Meira ruglað Magnús Már Guðmundsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, heldur áfram að þvæla umræðuna um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík. Í stað þess að viðurkenna að hann hafi hlaupið á sig þegar hann sagði borgarstjóra bulla þá ruglar hann umræðuna með því að snúa tölum á hvolf og reynir að afvegaleiða lesendur Fréttablaðsins í grein sem birtist nýlega í blaðinu. Staðreyndin er sú að félagslegum leiguíbúðum hefur ekki fækkað í Reykjavík á undanförnum árum. Þeim hefur fjölgað og þeim hefði gjarnan mátt fjölga hraðar. Halldór horfir fram hjá því að á árunum eftir hrun fóru Félagsbústaðir líkt og önnur í leigufélög í gegnum endurskipulagningu. Að auki tekur Halldór viljandi eða óviljandi ekki tillit til þess að í tengslum við kaup Félagsbústaða á sértækum búsetuúrræðum af ríkinu 2011 þegar málaflokkur fatlaðs fólks færðist til sveitarfélaganna var byrjað að telja þau sérstaklega og flokka í skrám félagsins. Fram að því voru íbúðirnar taldar með almennum íbúðum. Almennum leiguíbúðum fækkaði því ekki árið 2011 heldur var hætt að telja sértæk búsetuúrræði sem almennar leiguíbúðir. Í gögnum frá Félagsbústöðum sem sýnir eignasafn félagsins má meðal annars sjá að árið 2005 voru félagslegu íbúðirnar 1.739 talsins, þar af 1.567 almennar félagslegar leiguíbúðir. Í september nú í ár var 2.351 íbúð í eignasafni Félagsbústaða. Á um áratug fjölgaði úrræðunum þeim um 612, þar af 109 á síðustu tveimur árum og af þeim voru 99 almennar félagslegar leiguíbúðir. Þrátt fyrir góðan vilja þá getur Halldór ekki horft fram hjá þessum staðreyndum. Halldór verður auk þess að sætta sig við það að ef bæjarfélögin í kringum Reykjavík ættu hlutfallslega jafn margar félagslegar íbúðir og Reykjavík væri hægt að mæta allri þörf fyrir félagslegt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru til dæmis hlutfallslega átta sinnum fleiri í borginni en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Halldór bendir gjarnan á nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þegar það hentar hans málflutningi en kýs að horfa algjörlega fram hjá því þegar kemur að félagslegu húsnæði. Af hverju skyldi það vera?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, heldur áfram að þvæla umræðuna um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík. Í stað þess að viðurkenna að hann hafi hlaupið á sig þegar hann sagði borgarstjóra bulla þá ruglar hann umræðuna með því að snúa tölum á hvolf og reynir að afvegaleiða lesendur Fréttablaðsins í grein sem birtist nýlega í blaðinu. Staðreyndin er sú að félagslegum leiguíbúðum hefur ekki fækkað í Reykjavík á undanförnum árum. Þeim hefur fjölgað og þeim hefði gjarnan mátt fjölga hraðar. Halldór horfir fram hjá því að á árunum eftir hrun fóru Félagsbústaðir líkt og önnur í leigufélög í gegnum endurskipulagningu. Að auki tekur Halldór viljandi eða óviljandi ekki tillit til þess að í tengslum við kaup Félagsbústaða á sértækum búsetuúrræðum af ríkinu 2011 þegar málaflokkur fatlaðs fólks færðist til sveitarfélaganna var byrjað að telja þau sérstaklega og flokka í skrám félagsins. Fram að því voru íbúðirnar taldar með almennum íbúðum. Almennum leiguíbúðum fækkaði því ekki árið 2011 heldur var hætt að telja sértæk búsetuúrræði sem almennar leiguíbúðir. Í gögnum frá Félagsbústöðum sem sýnir eignasafn félagsins má meðal annars sjá að árið 2005 voru félagslegu íbúðirnar 1.739 talsins, þar af 1.567 almennar félagslegar leiguíbúðir. Í september nú í ár var 2.351 íbúð í eignasafni Félagsbústaða. Á um áratug fjölgaði úrræðunum þeim um 612, þar af 109 á síðustu tveimur árum og af þeim voru 99 almennar félagslegar leiguíbúðir. Þrátt fyrir góðan vilja þá getur Halldór ekki horft fram hjá þessum staðreyndum. Halldór verður auk þess að sætta sig við það að ef bæjarfélögin í kringum Reykjavík ættu hlutfallslega jafn margar félagslegar íbúðir og Reykjavík væri hægt að mæta allri þörf fyrir félagslegt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru til dæmis hlutfallslega átta sinnum fleiri í borginni en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Halldór bendir gjarnan á nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þegar það hentar hans málflutningi en kýs að horfa algjörlega fram hjá því þegar kemur að félagslegu húsnæði. Af hverju skyldi það vera?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar