Segir Mayweather ekki þora í alvöru bardaga og vill 100 milljónir dala fyrir að boxa við hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2016 10:15 Conor McGregor, tvöfaldur heimsmeistari í UFC, vill 100 milljónir dala í reiðufé fyrir að boxa við besta hnefaleikakappa sögunnar, Floyd Mayweather Jr. Hann segir Mayweather hræddan við „alvöru bardaga“. Sögusagnir um mögulegan ofurbardaga tveggja kjaftforustu og bestu manna sinna íþrótta voru háværar fyrr á árinu en svo virtist sem hugmyndin væri dauð og grafin. Conor kveikti aftur á móti eld undir henni á þriðjudagskvöldið. Írski Íslandsvinurinn, sem er enn að fagna sigrinum á Eddie Alvarez, fór upp á svið á næturklúbbnum Oak í New York og sagði fólkinu í salnum hvað þyrfti til ef hann ætti að berjast við Floyd Mayweather sem er 49-0 á ferlinum og af flestum talinn besti boxari sögunnar, pund fyrir pund. „Floyd er ekki tilbúinn í þetta,“ hrópaði Conor í hljóðnemann er tónlistin var stöðvuð svo vélbyssukjafturinn gæti komist að. „Ég virði Floyd mikið. Hann er góður viðskiptamaður og algjört dýr í því sem hann gerir. En þegar kemur að alvöru bardaga [MMA en ekki hnefaleikum, innsk. blm.] vill Floyd ekkert með það hafa.“ „Hann vill hnefaleikabardaga en ekki alvöru bardaga. Ég vil 100 milljónir í reiðufé ef ég á að berjast við hann undir hnefaleikareglum. Hann er hræddur við alvöru bardaga,“ sagði Conor McGregor. Ræða Conors náðist á myndband sem slúðurvefurinn TMZ birti á Youtube-síðu sinni en það má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Conor McGregor, tvöfaldur heimsmeistari í UFC, vill 100 milljónir dala í reiðufé fyrir að boxa við besta hnefaleikakappa sögunnar, Floyd Mayweather Jr. Hann segir Mayweather hræddan við „alvöru bardaga“. Sögusagnir um mögulegan ofurbardaga tveggja kjaftforustu og bestu manna sinna íþrótta voru háværar fyrr á árinu en svo virtist sem hugmyndin væri dauð og grafin. Conor kveikti aftur á móti eld undir henni á þriðjudagskvöldið. Írski Íslandsvinurinn, sem er enn að fagna sigrinum á Eddie Alvarez, fór upp á svið á næturklúbbnum Oak í New York og sagði fólkinu í salnum hvað þyrfti til ef hann ætti að berjast við Floyd Mayweather sem er 49-0 á ferlinum og af flestum talinn besti boxari sögunnar, pund fyrir pund. „Floyd er ekki tilbúinn í þetta,“ hrópaði Conor í hljóðnemann er tónlistin var stöðvuð svo vélbyssukjafturinn gæti komist að. „Ég virði Floyd mikið. Hann er góður viðskiptamaður og algjört dýr í því sem hann gerir. En þegar kemur að alvöru bardaga [MMA en ekki hnefaleikum, innsk. blm.] vill Floyd ekkert með það hafa.“ „Hann vill hnefaleikabardaga en ekki alvöru bardaga. Ég vil 100 milljónir í reiðufé ef ég á að berjast við hann undir hnefaleikareglum. Hann er hræddur við alvöru bardaga,“ sagði Conor McGregor. Ræða Conors náðist á myndband sem slúðurvefurinn TMZ birti á Youtube-síðu sinni en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00
Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00
Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00