Kjarabarátta tónlistarskólakennara er barátta okkar allra! Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 10:18 Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sambærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuðum skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: • Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkennarar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. • Framsókn: Eðlilegt að launakjör kennara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. • Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. • Samfylking: Tónlistarkennarar séu metnir að verðleikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tónlistarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennarahópa með sambærilega menntun. • Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. • Viðreisn: Tónlistarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. • Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistarskólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sambærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuðum skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: • Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkennarar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. • Framsókn: Eðlilegt að launakjör kennara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. • Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. • Samfylking: Tónlistarkennarar séu metnir að verðleikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tónlistarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennarahópa með sambærilega menntun. • Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. • Viðreisn: Tónlistarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. • Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistarskólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verðleikum.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun