Katrín fetar í fótspor Steingríms Hermannssonar Höskuldur Kári Schram skrifar 17. nóvember 2016 18:45 Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks. Ríkisstjórn Steingríms tók við eftir að þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokks sprakk í beinni útsendingu á stöð tvö þann 17. september árið 1988. Í fyrstu voru fjórir flokkar í stjórninni. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsókn og Samtök um jafnréttir og félagshyggju en sá flokkur var stofnaður utan um sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin var með 32 þingmenn en síðar bættist Borgaraflokkurinn við og voru stjórnarflokkarnir þá komnir með samtals 38 þingmenn. Margir telja nánast ómögulegt að halda saman fimm flokka ríkisstjórn til lengri tíma. Ríkisstjórn Steingríms kláraði hins vegar kjörtímabilið og fengu þrír stærstu stjórnarflokkarnir góða kosningu í kosningunum 1991. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Steingrímur hafi ennfremur sýnt að fimm flokka ríkisstjórn geti komið miklu í verk. „Þessi stjórn losaði um fjármagnsflutninga til landsins. Þessi stjórn samdi um EES. Samningurinn var nánast á borðinu þegar hún hætti. Og í tíð þessarar stjórnar voru gerðir þjóðarsáttarsamningarnir og það mætti nefna ýmislegt fleira. Þessi stjórn virtist vera vel starfhæf. Steingrímur var að vísu mjög lipur forsætisráðherra en þeir gátu leyst mál og þeir voru að afgreiða mörg mjög erfið mál,“ segir Ólafur. Hann telur alls ekki útilokað að Katrín nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum og Samfylkingu. „Ég held að málefnalega sé tiltölulega lítill munur á þessum fimm flokkum. Eiginlega allt virðist umsemjanlegt. Nema að Píratarnir verði mjög harðir á því að það verði að samþykkja stjórnarskrártillögurnar í heild. Ég held að það sem þetta gæti helst strandað á væri spurning um traust. Það er að segja að ef einhverjir af hinum flokkunum treystu ekki Pírötum í svona ferðalag,“ segir Ólafur. Kosningar 2016 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks. Ríkisstjórn Steingríms tók við eftir að þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokks sprakk í beinni útsendingu á stöð tvö þann 17. september árið 1988. Í fyrstu voru fjórir flokkar í stjórninni. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsókn og Samtök um jafnréttir og félagshyggju en sá flokkur var stofnaður utan um sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin var með 32 þingmenn en síðar bættist Borgaraflokkurinn við og voru stjórnarflokkarnir þá komnir með samtals 38 þingmenn. Margir telja nánast ómögulegt að halda saman fimm flokka ríkisstjórn til lengri tíma. Ríkisstjórn Steingríms kláraði hins vegar kjörtímabilið og fengu þrír stærstu stjórnarflokkarnir góða kosningu í kosningunum 1991. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Steingrímur hafi ennfremur sýnt að fimm flokka ríkisstjórn geti komið miklu í verk. „Þessi stjórn losaði um fjármagnsflutninga til landsins. Þessi stjórn samdi um EES. Samningurinn var nánast á borðinu þegar hún hætti. Og í tíð þessarar stjórnar voru gerðir þjóðarsáttarsamningarnir og það mætti nefna ýmislegt fleira. Þessi stjórn virtist vera vel starfhæf. Steingrímur var að vísu mjög lipur forsætisráðherra en þeir gátu leyst mál og þeir voru að afgreiða mörg mjög erfið mál,“ segir Ólafur. Hann telur alls ekki útilokað að Katrín nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum og Samfylkingu. „Ég held að málefnalega sé tiltölulega lítill munur á þessum fimm flokkum. Eiginlega allt virðist umsemjanlegt. Nema að Píratarnir verði mjög harðir á því að það verði að samþykkja stjórnarskrártillögurnar í heild. Ég held að það sem þetta gæti helst strandað á væri spurning um traust. Það er að segja að ef einhverjir af hinum flokkunum treystu ekki Pírötum í svona ferðalag,“ segir Ólafur.
Kosningar 2016 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira