Allt í plasti Líf Magneudóttir skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Við búum í neyslusamfélagi þar sem við erum að drukkna í drasli. Margir hlutir eru auðvitað nauðsynlegir en alls ekki allir. Og við þurfum alveg örugglega ekki allar þessar einnota plastumbúðir – jafnvel plastumbúðir í plastumbúðum! Yfirgengileg neysla okkar hefur nefnilega slæm áhrif á lífríkið og umhverfi okkar. Allt sem við látum frá okkur út í náttúruna skilar sér aftur til okkar, með góðu eða illu, því við lifum á afurðum hennar. Offramleiðsla á hlutum og vörum – svo ekki sé minnst á einnota umbúðir sem umlykja alla skapaða hluti – er mikill meinvaldur og það er löngu orðið tímabært að grípa til aðgerða. Borgir mega ekki láta sitt eftir liggja í þessum slag. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að fólk geti flokkað sorp sem mest á heimilum sínum. En borgin viðheldur líka óþarfa neyslu sem risastór innkaupaaðili. Þarna þarf borgin að vera til fyrirmyndar og leiðandi í að hætta að kaupa óþarfa eins og t.d. einnota umbúðir og einnota plast. Margt er gert nú þegar til að innleiða vistvæn innkaup á starfsstöðvum borgarinnar og fyrir lok ársins eiga þær allar að vera búnar að tileikna sér Græn skref. Í þeim felst m.a. að allir starfsmenn noti margnota poka í innkaupum og að ekki verði keyptar vörur sem innihalda plastagnir ásamt ótal mörgu öðru sem stuðlar að umhverfisvernd. Það má hins vegar alltaf gera betur. Og best gengur þegar við tökum höndum saman. Við, íbúar Reykjavíkur, getum líka breytt neysluvenjum okkar. Við getum gert betur í að flokka sorp og minnka sótspor okkar. Til stendur að samþykkja tillögu í borgarstjórn í dag sem miðar að því að hefja aðgerðir gegn einnota umbúðum. Við ætlum að auka fræðslu í samstarfi við grasrótarfélög, kaupmenn og íbúa. Ég vona að á komandi misserum takist Reykjavík að verða umhverfisvænasta borg í heimi. Við höfum öll tækifæri til þess og getum það! Losum okkur við einnota plast og aðrar umbúðir og gerum enn betur í endurnýtingu og endurvinnslu. Við skulum setja markið hátt og bjarga okkur frá því að drukkna í einnota umbúðum neysluhyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Við búum í neyslusamfélagi þar sem við erum að drukkna í drasli. Margir hlutir eru auðvitað nauðsynlegir en alls ekki allir. Og við þurfum alveg örugglega ekki allar þessar einnota plastumbúðir – jafnvel plastumbúðir í plastumbúðum! Yfirgengileg neysla okkar hefur nefnilega slæm áhrif á lífríkið og umhverfi okkar. Allt sem við látum frá okkur út í náttúruna skilar sér aftur til okkar, með góðu eða illu, því við lifum á afurðum hennar. Offramleiðsla á hlutum og vörum – svo ekki sé minnst á einnota umbúðir sem umlykja alla skapaða hluti – er mikill meinvaldur og það er löngu orðið tímabært að grípa til aðgerða. Borgir mega ekki láta sitt eftir liggja í þessum slag. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að fólk geti flokkað sorp sem mest á heimilum sínum. En borgin viðheldur líka óþarfa neyslu sem risastór innkaupaaðili. Þarna þarf borgin að vera til fyrirmyndar og leiðandi í að hætta að kaupa óþarfa eins og t.d. einnota umbúðir og einnota plast. Margt er gert nú þegar til að innleiða vistvæn innkaup á starfsstöðvum borgarinnar og fyrir lok ársins eiga þær allar að vera búnar að tileikna sér Græn skref. Í þeim felst m.a. að allir starfsmenn noti margnota poka í innkaupum og að ekki verði keyptar vörur sem innihalda plastagnir ásamt ótal mörgu öðru sem stuðlar að umhverfisvernd. Það má hins vegar alltaf gera betur. Og best gengur þegar við tökum höndum saman. Við, íbúar Reykjavíkur, getum líka breytt neysluvenjum okkar. Við getum gert betur í að flokka sorp og minnka sótspor okkar. Til stendur að samþykkja tillögu í borgarstjórn í dag sem miðar að því að hefja aðgerðir gegn einnota umbúðum. Við ætlum að auka fræðslu í samstarfi við grasrótarfélög, kaupmenn og íbúa. Ég vona að á komandi misserum takist Reykjavík að verða umhverfisvænasta borg í heimi. Við höfum öll tækifæri til þess og getum það! Losum okkur við einnota plast og aðrar umbúðir og gerum enn betur í endurnýtingu og endurvinnslu. Við skulum setja markið hátt og bjarga okkur frá því að drukkna í einnota umbúðum neysluhyggjunnar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun