Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 07:22 Steinþór Pálsson Landsbankastjóri. vísir/Daníel Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans í Borgun. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Í lok síðasta árs kom í ljós að Borgun fengi milljarðagreiðslur vegna valréttar sem Visa International nýtti til að kaupa Visa Europe, en talið er að upphæðin geti numið rúmlega níu milljörðum króna. Valrétturinn var ekki lagður til grundvallar þegar bankinn seldi hlut sinn í kortafyrirtækinu. Landsbankinn hefur ítrekað haldið fram að hann hafi aldrei haft vitneskju um að Borgun ætti rétt á greiðslum yrði valrétturinn nýttur, og í ágúst síðastliðnum var tilkynnti að bankaráð bankans hefði ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Í tilkynningu kom fram að bankaráðið telji að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar.Morgunblaðið í dag greinir síðan frá því að í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar komi fram Landsbankinn hafi gengist við því að starfsmenn hans hafi ekki skoðað gögn sem þeir fengu aðgang og forsvarsmenn Borgunar höfðu lagt fram í gagnaherbergi sem var opnað eftir undirritun kaupsamnings. Telur Ríkisendurskoðun að vegna þessa sé ábyrgð bankans mikil en í gögnunum hafi meðal annars sýnt „með óyggjandi hætti fram á aðild Borgunar að Visa Europe,“ eins og það er orðað á forsíðu Morgunblaðsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28 Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans í Borgun. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Í lok síðasta árs kom í ljós að Borgun fengi milljarðagreiðslur vegna valréttar sem Visa International nýtti til að kaupa Visa Europe, en talið er að upphæðin geti numið rúmlega níu milljörðum króna. Valrétturinn var ekki lagður til grundvallar þegar bankinn seldi hlut sinn í kortafyrirtækinu. Landsbankinn hefur ítrekað haldið fram að hann hafi aldrei haft vitneskju um að Borgun ætti rétt á greiðslum yrði valrétturinn nýttur, og í ágúst síðastliðnum var tilkynnti að bankaráð bankans hefði ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Í tilkynningu kom fram að bankaráðið telji að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar.Morgunblaðið í dag greinir síðan frá því að í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar komi fram Landsbankinn hafi gengist við því að starfsmenn hans hafi ekki skoðað gögn sem þeir fengu aðgang og forsvarsmenn Borgunar höfðu lagt fram í gagnaherbergi sem var opnað eftir undirritun kaupsamnings. Telur Ríkisendurskoðun að vegna þessa sé ábyrgð bankans mikil en í gögnunum hafi meðal annars sýnt „með óyggjandi hætti fram á aðild Borgunar að Visa Europe,“ eins og það er orðað á forsíðu Morgunblaðsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28 Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52
Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28
Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18