Fjárkúgunarmálið gegn Hlín og Malín þingfest í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 10:45 Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra verður þingfest í dag. Vísir Fjárkúgunarmál héraðssaksóknara gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systurnar eru annars vegar ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí í fyrra og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl í fyrra. Þinghaldið í málinu er lokað en við þingfestinguna munu systurnar taka afstöðu til ákærunnar sem er í þremur liðum, það er játa eða neita sök. Játi þær sök verður málið dómtekið og mun þá ekki fara fram aðalmeðferð í því. Neiti þær hins vegar sök, að hluta eða í heild, fer fram aðalmeðferð en í þessu samhengi má rifja upp að þegar málið kom upp á sínum tíma greindi lögregla frá því að Hlín og Malín hafi játað að hafa sent bréf til Sigmundar Davíðs þar sem þær reyndu að kúga fé út úr honum.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Systurnar kröfðust átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar að því er fram kemur í ákæru. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað var á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinuMalín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Classen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín samkvæmt ákærunni. Helgi krefst þess að systurnar verði dæmdar til að greiða honum 1.700.000 kr. í skaðabætur. Við brotunum sem systrunum er gefið að sök liggur allt að sex ára fangelsisvist. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Nauðgunarkæra Hlínar send til ákærusviðs á næstunni Rannsókn á lokametrunum. 8. nóvember 2016 10:54 Fyrra hótunarbréfið var ekki opnað fyrr en eftir tíu daga Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra hefur verið birt. 5. nóvember 2016 12:30 Malín og Hlín ákærðar fyrir að kúga Sigmund Héraðssóknari hefur gefið út ákæru á hendur systrunum. Refsiramminn þegar um fjárkúgun er að ræða er sex ára fangelsi. 3. nóvember 2016 18:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fjárkúgunarmál héraðssaksóknara gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systurnar eru annars vegar ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí í fyrra og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl í fyrra. Þinghaldið í málinu er lokað en við þingfestinguna munu systurnar taka afstöðu til ákærunnar sem er í þremur liðum, það er játa eða neita sök. Játi þær sök verður málið dómtekið og mun þá ekki fara fram aðalmeðferð í því. Neiti þær hins vegar sök, að hluta eða í heild, fer fram aðalmeðferð en í þessu samhengi má rifja upp að þegar málið kom upp á sínum tíma greindi lögregla frá því að Hlín og Malín hafi játað að hafa sent bréf til Sigmundar Davíðs þar sem þær reyndu að kúga fé út úr honum.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Systurnar kröfðust átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar að því er fram kemur í ákæru. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað var á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinuMalín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Classen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín samkvæmt ákærunni. Helgi krefst þess að systurnar verði dæmdar til að greiða honum 1.700.000 kr. í skaðabætur. Við brotunum sem systrunum er gefið að sök liggur allt að sex ára fangelsisvist.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Nauðgunarkæra Hlínar send til ákærusviðs á næstunni Rannsókn á lokametrunum. 8. nóvember 2016 10:54 Fyrra hótunarbréfið var ekki opnað fyrr en eftir tíu daga Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra hefur verið birt. 5. nóvember 2016 12:30 Malín og Hlín ákærðar fyrir að kúga Sigmund Héraðssóknari hefur gefið út ákæru á hendur systrunum. Refsiramminn þegar um fjárkúgun er að ræða er sex ára fangelsi. 3. nóvember 2016 18:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fyrra hótunarbréfið var ekki opnað fyrr en eftir tíu daga Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra hefur verið birt. 5. nóvember 2016 12:30
Malín og Hlín ákærðar fyrir að kúga Sigmund Héraðssóknari hefur gefið út ákæru á hendur systrunum. Refsiramminn þegar um fjárkúgun er að ræða er sex ára fangelsi. 3. nóvember 2016 18:03
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent