Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 12:30 Stephen Bannon, Donald Trump og Reince Preibus. Vísir/GEttY Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti fyrstu skipanir í ríkisstjórn sína. Hann starfsmannastjóri Hvíta hússins verður Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Stephen Bannon verður einn af helstu ráðgjöfum hans og mun hann stýra stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Með skipun Priebus er Trump að rétta forystu Repúblikanaflokksins sáttarhönd, en Trump og kosningateymi hans hafa átt í deilum við forystuna og hóp þingmanna flokksins í kosningabaráttunni. Hins vegar mun skipun Bannon falla í grýttan jarðveg meðal flokksmanna.Stephen Bannon var fréttastjóri Breitbart vefsíðunnar sem er orðin helsti vettvangur „hins-hægrins“ svokallaða (e. alt-right). Bannon hefur margsinnis og um langt skeið veist að forystu Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega Paul Ryan, forseta þingsins, og leiðtoga flokksins.Trump sagði að Priebus og Bannon myndu í raun starfa sem „jafnir félagar“ en starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur yfirleitt verið einn æðsti starfsmaður Hvíta hússins. Starfsmannastjórinn þarf, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ákveða hvaða ákvarðanir forsetinn þarf að taka og tengja saman stofnanir ríkisins og ráðherra. Með ákvörðun sinni gæti Trump hafa skapað tvær valdamiðjur innan Hvíta hússins og óvissu meðal starfsmanna. Til marks um viðhorf Paul Ryan til ákvörðunarinnar má ef til vill líta til tísts hans þar sem hann óskar Priebus til hamingju, án þess að nefna Bannon.I'm very proud and excited for my friend @Reince. Congrats!— Paul Ryan (@SpeakerRyan) November 13, 2016 Ryan sagði CNN að hann þekkti Stephen Bannon ekki, en hann treysti dómgreind Donald Trump. Priebus, sem er 44 ára gamall, er með stuðning stórs hluta flokksins. Hann táknar í raun hin hefðbundna gang stjórnmálanna á meðan Bannon, 62, táknar þá utanaðkomandi fylkingu popúlista sem tryggðu Trump sigurinn í kosningunum. Þingmenn beggja flokka á þinginu hafa gagnrýnt ráðningu Bannon sem og samtök gyðinga, en „hitt-hægrið“ hefur lengi verið tengt við rasisma og þjóðernishyggju hvítra. Hins vegar gætu ráðningarnar komið Trump vel þar sem Priebus gæti hjálpað forsetanum verðandi í samskiptum hans við báðar deildir þingsins og að koma lagasetningu þar í gegn. Bannon, sem hjálpaði Trump við að móta skilaboð sín til kjósenda, gæti hjálpað honum að halda tengslum við stuðningsmenn sína sem búast við breytingum í Washington. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti fyrstu skipanir í ríkisstjórn sína. Hann starfsmannastjóri Hvíta hússins verður Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Stephen Bannon verður einn af helstu ráðgjöfum hans og mun hann stýra stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Með skipun Priebus er Trump að rétta forystu Repúblikanaflokksins sáttarhönd, en Trump og kosningateymi hans hafa átt í deilum við forystuna og hóp þingmanna flokksins í kosningabaráttunni. Hins vegar mun skipun Bannon falla í grýttan jarðveg meðal flokksmanna.Stephen Bannon var fréttastjóri Breitbart vefsíðunnar sem er orðin helsti vettvangur „hins-hægrins“ svokallaða (e. alt-right). Bannon hefur margsinnis og um langt skeið veist að forystu Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega Paul Ryan, forseta þingsins, og leiðtoga flokksins.Trump sagði að Priebus og Bannon myndu í raun starfa sem „jafnir félagar“ en starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur yfirleitt verið einn æðsti starfsmaður Hvíta hússins. Starfsmannastjórinn þarf, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ákveða hvaða ákvarðanir forsetinn þarf að taka og tengja saman stofnanir ríkisins og ráðherra. Með ákvörðun sinni gæti Trump hafa skapað tvær valdamiðjur innan Hvíta hússins og óvissu meðal starfsmanna. Til marks um viðhorf Paul Ryan til ákvörðunarinnar má ef til vill líta til tísts hans þar sem hann óskar Priebus til hamingju, án þess að nefna Bannon.I'm very proud and excited for my friend @Reince. Congrats!— Paul Ryan (@SpeakerRyan) November 13, 2016 Ryan sagði CNN að hann þekkti Stephen Bannon ekki, en hann treysti dómgreind Donald Trump. Priebus, sem er 44 ára gamall, er með stuðning stórs hluta flokksins. Hann táknar í raun hin hefðbundna gang stjórnmálanna á meðan Bannon, 62, táknar þá utanaðkomandi fylkingu popúlista sem tryggðu Trump sigurinn í kosningunum. Þingmenn beggja flokka á þinginu hafa gagnrýnt ráðningu Bannon sem og samtök gyðinga, en „hitt-hægrið“ hefur lengi verið tengt við rasisma og þjóðernishyggju hvítra. Hins vegar gætu ráðningarnar komið Trump vel þar sem Priebus gæti hjálpað forsetanum verðandi í samskiptum hans við báðar deildir þingsins og að koma lagasetningu þar í gegn. Bannon, sem hjálpaði Trump við að móta skilaboð sín til kjósenda, gæti hjálpað honum að halda tengslum við stuðningsmenn sína sem búast við breytingum í Washington.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira