Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. nóvember 2016 11:00 Írski vélbyssukjafturinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð enn eina ferðina við allt sem hann lætur út úr sér þegar hann pakkaði Eddie Alvarez saman á UFC 205 í New York og varð um leið fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC.Sjá einnig:Conor McGregor tvöfaldur meistari McGregor er nú meistari í fjaðurvigt og léttvigt en hann rotaði Alvarez í annarri lotu eftir að slá hann í tvígang niður í þeirri fyrstu. Á blaðamannafundi eftir bardagann í New York greindi Írinn frá því að unnusta hans, Dee Devlin, er ólétt og á von á sér í mars. Það var reyndar fljótlega leiðrétt því Devlin er sett í maí. „Ég verð pabbi nemma á næsta ári. Ég er að skíta í mig,“ sagði Conor og uppskar bæði hlátrasköll úr salnum sem og lófatak. Dee Devlin hefur staðið þétt við bakið á Conor í langan tíma og fylgt honum á leið bardagakappans á topp íþróttarinnar.Conor elskar peninga, svo mikið er víst. Hann er vel meðvitaður um hvað hann færir UFC jafnt innan búrsins sem utan og nú vill hann fá meira en „bara“ nokkrar milljónir dala fyrir hvern bardaga. Hann vill fá hlut af 4,2 milljarða dala kökunni sem UFC var keypt á fyrr á árinu.Sjá einnig:Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? „Nú verða menn að koma og ræða við mig. Það hefur enginn talað við mig eftir söluna,“ sagði Conor og ýjaði að því að hann gæti hreinlega hætt í UFC. Hann er að minnsta kosti á leiðinni í smá frí. Ekki nema honum verði sýndir peningarnir. „Að eignast þetta barn á eftir að rugla í hausnum á mér. Ég vil bara eignast það og taka mér frí. Ég samt veit hvers virði ég er og nú er ég komin með fjölskyldu og með barn á leiðinni. Ég vil fá það sem ég á skilið ef þið viljið sjá mig aftur.“ „Ég vil eignast hlut í UFC. Ég vil jafnan hlut. Sá sem á þetta fyrirtæki þarf að koma til mín og gefa mér alvöru sneið. Komið mér inn í þetta af alvöru. Gerið mig að eiganda. Ég þarf að vera settur fjárhagslega fyrir lífstíð,“ sagði Conor McGregor. Hluta af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Írski vélbyssukjafturinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð enn eina ferðina við allt sem hann lætur út úr sér þegar hann pakkaði Eddie Alvarez saman á UFC 205 í New York og varð um leið fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC.Sjá einnig:Conor McGregor tvöfaldur meistari McGregor er nú meistari í fjaðurvigt og léttvigt en hann rotaði Alvarez í annarri lotu eftir að slá hann í tvígang niður í þeirri fyrstu. Á blaðamannafundi eftir bardagann í New York greindi Írinn frá því að unnusta hans, Dee Devlin, er ólétt og á von á sér í mars. Það var reyndar fljótlega leiðrétt því Devlin er sett í maí. „Ég verð pabbi nemma á næsta ári. Ég er að skíta í mig,“ sagði Conor og uppskar bæði hlátrasköll úr salnum sem og lófatak. Dee Devlin hefur staðið þétt við bakið á Conor í langan tíma og fylgt honum á leið bardagakappans á topp íþróttarinnar.Conor elskar peninga, svo mikið er víst. Hann er vel meðvitaður um hvað hann færir UFC jafnt innan búrsins sem utan og nú vill hann fá meira en „bara“ nokkrar milljónir dala fyrir hvern bardaga. Hann vill fá hlut af 4,2 milljarða dala kökunni sem UFC var keypt á fyrr á árinu.Sjá einnig:Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? „Nú verða menn að koma og ræða við mig. Það hefur enginn talað við mig eftir söluna,“ sagði Conor og ýjaði að því að hann gæti hreinlega hætt í UFC. Hann er að minnsta kosti á leiðinni í smá frí. Ekki nema honum verði sýndir peningarnir. „Að eignast þetta barn á eftir að rugla í hausnum á mér. Ég vil bara eignast það og taka mér frí. Ég samt veit hvers virði ég er og nú er ég komin með fjölskyldu og með barn á leiðinni. Ég vil fá það sem ég á skilið ef þið viljið sjá mig aftur.“ „Ég vil eignast hlut í UFC. Ég vil jafnan hlut. Sá sem á þetta fyrirtæki þarf að koma til mín og gefa mér alvöru sneið. Komið mér inn í þetta af alvöru. Gerið mig að eiganda. Ég þarf að vera settur fjárhagslega fyrir lífstíð,“ sagði Conor McGregor. Hluta af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27