ætluðum að vinna með,“ segir Heimir en honum leið illa með að koma aftur á þennan völl og hann heldur áfram að safna leiðinlegum minningum á Maksimir. „Þetta er frekar ógeðslegur staður,“ sagði Heimir og hló við. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Sjá meira
Eyjamaðurinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reynir oftar en ekki að líta á björtu hliðarnar og það var vissulega margt jákvætt í leik íslenska liðsins á Maksimir-vellinum þó svo liðið hafi gengið þaðan út stigalaust. „Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik en hans lið mætti geysilega vel stemmt til leiksins og þjarmaði að Króötum í upphafi. „Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik. Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu. Þá vorum við farnir svolítið langt fram og endum með að tapa 2-0 sem er auðvitað ekki gott. Við urðum samt að taka áhættu.“Allt breyttist í síðari hálfleik Íslenska liðið átti í fullu tré og rúmlega við Króatana í fyrri hálfleik og var aðeins minna með boltann. Það breyttist þó allt í síðari hálfleik er Luka Modric kom inn á miðju Króata og tók við stjórn leiksins. „Það er svolítil lykilskipting hjá þeim og við vorum svo sem búnir að undirbúa okkur fyrir hana. Það er samt erfitt að elta svona mikið. Þetta var ekki besti leikur okkar í keppninni en andstæðingurinn var mjög góður,“ segir Heimir en hann gerði ekki breytingar á sínu liði fyrr en 15 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum að hugsa allan leikinn en fyrri hálfleikur var góður og svo sjáum við í seinni hálfleik hvernig þetta spilast. Við vorum allan tímann inni í leiknum og þeir sköpuðu ekki neitt á meðan við vorum að fá föst leikatriði sem við getum alltaf skorað úr. Það hefðu verið mjög góð úrslit að fá stig hér í þessum leik. Við vildum ekki fórna einhverju of snemma með skiptingum.“ Eins og áður segir var margt jákvætt í leik íslenska liðsins en hvað fannst Heimi vanta upp á hjá liðinu í þessum leik?Frekar ógeðslegur staður „Fyrst og fremst mikið af feilum hjá okkur er við unnum boltann. Slakar sendingar fram á við og héldum boltanum ekki nægilega vel. Við eigum eftir að skoða hvort það var slakt hjá okkur eða svona gott hjá Króötunum. Það var löng leið fram á við er við unnum boltann og við vorum ekki klárir í svæðunum sem við ætluðum að vinna með,“ segir Heimir en honum leið illa með að koma aftur á þennan völl og hann heldur áfram að safna leiðinlegum minningum á Maksimir. „Þetta er frekar ógeðslegur staður,“ sagði Heimir og hló við.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Sjá meira