Jose Maria Costa hefur verið látinn taka pokann sinn sem þjálfari Tindastóls í Domino's deild karla í körfubolta. Þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. Þetta kemur fram á Feykir.is.
Israel Martin er tekinn við sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði sinni fyrstu æfingu í kvöld.
Martin stýrði Stólunum með góðum árangri tímabilið 2014-15 og kom svo aftur á Krókinn í sumar og gerðist aðstoðarþjálfari Costa.
Til að fylla skarð Senegalanna hefur Tindastóll samið við Bandaríkjamanninn Antonio Kurtis Hester. Hann kemur til landsins í nótt.
Hester átti að koma til Tindastóls í sumar en félagið ákvað frekar að veðja á Samb sem stóð síðan ekki undir væntingum. Hester er rétt tæplega tveggja metra hár kraftframherji.
Tindastóll er í 4. sæti Domino's deildarinnar með átta stig eftir sex umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni á fimmtudagskvöldið.
Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Arnar Grétarsson tekinn við Fylki
Fótbolti

Bradley Beal til Clippers
Körfubolti

Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu
Fótbolti


Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana
Körfubolti
