Leist ekkert á þetta í byrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2016 06:00 Steinunn og stöllur hennar verða á toppnum fram á nýja árið. vísir/vilhelm Ný krefjandi hlutverk opna oft nýjar víddir fyrir leikmenn og góða dæmisögu um það má finna hjá 25 ára gamalli handboltakonu í Safamýrinni í Reykjavík. Steinunn Björnsdóttir er komin með 49 mörk í Olís-deild kvenna og mótið er ekki hálfnað. Hún skoraði 52 mörk allt síðasta tímabil og stefnir því að því að næstum tvöfalda markaskor sitt. Steinunn hefur blómstrað í nýju hlutverki í sókninni og er nú orðin sextíu mínútna manneskja. Fram vann eins marks sigur á Haukum í síðasta deildarleiknum fyrir jól en framundan er landsleikjahlé.Þrír erfiðir leikir á einni viku „Það er búið að ganga mjög vel hjá okkur og það var gaman að klára með sigri í gær. Þetta var kannski ljótur sigur en þetta var þriðji erfiði leikurinn okkar á einni viku og því var mjög sterkt að ná að klára þetta,“ sagði Steinunn. Þetta var þriðji leikur liðsins á sjö dögum og þeir hafa allir verið á móti liðum sem eru í hópi fjögurra efstu. Fyrst bikarsigur á Val (4. sæti), svo sannfærandi útisigur í toppslagnum á móti Stjörnunni (2. sæti) og svo sigur á Haukum (3. sæti) í fyrrakvöld. Framliðið sýndi styrk sinn í sigrinum á Stjörnunni og sú flotta frammistaða kallaði á titlatal.Erfitt að stoppa okkur „Fjölmiðlar voru búnir að setja pressu á okkur en við reyndum bara að útiloka það, einblína á okkur sjálfar og spila okkar leik. Við erum að sjálfsögðu ekkert óstöðvandi en á meðan við spilum eins og við gerum núna er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Steinunn. Hún er aðalkonan í hinni sterku vörn Framliðsins. „Við erum búnar að vera að finna okkur mjög vel í varnarleiknum og höfum bara verið að fá á okkur í kringum tuttugu mörk í leik. Guðrún (Ósk Maríasdóttir) hefur síðan verið sterk fyrir aftan okkur,“ segir Steinunn og heldur áfram:Ferðin í haust hjálpar „Liðið er að smella saman núna. Við erum búnar að spila ári lengur saman. Leikmenn eru bara klárir á sínum hlutverkum og þegar það er svoleiðis þá gera allar sitt bara betur og það er meira sjálfstraust í liðinu,“ segir Steinunn. Hún var ánægð með undirbúninginn fyrir tímabilið. „Við fórum í mjög góða æfingaferð fyrir tímabilið. Við náðum þar upp mjög góðri stemningu í liðinu og það er klárlega að hjálpa til núna,“ segir Steinunn. Liðið breyttist lítið milli tímabila en hún fékk meiri ábyrgð þegar Ásta Birna Gunnarsdóttir datt úr. „Það var mjög mikill heiður fyrir mig að fá að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Steinunn. Hún fékk líka nýtt hlutverk í fyrravetur þegar hún fór að spila á línunni í sókninni. „Ég hafði bara verið í varnarskiptingu undanfarin ár og það er æðislegt að geta verið svona mikið með í leiknum,“ segir Steinunn. Ástæðan fyrir breytingunni var þó nokkuð sérstök. „Eftir að Elísabet Gunnarsdóttir varð ólétt, þá fékk ég þetta nýja hlutverk, Mér leist ekkert vel á þetta í byrjun en þetta hefur gengið vonum framar og þá sérstaklega það sem af er þessu tímabili,“ segir Steinunn en hún færði sig inn á línuna um áramótin í fyrra. Steinunn gat hér áður hvílt sig á meðan liðið var í sókn en núna spilar hún allan tímann. „Ég var búin að vera meidd í fætinum en hef náð mér þokkalega í honum. Ég hef því getað æft meira og er í fínu standi. 60 mínúturnar eru því ekkert mál,“ segir Steinunn.Að læra á kaldhæðni þjálfarans Stefán Arnarson þjálfar liðið og hann hefur nú búið til nokkur meistaraliðin. „Við erum búnar að læra á kaldhæðnina hans og læra betur inn á hann. Það eru forréttindi fyrir okkur að fá að hafa hann sem þjálfara. Hann er frábær í alla staði,“ segir Steinunn. Framkonur eru á toppnum og verða þar pottþétt þar til liðið spilar næsta deildarleik eftir 58 daga. Fram undan eru verkefni landsliðsins og frí vegna jóla og áramóta. Steinunn er þó ekki á leiðinni í frí því fram undan eru verkefni með íslenska landsliðinu.Hver verður ólétt næst? Sér Steinunn sig fyrir sér sem línumann það sem eftir er ferilsins? „Það er góð spurning. Hver verður ólétt næst og hvaða stöðu ég fæ,“ segir Steinunn hlæjandi. „Ég held að ég verði línumaður eitthvað áfram. Ég hef gaman af því að vera í barningi. Ég tek þetta alvarlega og ég hata að tapa. Ég reyni líka að taka við öllum hlutverkum með jákvæðu hugarfari og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Steinunn. Hún leggur áherslu á að staðan sé vissulega góð en það sé nóg eftir af mótinu. „Við þurfum að minna hver aðra á það að við erum langt frá því að hafa unnið eitthvað ennþá. Við þurfum að nýta þennan tíma vel í að styrkja okkur og halda keyrslunni áfram,“ segir Steinunn að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Ný krefjandi hlutverk opna oft nýjar víddir fyrir leikmenn og góða dæmisögu um það má finna hjá 25 ára gamalli handboltakonu í Safamýrinni í Reykjavík. Steinunn Björnsdóttir er komin með 49 mörk í Olís-deild kvenna og mótið er ekki hálfnað. Hún skoraði 52 mörk allt síðasta tímabil og stefnir því að því að næstum tvöfalda markaskor sitt. Steinunn hefur blómstrað í nýju hlutverki í sókninni og er nú orðin sextíu mínútna manneskja. Fram vann eins marks sigur á Haukum í síðasta deildarleiknum fyrir jól en framundan er landsleikjahlé.Þrír erfiðir leikir á einni viku „Það er búið að ganga mjög vel hjá okkur og það var gaman að klára með sigri í gær. Þetta var kannski ljótur sigur en þetta var þriðji erfiði leikurinn okkar á einni viku og því var mjög sterkt að ná að klára þetta,“ sagði Steinunn. Þetta var þriðji leikur liðsins á sjö dögum og þeir hafa allir verið á móti liðum sem eru í hópi fjögurra efstu. Fyrst bikarsigur á Val (4. sæti), svo sannfærandi útisigur í toppslagnum á móti Stjörnunni (2. sæti) og svo sigur á Haukum (3. sæti) í fyrrakvöld. Framliðið sýndi styrk sinn í sigrinum á Stjörnunni og sú flotta frammistaða kallaði á titlatal.Erfitt að stoppa okkur „Fjölmiðlar voru búnir að setja pressu á okkur en við reyndum bara að útiloka það, einblína á okkur sjálfar og spila okkar leik. Við erum að sjálfsögðu ekkert óstöðvandi en á meðan við spilum eins og við gerum núna er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Steinunn. Hún er aðalkonan í hinni sterku vörn Framliðsins. „Við erum búnar að vera að finna okkur mjög vel í varnarleiknum og höfum bara verið að fá á okkur í kringum tuttugu mörk í leik. Guðrún (Ósk Maríasdóttir) hefur síðan verið sterk fyrir aftan okkur,“ segir Steinunn og heldur áfram:Ferðin í haust hjálpar „Liðið er að smella saman núna. Við erum búnar að spila ári lengur saman. Leikmenn eru bara klárir á sínum hlutverkum og þegar það er svoleiðis þá gera allar sitt bara betur og það er meira sjálfstraust í liðinu,“ segir Steinunn. Hún var ánægð með undirbúninginn fyrir tímabilið. „Við fórum í mjög góða æfingaferð fyrir tímabilið. Við náðum þar upp mjög góðri stemningu í liðinu og það er klárlega að hjálpa til núna,“ segir Steinunn. Liðið breyttist lítið milli tímabila en hún fékk meiri ábyrgð þegar Ásta Birna Gunnarsdóttir datt úr. „Það var mjög mikill heiður fyrir mig að fá að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Steinunn. Hún fékk líka nýtt hlutverk í fyrravetur þegar hún fór að spila á línunni í sókninni. „Ég hafði bara verið í varnarskiptingu undanfarin ár og það er æðislegt að geta verið svona mikið með í leiknum,“ segir Steinunn. Ástæðan fyrir breytingunni var þó nokkuð sérstök. „Eftir að Elísabet Gunnarsdóttir varð ólétt, þá fékk ég þetta nýja hlutverk, Mér leist ekkert vel á þetta í byrjun en þetta hefur gengið vonum framar og þá sérstaklega það sem af er þessu tímabili,“ segir Steinunn en hún færði sig inn á línuna um áramótin í fyrra. Steinunn gat hér áður hvílt sig á meðan liðið var í sókn en núna spilar hún allan tímann. „Ég var búin að vera meidd í fætinum en hef náð mér þokkalega í honum. Ég hef því getað æft meira og er í fínu standi. 60 mínúturnar eru því ekkert mál,“ segir Steinunn.Að læra á kaldhæðni þjálfarans Stefán Arnarson þjálfar liðið og hann hefur nú búið til nokkur meistaraliðin. „Við erum búnar að læra á kaldhæðnina hans og læra betur inn á hann. Það eru forréttindi fyrir okkur að fá að hafa hann sem þjálfara. Hann er frábær í alla staði,“ segir Steinunn. Framkonur eru á toppnum og verða þar pottþétt þar til liðið spilar næsta deildarleik eftir 58 daga. Fram undan eru verkefni landsliðsins og frí vegna jóla og áramóta. Steinunn er þó ekki á leiðinni í frí því fram undan eru verkefni með íslenska landsliðinu.Hver verður ólétt næst? Sér Steinunn sig fyrir sér sem línumann það sem eftir er ferilsins? „Það er góð spurning. Hver verður ólétt næst og hvaða stöðu ég fæ,“ segir Steinunn hlæjandi. „Ég held að ég verði línumaður eitthvað áfram. Ég hef gaman af því að vera í barningi. Ég tek þetta alvarlega og ég hata að tapa. Ég reyni líka að taka við öllum hlutverkum með jákvæðu hugarfari og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Steinunn. Hún leggur áherslu á að staðan sé vissulega góð en það sé nóg eftir af mótinu. „Við þurfum að minna hver aðra á það að við erum langt frá því að hafa unnið eitthvað ennþá. Við þurfum að nýta þennan tíma vel í að styrkja okkur og halda keyrslunni áfram,“ segir Steinunn að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira