Viðtal 60 Minutes við nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, verður sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í kvöld klukkan 19:10.
Hægt verður að fylgjast með viðtalinu í spilaranum að ofan, en dagskrá Stöðvar 2 mun hliðrast vegna viðtalsins.
Fyrsti þátturinn af Landnemunum með Kristjáni Má Unnarssyni fer í loftið klukkan 19:55 og verður hann sömuleiðis í opinni dagskrá. Lóa Pind mætir með annan þátt sinn af Bara Geðveik klukkan 20:35.
Að neðan má sjá uppfærða dagskrá kvöldsins.
19:10 60 Minutes (opin dagskrá)
19:55 Landnemarnir (opin dagskrá)
20:35 Lóa Pind: Bara geðveik
21:15 Westworld
22:15 Eye Witness
